ok

Kastljós

Breytingar á veiðigjöldum

Veiðigjöld gætu nær tvöfaldast ef nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra nær fram að ganga. Um væri að ræða einhverjar mestu breytingar sem gerðar hafa verið á fiskveiðistjórnunarkerfinu – einu helsta þrætuepli íslenskra stjórnmála undanfarna fjóra áratugi.

Ríkisstjórnin kallar þetta leiðréttingu sem tryggi almenningi réttlátari hlut af sameiginlegri auðlind. Útgerðin segir breytingarnar skaðlegar: þær muni draga úr afkomu, fækka störfum og bitna sérstaklega á landsbyggðinni.

Gestir Kastljóss í kvöld eru Hanna Katrín Friðriksson, atvinnumálaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. En áður en við heyrum í þeim, fáum við viðbrögð frá Valmundi Valmundssyni, formanni Sjómannasambandsins, og Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

26. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,