23:05
Lestin
Maria Callas, ölvaðir prestar í Guðaveigum, besti tölvuleikur ársins
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Í lok síðasta árs kom út kvikmynd byggð á síðustu dögum óperusöngkonunnar Mariu Callas. Kvikmyndin er sú þriðja og síðasta í þríleik síleska leikstjórans Pablos Larrains um athyglisverðar og merkar konur á 20. öldinni. Sú fyrsta fjallaði um Jackie Kennedy, önnur um Díönu Prinsessu og sú þriðja fjallar um Callas. Við kynnum okkur myndina nánar í þætti dagsins. Fáum að auki til okkar sérlegan óperuunnanda; Unu Margréti Jónsdóttur, dagskrárgerðarkonu á tónlistarsviði Rásar 1. Una heillaðist sjálf snemma af óperum eða þegar hún var 12 ára gömul. Allar götur síðan hefur óperan átt hug hennar og hjarta.

Fjórir prestar halda til Spánar til að finna messuvín í betri gæðum en þekkst hefur á Íslandi hingað til. Þeir eru svo uppteknir við vinnu sína og smakkið að þeir missa af kraftaverkunum sem gerast allt í kringum þá. Þannig má lýsa nýjustu mynd Markelsbræðra - en grínmyndir þeirra hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Kolbeinn Rastrick rýnir í myndina.

Nú á dögunum valdi töluvleikjavefsíðan Nörd norðursins bestu tölvuleiki ársins 2024. Astro Bots var besti leikur ársins að mati síðunnar. Við fáum til okkar ritstjóra síðunnar, Bjarka Þór Jónsson, og fáum að heyra um Astro Bots og annað sem stóð upp úr á árinu í tölvuleikjaheiminum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,