16:05
Ugla sat á kvisti: Móðuróður
Ugla sat á kvisti: Móðuróður

Er lífið ein stór tilviljun? Í þessum þætti talar Friðrik Agni Árnason við móður sína Mayu Jill Einarsdóttur og skyggnist á bak við hennar sögu. Maya fannst úti á götum Bombay fyrir 55 árum en það var svo þýsk hjúkka, Liselotte Bensch-Fuchs sem sótti Mayu til Indlands og fór með hana til Íslands. Hvernig kom það til? Hlustendur kynnast hér áhugaverðum sögum tveggja kvenna sem tvinnast saman á fallegan hátt en geymir einnig ýmsar áskoranir og flóknar ákvarðanir.

Lesari: Jórunn Sigurðardóttir

Framleiðsla: Þorgerður E. Sigurðardóttir.

Var aðgengilegt til 25. ágúst 2024.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,