16:05
Víðsjá
Svipmynd af Ágústi Guðmundssyni
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri fékk heiðursverðlaun íslensku kvikmyndaakademíunnar á Eddu verðlaununum. Ágúst er fæddur 1947, gekk í Menntaskólann í Reykjavík, lærði leiklist en fór svo í nám til Bretlands, í The national Film School, þaðan sem hann útskrifaðist 1977. Fjórum árum síðar frumsýndi hann sýna fyrstu kvikmynd í fullri leng, Land og syni. Ágúst tók þátt í því sem hefur verið kallað íslenska kvikmyndavorið upp úr 1980 og hefur allar götur síðan verið í hópi okkar helstu og farsælustu kvikmyndaleikstjóra. Meðal verka hans má nefna Útlagann, Með allt á hreinu, Mávahlátur, Í takt við tímann og Ófeigur gengur aftur. Ágúst Guðmundsson er gestur Víðsjár í svipmynd dagsins.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,