12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 9.júlí 2024
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Spáð er stórfelldri aukningu krabbameina á Íslandi á næstu árum og áratugum, samkvæmt nýrri rannsókn, mun meiri en á öðrum Norðurlöndum.

Fjármálaráðherra telur að Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar Alþingis hafi ekki verið vanhæfur þegar breytingar voru gerðar á búvörulögum í vor.

Forstjóri SS telur kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Kjarnafæði-Norðlenska jákvæð. Með þeim verði hægt að minnka kostnað.

Vopnahlésviðræður milli Ísraels og Palestínu gætu verið í hættu vegna aukinnar hörku í árásum Ísraelshers.

Sameinuðu þjóðirnar segja sterkar vísbendingar um að rússneski herinn hafi miðað beint á stærsta barnaspítala Úkraínu í gær, en Rússar hafna því. Enn er leitað að fólki í rústum spítalans.

Karlmenn með alvarlegan geð- og fíknivanda lenda of oft utan kerfisins. Á Norðurlandi er unnið að stofnun meðferðarheimilis fyrir þennan hóp - það yrði hið fyrsta sinnar tegundar á landinu.

Fyrri undanúrslitaleikur Evrópumóts karla í fótbolta fer fram í kvöld þegar Spánn og Frakkland mætast í Munchen.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,