Bein útsending frá veitingu viðurkenninga úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins, auk þess sem tilkynnt verður um styrkþega úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins og STEFs á árinu. Rás 2 veitir Krókinn, verðlaun fyrir framúrskarandi lifandi tónlistarflutning á árinu 2024 og tilkynnt verður um val á orði ársins að mati hlustenda og Stofnunar Árna Magnússonar.
Ávarp flytja Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
Kynnir: Halla Harðardóttir.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Grænland og yfirlýsingar Donalds Trump um Grænland var mál málanna í þættinum. Bogi Ágústsson fór ítarlega yfir atburðarás síðustu daga í Heimsglugganum og fjallaði líka um samband Grænlendinga og Dana og sjálfstæðisumræðu á Grænlandi.
Við fjölluðum um þjóðréttarlega stöðu Grænlands og spyrjum hvort Grænlendingar geti ákveðið með tiltölulega einföldum hætti að halla sér til vesturs eða jafnvel að tilheyra Bandaríkjunum. Viðmælandi var Rachael Lorna Johnstone, prófessor við Háskólann á Akureyri.
Í síðasta hluta þáttarins skiptum við um kúrs og töluðum um lyftingar. Tilefnið er góð frammistaða tveggja lyftingakvenna á alþjóðavettvangi á síðasta ári - þeirra Eyglóar Fanndal og Sóleyjar Margrétar - sem fyrir vikið höfnuðu í öðru og þriðja sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins. Til okkar kom María Rún Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Lyftingasambands Íslands; hún sagði okkur t.d. frá muninum á lyftingum og kraftlyftingum - það eru víst gjörólíkar íþróttir.
Tónlist:
Leonard Cohen - First we take Manahattan.
Leonard Cohen - Ain't no cure for love.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Leikararnir Íris Tanja Flygenring og Fannar Arnarsson komu í þáttinn í dag, en þau leika bæði í sýningunni Ungfrú Ísland, sem unnin er upp úr samnefndri verðlaunaskáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, sem frumsýnd verður í næstu viku í Borgarleikhúsinu. Sagan er um Heklu, unga konu á Íslandi og þann veruleika sem hún bjó við um miðbik síðustu aldar, þar sem það að verða rithöfundur og vera til á eigin forsendum virtist utan seilingar fyrir fyrir unga konu.
Áhrif snjalltækja og samfélagsmiðla á líf okkar eru gríðarleg og ekki síst á ungu kynslóðirnar. Afleiðingar þessa geta verið alvarlegar, ekki síst þegar kemur að börnum og unglingum, ef aðgengið er óheft. Daðey Albertsdóttir, sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna HH og Domus Mentis Geiðheilsustöð, fór yfir stöðuna með okkur í dag. Af hverju foreldrar ungra barna ættu að fresta því að gefa þeim snjallsíma. Góð ráð til þeirra sem vilja gefa börnum sínum snjallsíma um hvernig sé best að standa að því og svo góð ráð til foreldra barna sem eiga nú þegar snjallsíma og eru hugsi yfir notkun barna sinna á tækjunum. Daðey skrifaði greinina ásamt Silju Björk Egilsdóttur og Skúla Braga Geirdal.
Tónlist í þættinum:
Stingum af / Bjartey Sveinsdóttir og Guðný Gígja Skjaldardóttir (Örn Elías Guðmundsson)
Vegbúinn / Elín Ey og hljómsveit úr Óskalög þjóðarinnar (Kristján Kristjánsson - KK)
Þannig týnist tíminn / Páll Rósinkranz (Bjartmar Guðlaugsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Fimm eru látnir í skógareldunum í Kaliforníu sem virðist ógerlegt að hemja. Vel yfir 130 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna - þeirra verstu - í sögu Los Angeles. Hið fræga Hollywood-skilti gæti orðið logunum að bráð.
Yfirlýsingar Trumps verðandi bandaríkjaforseta um að taka yfir Grænland á að taka alvarlega, segir forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.
Bændur á þrjú hundruð sjötíu og fimm búum urðu fyrir tjóni í kuldakastinu í júní sem talið er nema rúmum milljarði tjóna. Afurðatjón sauðfjárbænda er mest en uppskerubrestur og kalskemmdir vega líka þungt.
Fleiri Íslendingar eru hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu en mótfallnir, samkvæmt nýrri könnun. Meirihluti landsmanna vill að tekinn verði upp nýr gjaldmiðill í stað krónunnar.
Hagfræðideild Landsbankans spáir hjaðnandi verðbólgu og að stýrivextir verði lækkaðir í næsta mánuði.
Yfir tvö hundruð þúsund flugvélar fóru um íslenska flugstjórnarsvæðið á síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri.
Rekstur Góða hirðisins hefur margfaldast á stuttum tíma en styrkir til góðgerðamála minnkað. Kostnaður við reksturinn er meiri en nokkru sinni fyrr og daglegar sendingar eru mældar í tonnum.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur undirbúning fyrir HM með æfingaleik gegn Svíþjóð í kvöld.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Kettlingurinn Dimma var fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem skætt afbrigði fuglaflensunnar dró til dauða. Þóra Jónasdóttir, yfirdýralæknir MAST, hefur áhyggjur af því að veiran beiðist út meðal fleiri spendýra. Við heimsækjum Önnu Karen Sigurðadóttur dýralækni á Keldum og spyrjum hvort fuglaflensan geti orðið faraldur.
Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Í dag ætlum við að velta okkur upp úr framtíðinni; eða kannski er réttara að segja að við ætlum að velta okkur upp úr framtíðum. Þær eru víst alls konar, mögulegar og ómögulegar. Við heimsækjum Karl Friðriksson og Sævar Kristinsson hjá Framtíðarsetri Íslands, sem nálgast þetta viðfangsefni með aðferðum framtíðarfræðinnar.
Íslenskir brauðostar, kotasæla og rifinn ostur innihalda flest rotvarnarefni ólíkt sömu vörum í Danmörku. Rotvarnarefnið Nítrit sem er merkt E-252 er einnig að finna í íslenskum matvörum en minna í dönskum matvörum. Þá eru einnig kekkjavarnarefni, bræðslusölt og önnur rotvarnarefni líka til staðar í nokkrum vöruflokkum svo dæmi sé tekið. Þetta kemur fram í grein Bændablaðsins eftir Önnu Maríu Björnsdóttur kvikmyndagerðarkonu sem er framkvæmdastjóri hjá Lífrænu Íslandi, og Unu Emilsdóttur, sérnámslækni í umhverfislæknisfræði í Danmörku. Þær vilja vekja athygli á skaðsemi þessara efna sem sum hver geta valdið alvarlegum sjúkdómum og nítrit þá sérstaklega. Helga Arnardóttir tók þær tali og ræðir líka sterka neytendavitund Dana og áherslur í Danmörku.
Tónlist úr þættinum:
THE VELVET UNDERGROUND - All Tomorrows Party's.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum verður fjallað um tvö tónverk sem byggð eru á sögunni „Risinn eigingjarni" (The Selfish Giant) eftir Oscar Wilde. Sagan kom út í bók árið 1888 og fjallar um risa sem á fallegan blómagarð. Hann vill ekki lofa börnum að leika sér í honum og byggir múrvegg í kringum garðinn. En þegar börnin hætta að koma í garðinn vill vorið ekki koma þangað heldur svo veturinn ríkir stöðugt í garði risans. Dag einn gerist nokkuð sem kemur risanum á óvart og breytir afstöðu hans. Tónverkin tvö, sem byggð eru á sögunni, eru eftir Penelope Thwaites og Eric Coates. Verk Thwaites er frá árinu 1968, en verk Coates frá árinu 1925. Í þættinum verða lesin brot úr sögu Wildes í þýðingu eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir, en lesari er Guðni Tómasson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Í gær var veisla hér í Útvarpshúsinu þegar Menningarviðurkenningar RÚV fyrir árið 2024 voru afhentar að viðstöddum viðurkenningarhöfum og gestum. Veittar voru tvær viðurkenningar úr Rithöfundasjóði og tilkynnt um styrki úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins og STEFs á árinu. Mugison fékk Krókinn, verðlaun fyrir framúrskarandi lifandi flutning, og tilkynnt var um valið á orði ársins 2024, sem er hraunkælingarstjóri, eins og komið hefur fram í fréttum.
Birnir Jón Sigurðsson hlaut hvatningarverðlaun Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins, en þetta árið er það Áslaug Jónsdóttir sem er handhafi viðurkenningar Rithöfundasjóðs RÚV. Ásdís segir sjálf að hún sé bókverkakona, en frá 1990 hefur hún ritað og myndlýst fjölda barnabóka, skrifað ljóð og leikrit, auk þess að taka þátt í myndlistar- og bókverkasýningum. Hennar nýjustu sköpunarverk eru ljóðabókin Til minnis og limrubókin Allt annar handleggur, sem komu út árið 2023 og Skrímslaveisla sem kom út í fyrra, en Ásdís er sennilega þekktust fyrir bækurnar um skrímslin sem eru orðnar 11 talsins. Ásdís verður gestur okkar í þætti dagsins.
Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands fara fram í Eldborg Hörpu í kvöld og næstu tvo daga. Sambærilegir viðburðir fara fram í öllum helstu borgum Evrópu í upphafi árs og tónleikum Vínarfílharmóníunnar er sjónvarpað um heim allan á nýársdag. Vinsældir vínartónleika eru gífurlegar og áheyrendur flykkjast í tónleikasalina til fagna hefðinni og nýju ári í lakkskóm og pallíettukjólum. Margir gætu haldið að rætur slíkra hátíðahalda lægju í menningarblóma 19. aldar. En sagan er talsvert styttri en svo og á sér raunar nokkuð dökkar hliðar.
Við heyrum einnig leikhúsrýni í þætti dagsins. Að þessu sinni rýnir Katla Ársælsdóttir í jólasýningu Þjóðleikhússins, Yermu eftir ástralska leikskáldið Simon Stone.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Í lok síðasta árs kom út kvikmynd byggð á síðustu dögum óperusöngkonunnar Mariu Callas. Kvikmyndin er sú þriðja og síðasta í þríleik síleska leikstjórans Pablos Larrains um athyglisverðar og merkar konur á 20. öldinni. Sú fyrsta fjallaði um Jackie Kennedy, önnur um Díönu Prinsessu og sú þriðja fjallar um Callas. Við kynnum okkur myndina nánar í þætti dagsins. Fáum að auki til okkar sérlegan óperuunnanda; Unu Margréti Jónsdóttur, dagskrárgerðarkonu á tónlistarsviði Rásar 1. Una heillaðist sjálf snemma af óperum eða þegar hún var 12 ára gömul. Allar götur síðan hefur óperan átt hug hennar og hjarta.
Fjórir prestar halda til Spánar til að finna messuvín í betri gæðum en þekkst hefur á Íslandi hingað til. Þeir eru svo uppteknir við vinnu sína og smakkið að þeir missa af kraftaverkunum sem gerast allt í kringum þá. Þannig má lýsa nýjustu mynd Markelsbræðra - en grínmyndir þeirra hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Kolbeinn Rastrick rýnir í myndina.
Nú á dögunum valdi töluvleikjavefsíðan Nörd norðursins bestu tölvuleiki ársins 2024. Astro Bots var besti leikur ársins að mati síðunnar. Við fáum til okkar ritstjóra síðunnar, Bjarka Þór Jónsson, og fáum að heyra um Astro Bots og annað sem stóð upp úr á árinu í tölvuleikjaheiminum.
Fréttir
Fréttir
Tíminn til að ná samningum áður en verkfall skellur á næstu mánaðamót er orðinn naumur segir formaður Félags grunnskólakennara og er svartsýn á að það náist.
Borgarstjóri Los Angeles kennir kröftugum vindum og langvarandi þurrki um mikla eyðileggingu vegna gróðurelda í borginni. Á annað hundrað þúsund hafa þurft að flýja heimili sín.
Héraðssaksóknari hefur ákært þrjá menn fyrir hrottafengna frelsissviptingu þar sem maður var pyntaður í rúmar tvær klukkustundir. Einn árásarmannanna var æskuvinur þess sem ráðist var á.
Sigurður Ingi Jóhannsson vill leiða Framsóknarflokkinn áfram þrátt fyrir slæma útreið í alþingiskosningunum.
Stofnandi franskrar klámsíðu hefur verið ákærður fyrir að bjóða upp á vettvang til lögbrota. Á meðal notenda var Dominique Pelicot, sem var á dögunum dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að byrla fyrir eiginkonu sinni og brjóta á henni.
Mikil uppbygging er framundan á hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn eftir að áætlunarsiglingar flutningafyrirtækisins Cargow Thorship hefjast síðar á árinu.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Þorgils Jónsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Tveir dómkvaddir matsmenn telja að læknisfræðileg rannsókn vegna andláts ungrar konu eftir handtöku lögreglu hafi verið ófullkomin. Lögmaður fjölskyldu hennar segir ríkið verða að bera hallann af því. Andlát hennar megi að líkindum rekja til samspils tveggja þátta; ástands ungu konunnar og aðgerða lögreglu - en ómögulegt sé að segja til um umfang áhrifa hvors orsakaþáttar fyrir sig. Freyr Gígja Gunnarsson segir frá.
Orkuframleiðsla og orkunýting standa á krossgötum. Orkuframleiðendur anna ekki eftirspurn eftir orku og hart er deilt um nýja orkukosti. Í upphafi ráðherratíðar sinnar leggur Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra áherslu á þrjú atriði: Forgang almennings og minni fyrirtækja að raforku án samkeppni við stórnotendur; liðka fyrir aukinni orkuöflun með einfölduðu leyfisveitingakerfi, og að rjúfa kyrrstöðuna í tengslum við rammaáætlun. Gréta Sigríður Einarsdóttir tók saman og ræddi við Jóhann Pál.
Austurríski Frelsisflokkurinn eygir nú í fyrsta sinn möguleikann á að leiða ríkisstjórn í landinu. Flokkurinn er lengst til hægri í stjórnmálum í Austurríki og vann stóran sigur í kosningunum þar í september. Björn Malmquist segir frá.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Eldhúsdótið sem skemmti sér (Bólivía)
Sonur leirkerasmiðsins (Finnland)
Hvernig fiðrildi urðu til (saga frá Chippewa ættbálkinum í N-Ameríku)
Leikraddir:
Agnes Wild
Árni Beinteinn Árnason
Guðni Tómasson
Guðrún Gunnarsdóttir
Hafsteinn Vilhelmsson
Jóhannes Ólafsson
Melkorka Ólafsdóttir
Rúnar Freyr Gíslason
Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir
Handrit, lestur, klipping og hljóðskreyting: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Veðurfregnir kl. 18:50.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Í dag ætlum við að velta okkur upp úr framtíðinni; eða kannski er réttara að segja að við ætlum að velta okkur upp úr framtíðum. Þær eru víst alls konar, mögulegar og ómögulegar. Við heimsækjum Karl Friðriksson og Sævar Kristinsson hjá Framtíðarsetri Íslands, sem nálgast þetta viðfangsefni með aðferðum framtíðarfræðinnar.
Íslenskir brauðostar, kotasæla og rifinn ostur innihalda flest rotvarnarefni ólíkt sömu vörum í Danmörku. Rotvarnarefnið Nítrit sem er merkt E-252 er einnig að finna í íslenskum matvörum en minna í dönskum matvörum. Þá eru einnig kekkjavarnarefni, bræðslusölt og önnur rotvarnarefni líka til staðar í nokkrum vöruflokkum svo dæmi sé tekið. Þetta kemur fram í grein Bændablaðsins eftir Önnu Maríu Björnsdóttur kvikmyndagerðarkonu sem er framkvæmdastjóri hjá Lífrænu Íslandi, og Unu Emilsdóttur, sérnámslækni í umhverfislæknisfræði í Danmörku. Þær vilja vekja athygli á skaðsemi þessara efna sem sum hver geta valdið alvarlegum sjúkdómum og nítrit þá sérstaklega. Helga Arnardóttir tók þær tali og ræðir líka sterka neytendavitund Dana og áherslur í Danmörku.
Tónlist úr þættinum:
THE VELVET UNDERGROUND - All Tomorrows Party's.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Leikararnir Íris Tanja Flygenring og Fannar Arnarsson komu í þáttinn í dag, en þau leika bæði í sýningunni Ungfrú Ísland, sem unnin er upp úr samnefndri verðlaunaskáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, sem frumsýnd verður í næstu viku í Borgarleikhúsinu. Sagan er um Heklu, unga konu á Íslandi og þann veruleika sem hún bjó við um miðbik síðustu aldar, þar sem það að verða rithöfundur og vera til á eigin forsendum virtist utan seilingar fyrir fyrir unga konu.
Áhrif snjalltækja og samfélagsmiðla á líf okkar eru gríðarleg og ekki síst á ungu kynslóðirnar. Afleiðingar þessa geta verið alvarlegar, ekki síst þegar kemur að börnum og unglingum, ef aðgengið er óheft. Daðey Albertsdóttir, sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna HH og Domus Mentis Geiðheilsustöð, fór yfir stöðuna með okkur í dag. Af hverju foreldrar ungra barna ættu að fresta því að gefa þeim snjallsíma. Góð ráð til þeirra sem vilja gefa börnum sínum snjallsíma um hvernig sé best að standa að því og svo góð ráð til foreldra barna sem eiga nú þegar snjallsíma og eru hugsi yfir notkun barna sinna á tækjunum. Daðey skrifaði greinina ásamt Silju Björk Egilsdóttur og Skúla Braga Geirdal.
Tónlist í þættinum:
Stingum af / Bjartey Sveinsdóttir og Guðný Gígja Skjaldardóttir (Örn Elías Guðmundsson)
Vegbúinn / Elín Ey og hljómsveit úr Óskalög þjóðarinnar (Kristján Kristjánsson - KK)
Þannig týnist tíminn / Páll Rósinkranz (Bjartmar Guðlaugsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Í lok síðasta árs kom út kvikmynd byggð á síðustu dögum óperusöngkonunnar Mariu Callas. Kvikmyndin er sú þriðja og síðasta í þríleik síleska leikstjórans Pablos Larrains um athyglisverðar og merkar konur á 20. öldinni. Sú fyrsta fjallaði um Jackie Kennedy, önnur um Díönu Prinsessu og sú þriðja fjallar um Callas. Við kynnum okkur myndina nánar í þætti dagsins. Fáum að auki til okkar sérlegan óperuunnanda; Unu Margréti Jónsdóttur, dagskrárgerðarkonu á tónlistarsviði Rásar 1. Una heillaðist sjálf snemma af óperum eða þegar hún var 12 ára gömul. Allar götur síðan hefur óperan átt hug hennar og hjarta.
Fjórir prestar halda til Spánar til að finna messuvín í betri gæðum en þekkst hefur á Íslandi hingað til. Þeir eru svo uppteknir við vinnu sína og smakkið að þeir missa af kraftaverkunum sem gerast allt í kringum þá. Þannig má lýsa nýjustu mynd Markelsbræðra - en grínmyndir þeirra hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Kolbeinn Rastrick rýnir í myndina.
Nú á dögunum valdi töluvleikjavefsíðan Nörd norðursins bestu tölvuleiki ársins 2024. Astro Bots var besti leikur ársins að mati síðunnar. Við fáum til okkar ritstjóra síðunnar, Bjarka Þór Jónsson, og fáum að heyra um Astro Bots og annað sem stóð upp úr á árinu í tölvuleikjaheiminum.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Hvernig við tölum um mataræði, kúra og átök getur haft mikil áhrif á geðheilsu barnanna okkar. Berglind Lilja Guðlaugsdóttir næringafræðingur hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins kemur til okkar.
Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM kemur til okkar og fer yfir stöðuna í kjarabaráttunni með okkur.
Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital, ræðir við okkur um bjartsýni á íslenskum hlutabréfamarkaði, og spá um 17 prósent hækkun líftæknifyrirtækja á árinu.
Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og nú fisksali, ræðir við okkur um HM í handbolta og vináttulandsleikinn gegn Svíþjóð í dag.
Við ræðum skógareldana í LA við Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Hver er besta tvöfalda plata sögunnar? Hver var Kristín F.? Hvern gifti MC Hammer?
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-01-09
Bríet - Takk fyrir allt.
STEREO MC's - Connected (edit).
Eilish, Billie - Birds of a Feather.
JUNE LODGE - Someone loves you honey (80).
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Battery Brain.
TODMOBILE - Ég Vil Brenna.
JOHN MAYER - Last Train Home.
THE BAMBOOS - Ex-Files.
Sigur Rós - Við spilum endalaust.
Logi Pedro Stefánsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Bríet - Íslenski draumurinn.
THE SMASHING PUMPKINS - 1979.
THE BEATLES - Blackbird.
WET LEG - Wet Dream.
Árný Margrét - Day Old Thoughts.
ROBYN - Dancing On My Own.
DAVID BOWIE - Heroes.
808 STATE - Pacific State.
STARSAILOR - Goodsouls.
SUPERTRAMP - Child Of Vision.
Virgin Orchestra - Banger.
MC HAMMER - U Can't Touch This.
MITSKI - Stay Soft.
ENSÍMI - Tvær verur.
Una Torfadóttir - Ekkert að.
NEW ORDER - True Faith.
Daniil, Frumburður - Bráðna.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON OG MEMFISMAFÍAN - Þitt auga.
ARCADE FIRE - No Cars Go.
Nýdönsk - Hálka lífsins.
Tears for Fears - Say Goodbye To Mum And Dad.
Celeste - This Is Who I Am.
THE CLASH - London Calling.
Rogers, Maggie - In The Living Room.
HLJÓMAR - Æsandi fögur.
Milkywhale - Breathe In.
Hildur - Draumar.
Young, Lola - Messy.
OFFBÍT & STEINGRÍMUR TEAGUE - Allt á hvolf.
FLORENCE AND THE MACHINE - Dog Days Are Over.
HJÁLMAR - Gakktu alla leið.
GOTYE - Somebody That I Used To Know.
JAIN - Makeba.
Wallen, Morgan - Love Somebody.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Fimm eru látnir í skógareldunum í Kaliforníu sem virðist ógerlegt að hemja. Vel yfir 130 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna - þeirra verstu - í sögu Los Angeles. Hið fræga Hollywood-skilti gæti orðið logunum að bráð.
Yfirlýsingar Trumps verðandi bandaríkjaforseta um að taka yfir Grænland á að taka alvarlega, segir forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.
Bændur á þrjú hundruð sjötíu og fimm búum urðu fyrir tjóni í kuldakastinu í júní sem talið er nema rúmum milljarði tjóna. Afurðatjón sauðfjárbænda er mest en uppskerubrestur og kalskemmdir vega líka þungt.
Fleiri Íslendingar eru hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu en mótfallnir, samkvæmt nýrri könnun. Meirihluti landsmanna vill að tekinn verði upp nýr gjaldmiðill í stað krónunnar.
Hagfræðideild Landsbankans spáir hjaðnandi verðbólgu og að stýrivextir verði lækkaðir í næsta mánuði.
Yfir tvö hundruð þúsund flugvélar fóru um íslenska flugstjórnarsvæðið á síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri.
Rekstur Góða hirðisins hefur margfaldast á stuttum tíma en styrkir til góðgerðamála minnkað. Kostnaður við reksturinn er meiri en nokkru sinni fyrr og daglegar sendingar eru mældar í tonnum.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur undirbúning fyrir HM með æfingaleik gegn Svíþjóð í kvöld.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Siggi og Lovísa í fantaformi þennan fimmtudaginn, Arnar Eggert og Andrea Jóns gerðu upp plötuna Afturábak, nýju plötu Hildar sem var plata vikunnar, David Bowie minnst en hann hefði orðið 78 ára á dögunum, alls konar nýtt efni úr erlendu deildinni m.a. frá Fat Dog og Little Simz, upphitun fyrir Konsert í kvöld og margt fleira.
BJARTMAR & BERGRISARNIR - Negril.
Júníus Meyvant & KK - Skýjaglópur.
Strings, Billy - Gild the Lily.
EAGLES - Peaceful Easy Feeling.
DON HENLEY - The Boys Of Summer.
Fontaines D.C. - Favourite.
Árný Margrét - Day Old Thoughts.
NÝDÖNSK - Stundum.
Mars, Bruno, Rosé - APT..
Iðunn Einarsdóttir - Sameinast.
KYLIE MINOGUE - Slow.
EMILÍANA TORRINI - Unemployed In The Summertime.
TEARS FOR FEARS - Sowing the Seeds of Love (80).
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
PRIMAL SCREAM - Movin' on up.
Guðmundur Pétursson - Battery Brain.
Bowie, David - Bring me the disco king.
Bowie, David - Blackstar.
Kravitz, Lenny - Honey.
Einar Lövdahl - Um mann sem móðgast.
HJALTALÍN - Love from 99.
Addison Rae - Diet Pepsi.
Logi Pedro Stefánsson, Bríet, Unnsteinn Manuel Stefánsson - Íslenski draumurinn.
Hjálmar - Kindin Einar.
Júlí Heiðar, GDRN - Milljón tár.
TRAVIS - Side.
Fat Dog - Peace Song.
Stromae - Formidable.
Little Simz - Hello, Hi (Explicit).
Frank Ocean - Thinkin Bout You.
Baggalútur - Allir eru að fara í kántrí.
LANA DEL REY - Take Me Home, Country Roads.
LUKE COMBS - Fast Car.
FLEETWOOD MAC - Hold Me.
HILDUR - Þúsund skissur.
SADE - Paradise.
JONI MITCHELL - Big Yellow Taxi.
THEE SACRED SOULS - Live for You.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Verulegur samdráttur varð í sölu á nýjum bílum á síðasta ári eða rúmlega 40 prósent. Samdrátturinn var hins vegar mun meiri þegar eingöngu er horft til rafbíla. Þannig seldust rúmlega tíu þúsund rafbílar árið 2023 en einungis rétt rúmlega þrjú þúsund í fyrra. Við rýndum betur í þessar tölur með formanni Rafbílasambandsins Tómasi Kristjánssyni
Rithöfundurinn, ljóðskáldið, uppistandarinn, tónlistarmaðurinn, hlaðvarpsstjórnandinn, leikarinn og lögfræðingurinn Bergur Ebbi Benediktsson heimsótti okkur og sagði frá nýju sýningunni Hagsmunum
Við höldum áfram umræðunni um málefni málefni grænu vöruskemmunnar við Álfabakka en eins og kunnungt er var málið tekið fyrir á borgarstjórnarfundi á mánudag. Íbúar Árskóga fjölmenntu á fundinn en auk þess er farin af stað undirskriftasöfnun þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir vegna framkvæmda við Álfabakka 2. Í gær kom til okkar Kristján Hálfdánarson formaður Búsetufélagsins Árskógum 7 en hann er einn þeirra sem stendur að listanum. Í næsta nágrenni við þessa nýju vöruskemmu er íþróttasvæði ÍR og í dag spurðum við Hafdísi Hansdóttur sem er framlvæmdastjóri félagsins hvernig þeim hugnast það að fá slíka starfsemi í svo miklla nálægt og hvort þau hafi verið meðvituð um hvað þarna myndi rísa.
Tónlistarkonan Soffía Björg Óðinsdóttir sendi nýverið frá sér sína útgáfu af laginni Það er draumur að vera með dáta, sem amma hennar og nafna, Soffía Karlsdóttir gerði frægt fyrir um 70 árum síðan. Soffía mætti til okkar með vinkonu sinni Fríðu Dís og þær spiluðu og sungu í beinni útsendingu.
Svo fjölluðum við um eldana í Los Angeles..... Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir fréttamaður kom til okkar.
Orðið hraunkælingarstjóri var valið orð ársins að mati hlustenda Ríkisútvarpsins og lesendum ruv.is. Gísli Einarsson fékk það heiður að tilkynna það hátíðlega í gær. Við ræddum við Gísla og drógum það upp úr honum hvaða önnur orð hefðu hugsanlega átt að vera orð ársins, að hans mati.
Fréttir
Fréttir
Tíminn til að ná samningum áður en verkfall skellur á næstu mánaðamót er orðinn naumur segir formaður Félags grunnskólakennara og er svartsýn á að það náist.
Borgarstjóri Los Angeles kennir kröftugum vindum og langvarandi þurrki um mikla eyðileggingu vegna gróðurelda í borginni. Á annað hundrað þúsund hafa þurft að flýja heimili sín.
Héraðssaksóknari hefur ákært þrjá menn fyrir hrottafengna frelsissviptingu þar sem maður var pyntaður í rúmar tvær klukkustundir. Einn árásarmannanna var æskuvinur þess sem ráðist var á.
Sigurður Ingi Jóhannsson vill leiða Framsóknarflokkinn áfram þrátt fyrir slæma útreið í alþingiskosningunum.
Stofnandi franskrar klámsíðu hefur verið ákærður fyrir að bjóða upp á vettvang til lögbrota. Á meðal notenda var Dominique Pelicot, sem var á dögunum dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að byrla fyrir eiginkonu sinni og brjóta á henni.
Mikil uppbygging er framundan á hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn eftir að áætlunarsiglingar flutningafyrirtækisins Cargow Thorship hefjast síðar á árinu.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Þorgils Jónsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Tveir dómkvaddir matsmenn telja að læknisfræðileg rannsókn vegna andláts ungrar konu eftir handtöku lögreglu hafi verið ófullkomin. Lögmaður fjölskyldu hennar segir ríkið verða að bera hallann af því. Andlát hennar megi að líkindum rekja til samspils tveggja þátta; ástands ungu konunnar og aðgerða lögreglu - en ómögulegt sé að segja til um umfang áhrifa hvors orsakaþáttar fyrir sig. Freyr Gígja Gunnarsson segir frá.
Orkuframleiðsla og orkunýting standa á krossgötum. Orkuframleiðendur anna ekki eftirspurn eftir orku og hart er deilt um nýja orkukosti. Í upphafi ráðherratíðar sinnar leggur Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra áherslu á þrjú atriði: Forgang almennings og minni fyrirtækja að raforku án samkeppni við stórnotendur; liðka fyrir aukinni orkuöflun með einfölduðu leyfisveitingakerfi, og að rjúfa kyrrstöðuna í tengslum við rammaáætlun. Gréta Sigríður Einarsdóttir tók saman og ræddi við Jóhann Pál.
Austurríski Frelsisflokkurinn eygir nú í fyrsta sinn möguleikann á að leiða ríkisstjórn í landinu. Flokkurinn er lengst til hægri í stjórnmálum í Austurríki og vann stóran sigur í kosningunum þar í september. Björn Malmquist segir frá.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Kvöldvaktin var fjölbreytt að vanda. Ég heyrði í Pan Thorarensen sem heldur utan um XJAZZ hátíðina sem haldin er á Iðnó næstu helgi og spilaði Heklu og Studnitzky sem munu koma fram en Studnitzky er stofnandi þessarar hátíðar.
Ný tónlist spiluð en einnig nokkrar skemmtilegar ábreiður þar á meðal Monarchy og Dita Von Teese með sína útgáfu af Blur laginu Girls and Boys.
Spiluð lög:
Dr. Gunni - Öll Slökkvitækin
Michael Kiwanuka - Follow your dreams
Ezra Collective & Yazmin Lacey - God gave me feet for dancing
Cymande & Jazzie B - How we roll
Eliza - Abandon the Rule
Roge - Rio de Janeiro a Janeiro
Rebekka Blöndal - Kveðja
Tom Misch - Colourblind
Saya Gray - Shell ( of a man )
Elín Hall & Una Torfa - Bankastræti
Rosie Lowe - Mood to make love
Jordan Rakei - Freedom
Hekla Magnúsdóttir - The Whole
Studnitzky - Grandola
Sade - Young Lion
Isha - Le chant des cigales
Nubya Garcia - The seer
Greentea Peng - One foot
Mannix Okonkwo - Ka Anyi Gbaa Egwu
Kristberg - From the shore
Gugusar - Merki
Grimes - Nightmusic
Milkywhale - Breathe in
Roisin Murphy - You know me better
Adamski & Seal - Killer
Samaris - Viltu vitrast ( Futuregrapher remix)
The Knife - You make me like charity
Monarchy feat Dita Von Teese - Girls and Boys
Amor Vincit Omnia - 100.000 km/klst
Futuregrapher - Patreksfjörður DX7
ionnalee - Innocence of sound
Marsheaux - Eyes without a face
Teddy Geiger & Yaeji - Pink Ponies
Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.
Það er 9. Janúar í dag sem er dagurinn milli fæðingardags og dánardags David Bowie. Og í tilefni dagsins förum við á tónleika með David Bowie vorið 1978 þegar Bowie var 31 árs, -á hátindi ferils síns myndu sumir segja.
Bowie fæddist 1947 og lést 69 ára að aldri árið 2016.