ok

Kastljós

Ásthildur Lóa, Frontex, agi í skólum

Ásthildur Lóa Þórsdóttir ætlar að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í kjölfar frétta um að hún hafi eignast barn með unglingspilti fyrir 36 árum. Maðurinn segist hafa verið ólögráða þegar samband þeirra hófst og að Ásthildur Lóa hafi komið í veg fyrir að hann hafi fengið að umgangast barnið. Ásthildur Lóa segir frá sinni hlið málsins í viðtali í Kastljósi.

Hans Lejtens, framkvæmdastjóri Frontex fundaði með dómsmálaráðherra og fulltrúum ríkislögreglustjóra í vikunni um frekara samstarf. Frontex sér um eftirlit með ytri landamærum Schengen-svæðisins, sem Ísland er hluti af. Stefnt er að því að meira en þrefalda landamæravörðum á næstu árum en metfjöldi flóttamanna hefur streymt til Evrópu undanfarin ár. Lejtens ræddi við Kastljós um helstu áskoranir landamæra eftirlits.

Er agaleysi vandamál í íslenskum skólum? Um það verður rætt í umræðuþættinum Torgið á þriðjudag. Við glöggvum okkur á stöðu mála.

Frumsýnt

20. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,