06:50
Morgunvaktin
Trump, vaxtahækkanir og menningararfur
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

75 ár eru í dag síðan Atómstöðin eftir Halldór Laxness kom út. Af því tilefni var leikið brot úr lestri skáldsins á sögunni.

Rúm tvö ár eru síðan Donald Trump lét af embætti Bandaríkjaforseta en enn er hann fréttaefni. Hann stendur í ströngu á mörgum vígstöðvum og hefur lýst yfir framboði á ný. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, sagði frá þeim málum sem Trump stendur í þessa dagana, fór yfir þau sem tilkynnt hafa þátttöku í forkosningum Repúblikana fyrir næstu kosningar og talaði einnfremur um Biden forseta og Harris varaforseta.

Enn er verðbólga víðast hvar í heiminum og vextir hafa verið hækkaðir. Ásgeir Brynjar Torfason, sérfræðingur í fjármálum, fór yfir ástand og horfur. Tilkynnt verður um vaxtaákvörðun í Bandaríkjunum seinna í dag. Meginvextir hér voru hækkaðir um eitt prósentustig meðan á þættinum stóð; sú mikla hækkun kom Ásgeiri Brynjari á óvart.

Unnið er að því að fá íslensku sundlaugamenninguna og laufabráðið á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf. Vera Illugadóttir sagði frá ýmsu sem er á skránni.

Tónlist:

Do you want to know a secret - Bítlarnir,

Don?t cry for me Argentina - Madonna,

Anna (Go to him) - Bítlarnir,

Ask me why - Bítlarnir,

Disco frisco - Guitar Islandico.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,