Segðu mér með Sigríði Halldórsdóttur

Michele Rebora

Árið 1998 var Michele Rebora, eða Titti eins og hann er yfirleitt kallaður, með vinum sínum í afskekktum fjallakofa í fjalllendi í nágrenni Genúa á Norður-Ítalíu. Þangað fór vinahópurinn oft um helgar. Þessa tilteknu helgi forfallaðist einn félagi þeirra en boðaði komu móður sinnar og vinkonu hennar í staðinn, sem hlaut heldur dræmar undirtektir hjá vinahópnum. En mamman og vinkonan létu sjá sig og vinkonan reyndist vera ung og falleg íslensk stúlka nafni Heiða Björg Tómasdóttir. Hún er í dag eiginkona Tittis, saman eiga þau fjögur börn og hafa búið á Íslandi í 25 ár.

Frumflutt

10. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Segðu mér með Sigríði Halldórsdóttur

Segðu mér með Sigríði Halldórsdóttur

Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir.

Þættir

,