15:10
Ekkert skiptir máli
Hugsað um Ekkert
Ekkert skiptir máli

Finnst þér stundum eins og ekkert skipti máli? Og að ekkert hafi merkingu? Ef svo er langar okkur að óska þér til hamingju, því við erum með þáttinn fyrir þig. Í þættinum Ekkert skiptir máli, förum við vítt og breytt um heim vísinda og fræða, skoðum neindir og tómarúm, sjálfið tímann og hugsunina til þess að skilja hvernig ekkert, skiptir raunverulega máli.

Fyrir viku síðan hófst leitin að engu. Þáttarstjórnendur horfðu til himins og reyndu að skyggnast inn í atómið en ekkert ekkert var þar að finna. En þrátt fyrir það er hugmyndin um það til. Því er nauðsynlegt að skoða hugarheim mannsins sem gerist sekur um að hugsa þetta ekkert inn í heim sem vill ekkert með það hafa. Í þessum þætti verður leitað til tveggja tilvistarspekinga, þeirra Ragnheiðar Eiríksdóttur og Vilhjálms Árnasonar, til að varpa ljósi á þetta ekkert eins og það birtist í hugarheimi mannsins.

Umsjónarmenn eru Snorri Rafn Hallson og Tómas Ævar Ólafsson.

Var aðgengilegt til 24. nóvember 2023.
Lengd: 44 mín.
e
Endurflutt.
,