í Hálftímanum milli frétta í kvöld ætlum við að vera í hátíðarskapi og hlusta á nokkur lög af samnefndri plötu sem kom út fyrir jólin árið 1980.
Á þessari skemmtilegu jólaplötu sem er í svo miklu uppáhaldi hjá svo mörgum eru lög sem hafa heyrst í útvarpi reglulega fyrir jólin undanfarin 40 ár, en þarna syngja Ellen kristjáns, Raggi Bjarna, Ómar Ragnarsson og Þú og Ég. Gunnar Þórðarson var upptökustjóri plötunnar og útgefandi.
Þú og ég / Aðfangadagskvöld
Ragnar Bjarnason / Oss Barn er fætt
Ellen kristjáns / Minn eini jólasveinn
Þú og Ég / Hatíðarskap
Ragnar Bjarnason / Er líða fer að jólum
Gunni Þórðar / Óður til jólanna
Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
Frumflutt
13. des. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Hálftíminn
Ólafur Páll Gunnarsson leikur tónlist úr ýmsum áttum með sínu nefi.