Kastljós

Hálkuslys, einmanaleiki og Nærbuxurnar í Hamraborg

Hálka á vegum bakar gangandi vegfarendum hættu á þessum tíma árs. Afleiðingar hálkuslysa geta verið langvarandi og þeim er best varist með vörnum á borð við söltun, brodda og söndun. Hjörtur F. Hjartarson forstöðulæknir skurðlækninga á Landspítalanum ræðir annríki hálkutíðar og Guðrún Hálfdánardóttir dagskrárgerðarkona lýsir slæmu hálkuslysi sem hún lenti í fyrr á árinu. Einmanaleiki eykst og rannsóknir sýna afleiðingar hans eru síst léttvægar - einmanaleiki getur haft alvarleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu auk þeirrar félagslegu. Sigríður Halldórsdóttir ræðir við Guðrúnu Agnarsdóttur um einmanaleika og hvernig hægt er kljást við hann. Útvarpsleikritið Nærbuxurnar í Hamraborg eftir Viktoríu Blöndal fjallar um krakka sem leggja upp í háskaför, en með hlutverk þeirra fara Róbert Ómar Þorsteinsson og Kría Valgerður Vignisdóttir.

Frumsýnt

5. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,