18:10
Spegillinn
Uppgjör við blogg, verkföll og lýðræðið í Þýskalandi
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Gömul bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar, sem birtust undir dulnefni á bloggsíðu fyrir rúmlega tuttugu árum hafa vakið upp umræðu um hvort nauðsynlegt sé að gera upp það tímabil þegar nafnlaus skrif viðgengust í athugasemdakerfum fjölmiðla og bloggheimum. Skrif sem oft beindust að nafntoguðum konum og þeir sem þannig skrifuðu þurftu fæstir að bera á þeim ábyrgð. Þar til kannski nú.

Full þörf er á að samræma vinnulöggjöf á almennum og opinberum markaði segir prófessor við Háskóla Íslands, ákvæði um verkföll séu til dæmis ekki þau sömu. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Gylfa Dalmann Aðalsteinsson.

Þótt níu af hverjum tíu Þjóðverjum séu sannfærðir um að lýðræði sé æskilegasta stjórnarfarið eru aðeins um fjórir af tíu ánægðir með hvernig það virkar í Þýskalandi um þessar mundir. Og nær tveir af hverjum tíu eru að einhverju leyti sammála þeirri fullyrðingu, að einræði geti verið betri valkostur „í ákveðnum aðstæðum.“

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,