Anna er lögfræðingur og sveitastelpa, alin upp á Búrfelli í Grímsnesi. Hún veit af eigin raun að stundum taka örlögin völdin og lífið verður einhvern veginn allt öðruvísi en maður hafði séð fyrir sér. Rétt fyrir jólin árið 2015 var Anna í Smáralind að kaupa legó handa dætrum sínum þegar hún fékk símtal þar sem henni var tjáð að neyðarkall hefði borist frá flugvélinni sem maðurinn hennar, Hjalti Már Baldursson, var í í flugtíma. Skömmu síðar komst hún að því að flugvélin hefði hrapað og Hjalti og flugkennari hans hefðu látist. Anna var þá gengin sjö mánuði á leið með þriðja barn þeirra. ,,Þó ég muni aldrei gleyma Hjalta og muni alltaf minnast hans þá megum við ekki gleyma því að njóta lífsins með fólkinu sem við höfum hjá okkur í dag.”
Frumflutt
9. júlí 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Segðu mér með Sigríði Halldórsdóttur
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir.