16:05
Tengivagninn
Gervigul, álfakirkja, Karlovy Vary og Portú Galinn
Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.

Í dag fjöllum við um nýja þýðingu Ingunnar Snædal á skáldsögu sem kom út í Bandaríkjunum í fyrra eftir Rebeccu F. Kuang, Yellowface eða Gervigul.

Áróra vinnur á tjaldsvæðinu Hólaskjól í Skaftártungu. Við spjöllum við hana um álfa sem búa á svæðinu og samskipti hennar við þá.

Í seinni hluta Tengivagnsins kemur Vilhelm Neto í heimsókn og segir frá nýrri grínplötu sem hann sendi frá sér, Portú Galinn. Við hlustum á grínlög og sketsa af plötunni og heyrum þrjú af uppáhalds grínlögum Villa, eftir aðra listamenn.

Og Ásgeir H. Ingólfsson flytur fréttir af kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary í Tékklandi.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,