Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Helga Bragadóttir flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
75 ár eru í dag síðan Atómstöðin eftir Halldór Laxness kom út. Af því tilefni var leikið brot úr lestri skáldsins á sögunni.
Rúm tvö ár eru síðan Donald Trump lét af embætti Bandaríkjaforseta en enn er hann fréttaefni. Hann stendur í ströngu á mörgum vígstöðvum og hefur lýst yfir framboði á ný. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, sagði frá þeim málum sem Trump stendur í þessa dagana, fór yfir þau sem tilkynnt hafa þátttöku í forkosningum Repúblikana fyrir næstu kosningar og talaði einnfremur um Biden forseta og Harris varaforseta.
Enn er verðbólga víðast hvar í heiminum og vextir hafa verið hækkaðir. Ásgeir Brynjar Torfason, sérfræðingur í fjármálum, fór yfir ástand og horfur. Tilkynnt verður um vaxtaákvörðun í Bandaríkjunum seinna í dag. Meginvextir hér voru hækkaðir um eitt prósentustig meðan á þættinum stóð; sú mikla hækkun kom Ásgeiri Brynjari á óvart.
Unnið er að því að fá íslensku sundlaugamenninguna og laufabráðið á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf. Vera Illugadóttir sagði frá ýmsu sem er á skránni.
Tónlist:
Do you want to know a secret - Bítlarnir,
Don?t cry for me Argentina - Madonna,
Anna (Go to him) - Bítlarnir,
Ask me why - Bítlarnir,
Disco frisco - Guitar Islandico.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andri Yrkill Valsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
BJörg og Valgerður hafa verið vinkonur í 30 ár og segja frá The Heroine's Journey, eða Hetjuferðinni og hvernig þær vinna með þau fræði.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Eymundur Lúter Eymundsson var hjá okkur í þættinum í dag. Hann glímdi við mikinn kvíða og félagsfælni frá því í barnaskóla. Kvíðinn hafði áhrif á allt í hans lífi, honum gekk illa í náminu, hann einangraði sig, reiddist sjálfum sér fyrir að líða illa og þorði ekki að segja neinum frá því hvernig honum leið. Hann hætti í framhaldsskóla eftir tvo mánuði, notaði áfengi til að slá á líðanina og þegar hann lagðist til svefns á kvöldin kveið hann fyrir að vakna daginn eftir, kveið fyrir öllum deginum. Kveið fyrir því að þurfa hitta annað fólk. Eymundi líður betur í dag, líf hans tók loksins aðra stefnu þegar hann var að nálgast fertugt og hann sagði okkur sína sögu í þættinum.
Geirmundur Valtýsson hljómlistarmaður heldur tónleika á laugardaginn og þeir eru óvenjulegir á þann hátt að hljómsveitin spilar einungis lögin og það fellur í hlut áhorfenda að syngja lögin. Geirmundur sagði okkur frá þessu í dag.
Hver var Jón Ólafsson úr Grunnavík og hvað var hann að gera í Kaupmannahöfn á átjándu öld? Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing á laugardaginn og meðal annars mun Guðrún Ása Grímsdóttir flytja erindi um fræðastörf Jóns Ólafssonar frá Grunnavík. Þar segir hún frá uppruna hans, erindi hans til Kaupmannahafnar haustið 1726 og stöðu hans og kjörum þar i borg nær ævilangt. Guðrún sagði okkur frá Jóni í þættinum í dag.
Tónlist í þættinum í dag
Átján rauðar rósir / Lúdó og Stefán (Bobby Darin, Iðunn Steinsdóttir)
Lover / Peggy Lee (Richard Rodgers og Lorenz Hart)
Nú er ég léttur / Geirmundur Valtýsson (Geirmundur Valtýsson)
Rósin/Sigfús Pétursson og Álftagerðisbræður (Friðrik Jónsson og Guðmundur Halldórsson) Sigurður Rúnar Jónsson útsetti og Stefán R Gíslason raddsetti
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundur, leikari og leikstjóri.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í tólfta sinn í röð í morgun, úr 6,5 prósentum í 7,5. Eftir því sem verðbólgan varir lengur, verður erfiðara að ná henni niður, að mati Seðlabankastjóra. Forseti ASÍ segir stýrivaxtahækkunina mikil vonbrigði, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir erfitt að sjá að Seðlabankinn hafi átt annarra kosta völ.
Seyðfirðingar eru innlyksa annan daginn í röð vegna ófærðar á Fjarðarheiði. Yfir 500 farþegar Norrænu sitja fastir í bænum og missa af öllum skoðunarferðum. Bræðslan gæti orðið olíulaus nema takist að koma olíu yfir heiðina fyrir kvöldið.
Búist er við ákvörðun í dag um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti verður ákærður fyrir leynilegar greiðslur til klámmyndastjörnu.
Lögregla fer fram á fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í síðustu viku. Lögregla telur manninn hættulegan og fer fram á varðhaldið á grundvelli almannahagsmuna.
Bronsstytta eftir Einar Jónsson seldist á ríflega ellefu milljónir í gær. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir verk á uppboði hér á landi.
Valur mátti þola sjö marka tap í fyrri leik sínum gegn þýska liðinu Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta. Seinni leikur liðanna fer fram ytra í næstu viku.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Fyrr í mánuðinum tók Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra á móti yfirgripsmikilli skýrslu og hélt um hana erindi. Skýrslan var unnin að beiðni ráðherra af vísindamönnum við Landbúnaðarháskóla Íslands og snerist um ákveðinn kima af framtíð þjóðarinnar. Þessi kimi kann að hljóma heldur lítill og afmarkaður, en hann er í raun risastór og snertir okkur öll. Þetta er kornrækt á Íslandi. Skýrslan var kynnt á fjölmennum fundi sem var haldinn á vegum matvælaráðuneytisins um miðjan mars. Sunna Valgerðardóttir fjallar um skoðun stjórnvalda á framtíð kornræktar á Íslandi og rifjar upp stöðuna frá því í fyrrasumar.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna, IPCC, um loftslagsbreytingar kom út í fyrradag. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur líkt henni við leiðarvísi að því hvernig hægt er að aftengja þá tifandi tímasprengju sem hann kallar loftslagsvána. En til þess þurfi mikið átak og samstilltar aðgerðir þjóða heims. Og þetta þarf að gera hratt. Við ætlum ræða þessa skýrslu við Halldór Þorgeirsson formann Loftslagsráðs og Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing.
Við ræðum við tvo íslenska kynjafræðikennara sem fóru til Afríku til að kenna þarlendum kennurum um kynjajafnrétti og skólaumhverfi - hvernig gekk það fyrir sig, hverju á jafnréttiskennsla og jafnréttismeðvitund að skila innan afrískar skóla - og er það sambærilegt við það sem tekist er á við innan íslenska skólakerfisins? Þórður Kristinsson og María Hjálmtýsdóttir segja okkur allt um það.
Við heyrum eina málfarsmínútu og ræðum svo um vísindi við Eddu Olgudóttur. Överur og Everest koma við sögu hjá henni í dag.
Útvarpsfréttir.
Leifur Hauksson fjallar um tímann á breiðum grunni og fær til sín fræðimenn og fleira fólk til að ræða um tímann og ótímann.
Leifur Hauksson fjallar um tímann á breiðum grunni og fær til sín fræðimenn og fleira fólk til að ræða um tímann og ótímann.
Rætt við Birgi Finnsson og Halldór Halldórsson hjá Slökkviliðinu í Reykjavík. Tími í starfi slökkviliðsmanns.
Rætt við Sigríði Þorgeirsdóttur dósent við HÍ um lífsheimspeki.
Útvarpsfréttir.
Í þáttunum verður fjallað um hvað sé merkilegt við íslenskar fornbókmenntir, frá íslensku og evrópsku sjónarhorni miðalda sem og í sambandi við viðtökur bókmenntanna á síðari tímum. Kallaðir verða til fræðimenn á þessu sviði og munu þeir velta fyrir sér þekkingararfinum sem bókmenntirnar miðla og þeirri heimsýn sem þar birtist, listfenginu og þeim sköpunarkrafti sem braust fram við ritun þeirra - og sem handritin í Árnasafni eru nú þögull vitnisburður um.
Umsjón Ævar Kjartansson og Gísli Sigurðsson.
Gestur þáttarins er Aðalheiður Guðmundsdóttir þjóðfræðingur.
Umsjón: Ævar Kjartansson og Gísli Sigurðsson.
Áður á dagskrá 13. október 2013.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri fékk heiðursverðlaun íslensku kvikmyndaakademíunnar á Eddu verðlaununum. Ágúst er fæddur 1947, gekk í Menntaskólann í Reykjavík, lærði leiklist en fór svo í nám til Bretlands, í The national Film School, þaðan sem hann útskrifaðist 1977. Fjórum árum síðar frumsýndi hann sýna fyrstu kvikmynd í fullri leng, Land og syni. Ágúst tók þátt í því sem hefur verið kallað íslenska kvikmyndavorið upp úr 1980 og hefur allar götur síðan verið í hópi okkar helstu og farsælustu kvikmyndaleikstjóra. Meðal verka hans má nefna Útlagann, Með allt á hreinu, Mávahlátur, Í takt við tímann og Ófeigur gengur aftur. Ágúst Guðmundsson er gestur Víðsjár í svipmynd dagsins.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Þær fréttir bárust í dag að tónlistarhátíðinni Eistnaflug verður aflýst í ár, sorgarfréttir fyrir þungarokkssamfélagið á Íslandi. Í tilkynningu sem birtist á facebook síðu hátíðarinnar í dag segir ?Þó að faraldrinum sé lokið, þá hefur COVID ennþá áhrif á framtíð okkar. Við reyndum allt sem við gátum en það dugði ekki til því miður. Ástæðurnar er nokkrar og flestar bein eða óbein afleiðing af COVID.?
Við ræðum Svan Má Snorrason, sem að hefur velt fyrir sér sjónvarpsþættinum Kiljan og áhrifum hans á íslenskt bókmenntalíf. Svanur skrifaði um þessi áhrif í lokaritgerð sinni í bókmenntafræði sem hann kynnti á hugvísindaþingi fyrr í mánuðinum.
Við heyrum um samstarf tónlistarfólks sem varð til á mjög nútímalegan hátt. Jóhannes Ólafsson ræðir við Ellu McRobb og Ólaf Arnalds um samstarf sem varð til á Tiktok og skilaði sér í nýju lagi sem við heimsfrumflytjum í dag.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Stýrivaxtahækkun Seðlabankans var harðlega gagnrýnd á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við. Umboðsmaður skuldara telur blikur á lofti og ástæða sé til að hafa áhyggjur af þeim sem skulda mikið.
Boris Johnson segir að það hefði verið ómögulegt að virða samkomutakmarkanir í Downingstræti 10 vegna þrengsla. Hann kveðst hafa sagt þinginu satt og rétt frá - eftir því sem hann vissi á sínum tíma.
Oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði segir fullt tilefni til að krefjast íbúakosningar vegna hugmynda um förgun koldíoxíðs í Hafnarfirði.
Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir aðgengi fatlaðs fólks að stafrænum lausnum vera ábótavant. Ráðherrar á Norðurlöndunum undirrituðu í dag yfirlýsingu um að bæta þar úr.
Þjóðaröryggi snýst um fleira en varnir og varnarmál, þó að þau séu vissulega áleitin þegar barist er í Evrópu. Þjóðaröryggi snýst líka um samfélag, efnahag, umhverfi og stjórnmál segir prófessor í alþjóðasamskiptum .
-----
Þjóðaröryggi felur í sér miklu meira en varnir lands þó að umræða um þær sé orðin áleitnari nú en hún hefur verið um langa hríð segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Hún var þátttakandi á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í dag þar sem varpað var fram þeirri spurningu hvernig nýta megi alþjóðasamstarf til að tryggja öryggi þjóðar á breyttum tímum. Forsætis- og utanríkisráðherra ávörpuðu gesti í upphafi og nýleg heimsókn þeirra beggja til Úkraínu var þeim hugleikin. Utanríkisráðherra ræddi þar um hvað og hvernig Ísland gæti beitt sér þrátt fyrir og í krafti smæðar sinnar. Mikilvægt væri fyrir herlausa þjóð að verða verðugur þátttakandi á alþjóðavettvangi. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í alþjóðasamskiptum.
Í gær var tilkynnt að loka eigi Ungmennabúðum Ungmennafélags Íslands á Laugarvatni. Ástæðan er sú að mygla greindist í húsnæðinu sem búðirnar hafa til umráða, gamli Íþróttakennaraskólinn á Laugarvatni. Dvöl í búðunum er oft mikið ævintýri fyrir börn í 9. bekk. Vikudvöl úti í sveit utan skarkala hversdagsins. Markmið með dvölinni er að styrkja félagsfærni ungmenna, efla vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og samfélagi ásamt mikilvægi þess að hafa heilbrigðan lífsstíl að leiðarljósi.
Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að framtíð hússins verði ákveðin á fundi sveitarstjórnar á mánudag. Framkvæmdir yrðu of dýrar og það sé í raun ekki hlutverk sveitarfélaga að eiga og reka húsnæði sem nýtist starfsemi þess ekki. Hún segir líklegt að húsið verði auglýst til sölu á næstunni, en
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá fólki, fyrirbærum og hugmyndum á upplýsandi hátt.
Fjallað um drauma.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum Fílharmóníusveitar Franska útvarpsins sem fram fóru í Útvarpshúsinu í París 16. september s.l.
Á efnisskrá eru verk eftir Gabriel Fauré, Mason Bates, Marcelle Soulage og Richard Strauss.
Einleikari: Daniil Trifonov píanóleikari.
Stjórnandi: Mikko Franck.
Umsjón: Guðni Tómasson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna, IPCC, um loftslagsbreytingar kom út í fyrradag. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur líkt henni við leiðarvísi að því hvernig hægt er að aftengja þá tifandi tímasprengju sem hann kallar loftslagsvána. En til þess þurfi mikið átak og samstilltar aðgerðir þjóða heims. Og þetta þarf að gera hratt. Við ætlum ræða þessa skýrslu við Halldór Þorgeirsson formann Loftslagsráðs og Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing.
Við ræðum við tvo íslenska kynjafræðikennara sem fóru til Afríku til að kenna þarlendum kennurum um kynjajafnrétti og skólaumhverfi - hvernig gekk það fyrir sig, hverju á jafnréttiskennsla og jafnréttismeðvitund að skila innan afrískar skóla - og er það sambærilegt við það sem tekist er á við innan íslenska skólakerfisins? Þórður Kristinsson og María Hjálmtýsdóttir segja okkur allt um það.
Við heyrum eina málfarsmínútu og ræðum svo um vísindi við Eddu Olgudóttur. Överur og Everest koma við sögu hjá henni í dag.
Guðsgjafaþula kom út árið 1972. Þar segir af hinum ótrúlega síldarspekúlant Íslandsbersa og fjölskyldu hans og samskiptum kornungs rithöfundar við Bersa sem hefjast einn vordag í Kaupmannahöfn árið 1920.
Höfundur les. Hljóðritað árið 1979.
Lestrar Halldórs Laxness úr safni RÚV eru færðir þjóðinni að gjöf í samstarfi við Guðnýju Halldórsdóttur og Sigríði Halldórsdóttur, dætur skáldsins.
eftir Halldór Laxness.
Höfundur les.
(Hljóðritað 1979)
Veðurstofa Íslands.
Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur, les. Á undan lestrinum hljómar upphaf tilheyrandi sálmalags sem Páll Ísólfsson leikur á orgel Dómkirkjunnar.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Þær fréttir bárust í dag að tónlistarhátíðinni Eistnaflug verður aflýst í ár, sorgarfréttir fyrir þungarokkssamfélagið á Íslandi. Í tilkynningu sem birtist á facebook síðu hátíðarinnar í dag segir ?Þó að faraldrinum sé lokið, þá hefur COVID ennþá áhrif á framtíð okkar. Við reyndum allt sem við gátum en það dugði ekki til því miður. Ástæðurnar er nokkrar og flestar bein eða óbein afleiðing af COVID.?
Við ræðum Svan Má Snorrason, sem að hefur velt fyrir sér sjónvarpsþættinum Kiljan og áhrifum hans á íslenskt bókmenntalíf. Svanur skrifaði um þessi áhrif í lokaritgerð sinni í bókmenntafræði sem hann kynnti á hugvísindaþingi fyrr í mánuðinum.
Við heyrum um samstarf tónlistarfólks sem varð til á mjög nútímalegan hátt. Jóhannes Ólafsson ræðir við Ellu McRobb og Ólaf Arnalds um samstarf sem varð til á Tiktok og skilaði sér í nýju lagi sem við heimsfrumflytjum í dag.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Talsvert hefur fundist af olíublautum fuglum við strönd Suðurlands sem Umhverfisstofnun hefur eðlilega áhyggur af. Stofnunin fékk Hafrannsóknarstofnun til liðs við sig að leita að uppruna olíumengunarinnar og nú er búið að draga ályktun um hvaðan hún berst. Andreas Macrander hafeðlisfræðingur kom til okkar.
Morgunblaðið greindi frá því í gær að starfsleyfi vegna gullleitar í Þormóðsdal sé útrunnið og verði ekki endurnýjað að sinni. Við ræddum við Hörð Þorsteinsson, framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
Ein öflugasta tækni sem Íslendingar hafa þróað í baráttunni gegn útblæstri kolefnis er svokölluð Carbfix tækni þar sem kolefnunum er komið fyrir djúpt í jörðu á Hellisheiði. Nú stendur til að koma upp samskonar aðstöðu í Straumsvík, nærri byggð í Hafnarfirði, en oddvita Vinstri grænna Davíð A. Stefánsson lýst illa á fyrirætlanirnar vegna aukinnar jarðskjálftahættu í kringum vinnusvæðið. Hann vill að málið fari í íbúakosningu í Hafnarfirði og kom til að ræða betur þær hugmyndir sínar hjá okkur í dag.
Hart hefur verið tekist á í stúdentapólitíkinni undanfarið, enda hefjast kosningar til Stúdentaráðs í dag. Við ræddum við fulltrúa frá fylkingunum, Júlíus Viggó Ólafsson, formann málefnanefndar Vöku, og Andra Má Tómasson, sviðsforseta heilbrigðisvísindasviðs hjá Röskvu.
Við höfum verið að kryfja þetta fyrirbæri, opin vinnurými, síðastliðna viku eða svo, og það hafa allir skoðun á því hversu góð eða slæm þau eru. En hvað einkennir vel hannaðan vinnustað? Hentar sama hitastig og lýsing okkur öllum. Hvenær er of langt gengið í heimilislegheitunum og hvenær er vinnurýmið of kuldalegt? Við buðum til okkar Maríu Björk Stefánsdóttur innanhúsarkitekt til að ræða akkúrat þetta.
Úkraínskir hermenn eru nú við þjálfun við sprengjuleit og -eyðingu í Litáen, sem er samstarfsverkefni þarlendra stjórnvalda og Norðurlandanna. Íslenskir sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslunni annast kennslu ásamt norskum, sænskum og litáískum kollegum sínum og við ræddum við Jónas Þorvaldsson, sprengjusérfræðing og yfirmannn séraðgerðarsveitar Landhelgisgæslunnar, í lok þáttar.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andri Yrkill Valsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 22. mars 2023
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Tónlist frá útsendingarlogg 2023-03-22
Emiliana Torrini - Me and Armini (Simone Lombardi Mix).
Á MÓTI SÓL - Mínútur.
COLDPLAY - A Head Full Of Dreams.
BAND OF HORSES - No One's Gonna Love You.
boygenius - Not Strong Enough.
LANGI SELI OG SKUGGARNIR - OK.
FLEETWOOD MAC - Landslide.
CHRSTINE AND THE QUEENS - To Be Honest.
MANIC STREET PREACHERS - A Design for Life.
HOLY HRAFN - Bíddu, bíddu, bíddu.
THE WEEKEND - Die For You (ft. Ariana Grande - Remix).
SKRIÐJÖKLAR - Hesturinn.
DILJÁ - Power.
SYSTUR - Furðuverur.
SAGA MATTHILDUR - Leiðina heim.
ECHO AND THE BUNNYMEN - Seven Seas (80).
Dina Ögon - Mormor.
KARL ORGELTRIO & ELÍN HARPA - Svo skal högg á hendi detta.
GUS GUS - Polyesterday.
Una Torfadóttir - Það sýnir sig (Studio RUV).
EARTH WIND AND FIRE - Let's Groove (80).
Bríet - Dýrð í dauðaþögn.
CHINA CRISIS - Black Man Ray.
EDDIE VEDDER - Society.
The National - Tropic Morning News.
ALICIA KEYS & JAY-Z - Empire State Of Mind.
STJÓRNIN - Utan úr geimnum.
MUCKY MUCK - Milk.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Síðasti móhítóinn.
Funky Green Dogs - Fired up.
JÓI P X PALLY - Face.
JIMI HENDRIX EXPERIENCE - Foxey Lady.
Bubbi Morthens - Þingmannagæla.
INSPECTOR SPACETIME & UNNSTEINN - Kysstu mig (feat. Unnsteinn).
Lottó - I'd die to be his wife.
Miley Cyrus - River.
Malen - Paris.
ELO - All over the world.
LÚPÍNA - Lúpínu bossa nova.
BILLIE EILISH - TV.
HALLDÓR ELDJÁRN & GDRN - Gleymmérei.
VÖK - Spend the love.
STUÐMENN - Tívolí.
JESSIE WARE - Pearls.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í tólfta sinn í röð í morgun, úr 6,5 prósentum í 7,5. Eftir því sem verðbólgan varir lengur, verður erfiðara að ná henni niður, að mati Seðlabankastjóra. Forseti ASÍ segir stýrivaxtahækkunina mikil vonbrigði, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir erfitt að sjá að Seðlabankinn hafi átt annarra kosta völ.
Seyðfirðingar eru innlyksa annan daginn í röð vegna ófærðar á Fjarðarheiði. Yfir 500 farþegar Norrænu sitja fastir í bænum og missa af öllum skoðunarferðum. Bræðslan gæti orðið olíulaus nema takist að koma olíu yfir heiðina fyrir kvöldið.
Búist er við ákvörðun í dag um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti verður ákærður fyrir leynilegar greiðslur til klámmyndastjörnu.
Lögregla fer fram á fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í síðustu viku. Lögregla telur manninn hættulegan og fer fram á varðhaldið á grundvelli almannahagsmuna.
Bronsstytta eftir Einar Jónsson seldist á ríflega ellefu milljónir í gær. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir verk á uppboði hér á landi.
Valur mátti þola sjö marka tap í fyrri leik sínum gegn þýska liðinu Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta. Seinni leikur liðanna fer fram ytra í næstu viku.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Umsjón: Siggi Gunnars & Lovísa Rut
Snorri Helgason - Hæ Stína.
ELLE KING - Ex's And Oh's.
JOHNNY CASH - I Walk The Line.
STEVIE WONDER - Pastime paradise.
KRISTÍN SESSELJA - I'm still me.
AMY WINEHOUSE - Back To Black.
Nathaniel Rateliff and The Night Sweats - S.O.B..
Paul, Billy - Let the dollar circulate.
Hrekkjusvín - Krómkallar.
HANNES FT. WATERBABY - Stockholmsvy.
Loreen - Tattoo.
BLUR - Country House.
GORILLAZ - Silent Running (ft. Adeleye Omotayo).
Malen - Paris.
DEPECHE MODE - Ghosts Again.
Júlí Heiðar, Kristmundur Axel - Ég er.
SIGRÚN STELLA - Circles.
BLIND MELON - No rain.
CHRISTINE AND THE QUEENS - Tilted.
DILJÁ - Power.
Daði Freyr Pétursson - Thank You.
One Republic - I Ain't Worried.
Chemical Brothers, The - No reason.
NANNA - Crybaby.
LANA DEL RAY - Summertime Sadness.
LANA DEL RAY - West Coast.
Del Rey, Lana - The Greatest (bonus track mp3).
Lana Del Rey - Video Games.
Á MÓTI SÓL - Mínútur.
Blondie - Atomic.
Helgi Björnsson - Besta útgáfan af mér.
SAM RYDER - SPACE MAN (Eurovision 2022 Bretland).
RÚNAR JÚLÍUSSON - Gott Er Að Gefa.
Omar Apollo - 3 Boys.
MARK RONSON & LYKKE LI - Late Night Feelings.
Bríet - Hann er ekki þú.
SAM SMITH - I'm Not Here To Make Friends.
OASIS - Don't Look Back In Anger.
THE HEAVY - Hurricane Coming.
Malen Áskelsdóttir - Back home.
FIRST AID KIT - Emmylou.
Dina Ögon - Mormor.
Karl Orgeltríó - Bréfbátar.
THE WEEKEND - Die For You (ft. Ariana Grande - Remix).
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við verðum mikið í samband við útlönd í þættinum en nýkrýndur Íslandsmeistari í múriðn, Arnar Freyr Guðmundsson, talar við okkur á eftir frá Liverpool þar sem hann er staddur. Arnar Freyr nældi sér í Íslandsmeistaratitilinn í múriðn á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fram fór um síðustu helgi. Keppnin var æsispennandi og við heyrum meira af því hér á eftir.
Nú í dag hefur staðið yfir málþingið Satt og logið um öryrkja sem ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir. Þar hafa fyrirlesarar farið yfir kjör fatlaðs fólks á Íslandi og var ætlunin að leiðrétta rangfærslur og draga fram hið rétta. Einnig voru kynntar niðurstöður nýrrar gallup könnunar á viðhorfum almennings til kjara öryrkja. Atli Þór Þorvaldsson formaður kjarahóps ÖBÍ réttindasamtaka verður hjá okkur strax að loknum fimm fréttum og upplýsir okkur um það helsta sem fram kom á málþinginu í dag.
Við setjum okkur í samband við Guðrúnu Þóreyju Gunnarsdóttur í Danmörku á eftir, en Guðrún Þórey er eigandi kaffihúsins Gudrun?s Goodies sem staðsett er í gamla bænum í Kaupmannahöfn. Guðrún opnaði kaffihúsið árið 2020 og vegna covid þá var rekstur kaffihússins virkilega erfiður fyrsta árið. En nú ætlum að taka stöðuna á Guðrúnu og spyrja hana út í reksturinn og lífið í Köben í dag.
Körfuboltamót framhaldskolanna BÍSHEF hefst á föstudaginn og stendur alla helgina. Þetta er í fyrsta sinn í 22 ár sem framhaldsskólamótið verður leikið en öflugir aðilar innan Bandalags Íslenskra Heilsueflandi Framhaldsskóla höfðu frumkvæði að því að koma mótinu á. Fjöldi skóla er skráður til leiks og er vonast til að mótið verði aftur að árvissum viðburði. Guðmundur Ísak Bóasson og Ragnar Björn Bragason koma til okkar á eftir og segja okkur betur frá mótinu.
Og eins og svo oft á miðvikudögum þá ætlum við að tala við áhorfandann okkar hann Ragnar Eyþórsson um kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Hvað er það helsta sem er boðið upp á í bíóhúsum, í sjónvarpi og á streymisveitum þessa dagana.
En við ætlum að byrja í Brussel en þar er Björn Malmquist fréttamaður.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Stýrivaxtahækkun Seðlabankans var harðlega gagnrýnd á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við. Umboðsmaður skuldara telur blikur á lofti og ástæða sé til að hafa áhyggjur af þeim sem skulda mikið.
Boris Johnson segir að það hefði verið ómögulegt að virða samkomutakmarkanir í Downingstræti 10 vegna þrengsla. Hann kveðst hafa sagt þinginu satt og rétt frá - eftir því sem hann vissi á sínum tíma.
Oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði segir fullt tilefni til að krefjast íbúakosningar vegna hugmynda um förgun koldíoxíðs í Hafnarfirði.
Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir aðgengi fatlaðs fólks að stafrænum lausnum vera ábótavant. Ráðherrar á Norðurlöndunum undirrituðu í dag yfirlýsingu um að bæta þar úr.
Þjóðaröryggi snýst um fleira en varnir og varnarmál, þó að þau séu vissulega áleitin þegar barist er í Evrópu. Þjóðaröryggi snýst líka um samfélag, efnahag, umhverfi og stjórnmál segir prófessor í alþjóðasamskiptum .
-----
Þjóðaröryggi felur í sér miklu meira en varnir lands þó að umræða um þær sé orðin áleitnari nú en hún hefur verið um langa hríð segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Hún var þátttakandi á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í dag þar sem varpað var fram þeirri spurningu hvernig nýta megi alþjóðasamstarf til að tryggja öryggi þjóðar á breyttum tímum. Forsætis- og utanríkisráðherra ávörpuðu gesti í upphafi og nýleg heimsókn þeirra beggja til Úkraínu var þeim hugleikin. Utanríkisráðherra ræddi þar um hvað og hvernig Ísland gæti beitt sér þrátt fyrir og í krafti smæðar sinnar. Mikilvægt væri fyrir herlausa þjóð að verða verðugur þátttakandi á alþjóðavettvangi. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í alþjóðasamskiptum.
Í gær var tilkynnt að loka eigi Ungmennabúðum Ungmennafélags Íslands á Laugarvatni. Ástæðan er sú að mygla greindist í húsnæðinu sem búðirnar hafa til umráða, gamli Íþróttakennaraskólinn á Laugarvatni. Dvöl í búðunum er oft mikið ævintýri fyrir börn í 9. bekk. Vikudvöl úti í sveit utan skarkala hversdagsins. Markmið með dvölinni er að styrkja félagsfærni ungmenna, efla vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og samfélagi ásamt mikilvægi þess að hafa heilbrigðan lífsstíl að leiðarljósi.
Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að framtíð hússins verði ákveðin á fundi sveitarstjórnar á mánudag. Framkvæmdir yrðu of dýrar og það sé í raun ekki hlutverk sveitarfélaga að eiga og reka húsnæði sem nýtist starfsemi þess ekki. Hún segir líklegt að húsið verði auglýst til sölu á næstunni, en
Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Miðvikudagskvöld og vikan rúmlega hálfnuð og við fögnum því á Kvöldvaktinni með nýrri tónlist frá Holy Hrafn, Tame Impala, Coi Leroy, Mucky Muck, Dina Ögon, Manchester Orchestra, Snæfríði, Alison Goldfrapp, Avalon Emerson, Chemical Brothers, Fever Ray, Fontaines D.C. og smá metal slettu í restina.
Lagalistinn
HOLY HRAFN - Bíddu, bíddu, bíddu.
ICE CUBE - It Was a Good Day.
COI LERAY - Players.
Grandmaster Flash and Furious 5 - It's nasty (Genius of love).
Chromeo - Words With You.
NANCY SINATRA - Bang Bang (My Baby Shot Me Down).
eee gee - More than a Woman.
Dina Ögon - Mormor.
Moses Hightower - Tíu dropar.
MANCHSTER ORCHESTRA - The Way.
Ten Years After - I'd love to change the world.
TAME IMPALA - Wings Of Time.
slowthai - Sooner.
FONTAINES D.C. - Cello Song.
MUCKY MUCK - Milk.
NIRVANA - About A Girl.
KUL - Operator.
DIRB & ANYA SHADDOCK - Með von um nýjan dag.
MASSIVE ATTACK - Teardrop.
SNÆFRÍÐUR & BANGRBOY & TAKK JESÚ - Lilies.
URBS - Im Geheimland.
Avalanches, The, Bridges, Leon - Interstellar Love
Christine and The Queens - To Be Honest.
Emerson, Avalon - Hot Evening.
Fever Ray - Shiver.
Channel Tres - All My Friends (Explicit).
RÓISÍN MURPHY - Coocool.
JESSIE WARE - Pearls.
Goldfrapp, Alison - So hard So hot.
DAFT PUNK - Harder, Better, Faster, Stronger.
Chemical Brothers, The - No reason.
Slipknot - Bone Church
PANTERA - Cowboys from Hell.
Avenged Sevenfold - Nobody.
Metallica - If Darkness Had a Son
SEPULTURA - Roots Bloody Roots.
Five Finger Death Punch - Welcome to the Circus.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Vinsælustu lögin á Íslandi vikuna 11. - 18. mars 2023.