11:03
Mannlegi þátturinn
Ástvaldur Zenki Traustason föstudagsgestur og hyggematarspjall
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Ástvaldur Zenki Traustason tónlistarmaður, prestur og kennari hjá Zen á Íslandi var föstudagsgesturinn okkar í dag. Hann hefur iðkað Zen hugleiðslu undir handleiðslu bandarísks Zen meistara síðan árið 1998 og hlotið þjálfun meðal annars í Japan. Ástvaldur nam tónlist í FÍH og í bandaríska tónlistarskólanum Berklee College of Music og rak um tíma tónlistarskólann Tónheima. Hann starfar einnig sem organisti og kórstjóri í Bessastaðakirkju. Við fórum með honum aftur í tímann í Dalina, þar sem hann var hjá ömmu sinni og afa á sumrin, hann sagði okkur frá áhugaverðri reynslu sem hann varð fyrir ungur að aldri, sem kallaðist svo á við það þegar hann hóf að stunda Zen hugleiðslu. Við ræddum tónlistarferil hans og samband hans við Ragnar Bjarnason og hann talaði meðal annars um núvitund og frið föstudagspjallinu í dag.

Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti sem var auðvitað á sínum stað í dag. Í svona veðri, gulri og appelsínugulri viðvörun, ákváðum við að tala um „huggu mat“ eða „hyggemad“ og að hafa það kósi. Að mati Sigurlaugar er best að djúpsteikja matinn á svona dögum og hún sagði meðal annars frá djúpsteiktum rækjum og þrísteiktum kartöflum.

Tónlist í þættinum

Sólóður / Milljónamæringarnir og Bjarni Arason (Ástvaldur Traustason, texti Stefán Hilmarsson)

Just One of Those Things / Ragnar Bjarnason Hljómsveit Ástvaldar Traustasonar (Cole Porter)

Víst ertu Jesús kóngur klár / Ástvaldur Traustason (höf. ókunnur)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,