23:05
Lestin
Tónlistarsamstarf á tímum tiktok, áhrif Kiljunnar, Eistnaflugi aflýst
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Þær fréttir bárust í dag að tónlistarhátíðinni Eistnaflug verður aflýst í ár, sorgarfréttir fyrir þungarokkssamfélagið á Íslandi. Í tilkynningu sem birtist á facebook síðu hátíðarinnar í dag segir ?Þó að faraldrinum sé lokið, þá hefur COVID ennþá áhrif á framtíð okkar. Við reyndum allt sem við gátum en það dugði ekki til því miður. Ástæðurnar er nokkrar og flestar bein eða óbein afleiðing af COVID.?

Við ræðum Svan Má Snorrason, sem að hefur velt fyrir sér sjónvarpsþættinum Kiljan og áhrifum hans á íslenskt bókmenntalíf. Svanur skrifaði um þessi áhrif í lokaritgerð sinni í bókmenntafræði sem hann kynnti á hugvísindaþingi fyrr í mánuðinum.

Við heyrum um samstarf tónlistarfólks sem varð til á mjög nútímalegan hátt. Jóhannes Ólafsson ræðir við Ellu McRobb og Ólaf Arnalds um samstarf sem varð til á Tiktok og skilaði sér í nýju lagi sem við heimsfrumflytjum í dag.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,