22:05
PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar
Party Zone 15. nóvember
PartyZone:  Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.

Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.

Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.

Við byrjum PartyZone þátt kvöldsins á nokkrum vel völdum glænýjum lögum úr heimi danstónlistarinnar. Það er allskonar tónlist að koma út þessa dagana sem við spilum handa hlustendum. Þrenna kvöldsins er frá GusGus en þeir eiga auðvitað næturlífið þessa helgina með tónleikum sínum og eftirpartýum um helgina. Múmía kvöldsins er gömul klassík frá árinu 1992. Í seinni hluta þáttarins hleypum við plötusnúð kvöldsins,DJ Hauki FKNHNDSM, í DJ búr þáttarins. Hann tekur geggjað sett sem hann kýs einfaldlega að kalla "Haust 2024".

Stillið á Dansþátt Þjóðarinnar... um landið og miðin.

Er aðgengilegt til 15. nóvember 2025.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,