16:05
Síðdegisútvarpið
22.mars
Síðdegisútvarpið

Við verðum mikið í samband við útlönd í þættinum en nýkrýndur Íslandsmeistari í múriðn, Arnar Freyr Guðmundsson, talar við okkur á eftir frá Liverpool þar sem hann er staddur. Arnar Freyr nældi sér í Íslandsmeistaratitilinn í múriðn á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fram fór um síðustu helgi. Keppnin var æsispennandi og við heyrum meira af því hér á eftir.

Nú í dag hefur staðið yfir málþingið Satt og logið um öryrkja sem ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir. Þar hafa fyrirlesarar farið yfir kjör fatlaðs fólks á Íslandi og var ætlunin að leiðrétta rangfærslur og draga fram hið rétta. Einnig voru kynntar niðurstöður nýrrar gallup könnunar á viðhorfum almennings til kjara öryrkja. Atli Þór Þorvaldsson formaður kjarahóps ÖBÍ réttindasamtaka verður hjá okkur strax að loknum fimm fréttum og upplýsir okkur um það helsta sem fram kom á málþinginu í dag.

Við setjum okkur í samband við Guðrúnu Þóreyju Gunnarsdóttur í Danmörku á eftir, en Guðrún Þórey er eigandi kaffihúsins Gudrun?s Goodies sem staðsett er í gamla bænum í Kaupmannahöfn. Guðrún opnaði kaffihúsið árið 2020 og vegna covid þá var rekstur kaffihússins virkilega erfiður fyrsta árið. En nú ætlum að taka stöðuna á Guðrúnu og spyrja hana út í reksturinn og lífið í Köben í dag.

Körfuboltamót framhaldskolanna BÍSHEF hefst á föstudaginn og stendur alla helgina. Þetta er í fyrsta sinn í 22 ár sem framhaldsskólamótið verður leikið en öflugir aðilar innan Bandalags Íslenskra Heilsueflandi Framhaldsskóla höfðu frumkvæði að því að koma mótinu á. Fjöldi skóla er skráður til leiks og er vonast til að mótið verði aftur að árvissum viðburði. Guðmundur Ísak Bóasson og Ragnar Björn Bragason koma til okkar á eftir og segja okkur betur frá mótinu.

Og eins og svo oft á miðvikudögum þá ætlum við að tala við áhorfandann okkar hann Ragnar Eyþórsson um kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Hvað er það helsta sem er boðið upp á í bíóhúsum, í sjónvarpi og á streymisveitum þessa dagana.

En við ætlum að byrja í Brussel en þar er Björn Malmquist fréttamaður.

Var aðgengilegt til 21. mars 2024.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,