06:50
Morgunútvarpið
22. mars - Straumsvík, stúdentaráð og sprengjur
Morgunútvarpið

Talsvert hefur fundist af olíublautum fuglum við strönd Suðurlands sem Umhverfisstofnun hefur eðlilega áhyggur af. Stofnunin fékk Hafrannsóknarstofnun til liðs við sig að leita að uppruna olíumengunarinnar og nú er búið að draga ályktun um hvaðan hún berst. Andreas Macrander hafeðlisfræðingur kom til okkar.

Morgunblaðið greindi frá því í gær að starfsleyfi vegna gullleitar í Þormóðsdal sé útrunnið og verði ekki endurnýjað að sinni. Við ræddum við Hörð Þorsteinsson, framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.

Ein öflugasta tækni sem Íslendingar hafa þróað í baráttunni gegn útblæstri kolefnis er svokölluð Carbfix tækni þar sem kolefnunum er komið fyrir djúpt í jörðu á Hellisheiði. Nú stendur til að koma upp samskonar aðstöðu í Straumsvík, nærri byggð í Hafnarfirði, en oddvita Vinstri grænna Davíð A. Stefánsson lýst illa á fyrirætlanirnar vegna aukinnar jarðskjálftahættu í kringum vinnusvæðið. Hann vill að málið fari í íbúakosningu í Hafnarfirði og kom til að ræða betur þær hugmyndir sínar hjá okkur í dag.

Hart hefur verið tekist á í stúdentapólitíkinni undanfarið, enda hefjast kosningar til Stúdentaráðs í dag. Við ræddum við fulltrúa frá fylkingunum, Júlíus Viggó Ólafsson, formann málefnanefndar Vöku, og Andra Má Tómasson, sviðsforseta heilbrigðisvísindasviðs hjá Röskvu.

Við höfum verið að kryfja þetta fyrirbæri, opin vinnurými, síðastliðna viku eða svo, og það hafa allir skoðun á því hversu góð eða slæm þau eru. En hvað einkennir vel hannaðan vinnustað? Hentar sama hitastig og lýsing okkur öllum. Hvenær er of langt gengið í heimilislegheitunum og hvenær er vinnurýmið of kuldalegt? Við buðum til okkar Maríu Björk Stefánsdóttur innanhúsarkitekt til að ræða akkúrat þetta.

Úkraínskir hermenn eru nú við þjálfun við sprengjuleit og -eyðingu í Litáen, sem er samstarfsverkefni þarlendra stjórnvalda og Norðurlandanna. Íslenskir sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslunni annast kennslu ásamt norskum, sænskum og litáískum kollegum sínum og við ræddum við Jónas Þorvaldsson, sprengjusérfræðing og yfirmannn séraðgerðarsveitar Landhelgisgæslunnar, í lok þáttar.

Var aðgengilegt til 21. mars 2024.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,