11:03
Mannlegi þátturinn
Íris Tanja og Fannar um Ungfrú Ísland og Daðey um snjallsímanotkun
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Leikararnir Íris Tanja Flygenring og Fannar Arnarsson komu í þáttinn í dag, en þau leika bæði í sýningunni Ungfrú Ísland, sem unnin er upp úr samnefndri verðlaunaskáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, sem frumsýnd verður í næstu viku í Borgarleikhúsinu. Sagan er um Heklu, unga konu á Íslandi og þann veruleika sem hún bjó við um miðbik síðustu aldar, þar sem það að verða rithöfundur og vera til á eigin forsendum virtist utan seilingar fyrir fyrir unga konu.

Áhrif snjalltækja og samfélagsmiðla á líf okkar eru gríðarleg og ekki síst á ungu kynslóðirnar. Afleiðingar þessa geta verið alvarlegar, ekki síst þegar kemur að börnum og unglingum, ef aðgengið er óheft. Daðey Albertsdóttir, sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna HH og Domus Mentis Geiðheilsustöð, fór yfir stöðuna með okkur í dag. Af hverju foreldrar ungra barna ættu að fresta því að gefa þeim snjallsíma. Góð ráð til þeirra sem vilja gefa börnum sínum snjallsíma um hvernig sé best að standa að því og svo góð ráð til foreldra barna sem eiga nú þegar snjallsíma og eru hugsi yfir notkun barna sinna á tækjunum. Daðey skrifaði greinina ásamt Silju Björk Egilsdóttur og Skúla Braga Geirdal.

Tónlist í þættinum:

Stingum af / Bjartey Sveinsdóttir og Guðný Gígja Skjaldardóttir (Örn Elías Guðmundsson)

Vegbúinn / Elín Ey og hljómsveit úr Óskalög þjóðarinnar (Kristján Kristjánsson - KK)

Þannig týnist tíminn / Páll Rósinkranz (Bjartmar Guðlaugsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,