Landakort

Þriggja daga ganga í Reykjarfjarðarlaug

Sundlaugin í Reykjarfirði á Ströndum er 80 ára. „Það var pabbi minn og Guðfinnur, sem var tveimur árum eldri en pabbi, og pabbi þeirra sem grófu hérna mestu fyrir sundlauginni og hún er 8x20 metrar og mesta dýptin er 1,70 metrar. En það komu hérna nokkrir menn í kring til hjálpa og þetta voru 150 dagsverk og 23 hestadagsverk sem þetta tók. Hún var vígð 2. júní 1938 og það voru 25 nemendur á námskeiðinu og það komu hérna 72 gestir alls staðar að. Og svo buðu amma og afi í kaffi," segir Erla Jóhannesdóttir, landeigandi í Reykjarfirði.

Frumsýnt

27. jan. 2020

Aðgengilegt til

31. jan. 2025
Landakort

Landakort

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.

Þættir

,