Menningarviðurkenningar Ríkisútvarpsins
Bein útsending frá veitingu viðurkenninga úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins, auk þess sem tilkynnt verður um styrkþega úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins og STEFs á árinu. Rás 2 veitir Krókinn, verðlaun fyrir framúrskarandi lifandi tónlistarflutning á árinu 2024 og tilkynnt verður um val á orði ársins að mati hlustenda og Stofnunar Árna Magnússonar.
Ávarp flytja Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
Kynnir: Halla Harðardóttir.