13:00
Samfélagið
Loftlagsbreytingar, kynjafræði í Afríku, málfar og örverur á Everest
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna, IPCC, um loftslagsbreytingar kom út í fyrradag. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur líkt henni við leiðarvísi að því hvernig hægt er að aftengja þá tifandi tímasprengju sem hann kallar loftslagsvána. En til þess þurfi mikið átak og samstilltar aðgerðir þjóða heims. Og þetta þarf að gera hratt. Við ætlum ræða þessa skýrslu við Halldór Þorgeirsson formann Loftslagsráðs og Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing.

Við ræðum við tvo íslenska kynjafræðikennara sem fóru til Afríku til að kenna þarlendum kennurum um kynjajafnrétti og skólaumhverfi - hvernig gekk það fyrir sig, hverju á jafnréttiskennsla og jafnréttismeðvitund að skila innan afrískar skóla - og er það sambærilegt við það sem tekist er á við innan íslenska skólakerfisins? Þórður Kristinsson og María Hjálmtýsdóttir segja okkur allt um það.

Við heyrum eina málfarsmínútu og ræðum svo um vísindi við Eddu Olgudóttur. Överur og Everest koma við sögu hjá henni í dag.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,