14:03
Á tónsviðinu
Risinn eigingjarni
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Í þættinum verður fjallað um tvö tónverk sem byggð eru á sögunni „Risinn eigingjarni" (The Selfish Giant) eftir Oscar Wilde. Sagan kom út í bók árið 1888 og fjallar um risa sem á fallegan blómagarð. Hann vill ekki lofa börnum að leika sér í honum og byggir múrvegg í kringum garðinn. En þegar börnin hætta að koma í garðinn vill vorið ekki koma þangað heldur svo veturinn ríkir stöðugt í garði risans. Dag einn gerist nokkuð sem kemur risanum á óvart og breytir afstöðu hans. Tónverkin tvö, sem byggð eru á sögunni, eru eftir Penelope Thwaites og Eric Coates. Verk Thwaites er frá árinu 1968, en verk Coates frá árinu 1925. Í þættinum verða lesin brot úr sögu Wildes í þýðingu eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir, en lesari er Guðni Tómasson.

Er aðgengilegt til 09. apríl 2025.
Lengd: 49 mín.
e
Endurflutt.
,