ok

Kastljós

Breytingar á veiðigjöldum

Veiðigjöld gætu nær tvöfaldast ef nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra nær fram að ganga. Um væri að ræða einhverjar mestu breytingar sem gerðar hafa verið á fiskveiðistjórnunarkerfinu – einu helsta þrætuepli íslenskra stjórnmála undanfarna fjóra áratugi.

Ríkisstjórnin kallar þetta leiðréttingu sem tryggi almenningi réttlátari hlut af sameiginlegri auðlind. Útgerðin segir breytingarnar skaðlegar: þær muni draga úr afkomu, fækka störfum og bitna sérstaklega á landsbyggðinni.

Gestir Kastljóss í kvöld eru Hanna Katrín Friðriksson, atvinnumálaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. En áður en við heyrum í þeim, fáum við viðbrögð frá Valmundi Valmundssyni, formanni Sjómannasambandsins, og Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum.

Frumsýnt

26. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,