Landakort

Leikið á hrosskjálka og vatnsbrúsa

„Við byrjðum á þessu þegar strákarnir okkar voru litlir. Þá vorum við spurð í leikskólanum hvort við gætum ekki gert eitthvað fyrir krakkana," segir Herdís Anna Jónsdóttir, víóluleikari. Hún og maður hennar, Steef van Oosterhout slagverksleikari, eru Dúó stemma. Þau setja upp nokkurs konar tónleikhús í leikskólum, grunnskólum og í raun hvar sem er og segja sögur með hjálp hljóðfæra, bæði hefðbundinna og vægast sagt óhefðbundinna. Þau spila á skeiðar, hrosskjálka, hárbursta, vatnsbrúsa og hvað eina sem þeim dettur í hug. „Út frá hljóðunum spratt saga. Við notum hljóðin til segja sögur og það virkar. Það er tónlist í öllum hlutum ef vel er gáð," segir Steef.

Frumsýnt

17. des. 2019

Aðgengilegt til

24. jan. 2025
Landakort

Landakort

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.

Þættir

,