• 00:00:56Eftirlit með framkvæmdasvæðum
  • 00:21:19Líkaminn er skál

Kastljós

Framkvæmdir í þéttbýli, vinnuslysum fjölgar, leikrit upp úr leir

Banaslysum í mannvirkjagerð hefur fjölgað á undanförnum árum og alvarleg slys í byggingageiranum eru hlutfallslega fleiri en í nágrannalöndunum. Þá er ótalin banaslys sem orðið hafa í grennd við framkvæmdasvæði í þéttbýli. minnsta kosti þrjú slík slys hafa orðið á undanförnum árum, þar á meðal hinn átta ára gamli Ibrahim Shah sem varð fyrir steypubíl í grennd við vinnusvæði í Hafnarfirði í fyrra en Kastljós ræddi við móður hans fyrir skemmstu. Við töluðum við Björgvin Rafn Sigurðarson, deildarstjóra afnota og eftirlitsdeildar hjá umhverfis- og skipulagssviðs um hverju þarf huga þegar byggt er í þéttbýli.

Í framhaldinu komu þær Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins, og Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri hjá Samtökum Iðnaðarins, í myndver og ræddu hvað þarf gera til efla öryggismenningu í byggingageiranum.

Þegar Helga Arnalds brúðugerðarkona veiktist um árið kynntist hún nýjum efnivið til vinna með, leir. Það hefur þróast í leiksýningu þar sem hún vinnur með leir. Við kynntum okkur sýninguna.

Frumsýnt

30. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,