16:05
Síðdegisútvarpið
Rúrik,Hannes,Kristjáns Jóhanns,Vigdís Hafliða og opið bréf til Kennarasambandsins
Síðdegisútvarpið

Nú eru landsmenn hægt og rólega farnir að huga að jólaskreytingum. Margar seríurnar eru blessunarlag komnar upp á þokknokkur húsin í svartasta skammdeginu. En hvað með Kristján Jóhannsson? Er hann byrjaður að skreyta? Hann kom til okkar og við spurðum hann meðal annars út í skreytingar á hans heimili og auðvitað allt annað.

Leikstjórinn, landsliðsmarkmaðurinn og nú viðfangsefni bókarinnar Hannes - Handritið mitt, Hannes Halldórsson kom og sagði okkur lauslega frá hvað stendur á þessum 400 bls í þessari nýútkomnu bók sem skrifuð er af Magnús Örn Helgason.

Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar á eftir. Og hringdum í fjörðinn og tékkuðum á stemningunni og heyrðum í Sunnu Magnúsdóttur verkefnastjóra Jólaþorpsins og menningarmála í Hafnarfirði.

Á morgun á RÚV verður sýndur þátturinn Málæði í tilefni af degi íslenskrar tungu. Fyrr í vetur bauð barnamenningarverkefnið List fyrir alla, unglingum í grunnskólum landsins að semja lög og texta í samstarfi við íslenskt listafólk. Afraksturinn verður opinberaður í þættinum en þær Vigdís Hafliðadóttir söngkona Flott og Harpa Rut Hilmarsdóttir verkefnastjóri Málæðis komu og sögðu okkur betur frá þessu.

Rúrik Gíslason mætti í lauflétt föstudagsspjall og leyfði okkur í leðinni að heyra flúnkunýtt lag Iceguys sem hann syngur sjálfur, lagið heitir auðvitað Sexy Rú.

Í dag skrifaði Valgerður Bára Bárðardóttir opið bréf á vísi til for­ystu Kennara­sam­bands Ís­lands (KÍ). Hún sem móðir barns með fötlun, barn sem hefur verið heima hjá henni í ótímabundnu verkfalli leikskólans í 13 daga. Verkfallinu sé vissulega ætlað að knýja fram breytingar á kjörum starfsfólks leikskóla, og hafi hún fullan skilning á þeim kröfum. En að sama skapi vilji hún vekja athygli á þeim hrikalegu afleiðingum sem þessar aðgerðir hafa á viðkvæmasta hóp samfélagsins – börn með sértækar þarfir – og fjölskyldur þeirra og Valgerður Bára kom til okkar.

Er aðgengilegt til 15. nóvember 2025.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,