Hálftíminn

#10 Hálftíminn (Kristján Eldjárn og gullnöglin)

Í Hálftímanum milli frétta í kvöld verður gullnöglin afhent í std. 12 í útvarpshúisinu og hana hlýtur þessu sinni Kristján Eldjárn sem lést langt fyrir aldur fram árið 2002.

Gullnöglin er afhent einu sinni á ári til einstaklings sem þykir hafa lagt mikið af mörkum í gítarleik á Íslandi, hvort sem það er á sviði spilamennsku, kennslu eða annars. Bg Björn Thoroddsen er maðurinn á bakvið gullnöglina.

Kristján Eldjárn (1972-2002) stundaði gítarnám frá unga aldri í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins og lauk burtfararprófi þaðan í klassískum gítarleik vorið 1996. Hann nam jafnframt rafgítarleik við djassdeild Tónlistarskóla FÍH lauk burtfararprófi þaðan vorið 1995. Á árunum 1997-1998 stundaði hann framhaldsnám í klassískum gítarleik við Tónlistarháskólann í Turku í Finnlandi og lauk einleikara- og kennaraprófi þar hjá hinum þekkta gítarmeistara Timo Korhonen.

Afhending Gullnaglarinnar er hluti af árlegri gítarhátíð Björns Thoroddsen en stórtónleikar hátíðarinnar fara fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði föstudagskvöldið 10. nóvember. Bróðir Kristjáns, grínistinn Ari Eldjárn kemur þar fram og sýnir á sér hlið sem fáir þekkja, en Ari er ansi liðtækur gítarleikari og leikni hans mun koma mörgum á óvart.

Þráinn Árni, gítarleikari Skálmaldar kemur einnig fram á tónleikunum og hljómsveitin Gammarnir þar sem Björn spilar með Þóri Baldurssyni, Stefáni Stefánssyni, Bjarna Sveinbjörnssyni og Sigfúsi Óttarssyni.

Hluti af aðgangseyri stórtónleika gítarhátíðarinnar rennur í minningarsjóð Kristjáns Eldjárns en minningarsjóðurinn verðlaunar árlega efnilega tónlistarmenn og afreksfólk í tónlist með drjúgu fjárframlagi.

Útvarpsstjóri; Stefán Eiríksson afhenti gullnöglina móður Kristjáns, Unni Ólafsdóttur, og Ara, bróður Kristjáns.

Björn Thoroddsen og Þráinn Árni úr Skálmöld spiluðu tvö lög í std. 12

Björn Thoroddsen / Here there and everywhere

Björn Thoroddsen og Þráinn Árni Baldvinsson / Sweet Georgia Brown

Björn Thoroddsen og Þráinn Árni Baldvinsson / Hey Joe

Kristján Eldjárn / Stál og hnífur

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson

Frumflutt

8. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hálftíminn

Hálftíminn

Ólafur Páll Gunnarsson leikur tónlist úr ýmsum áttum með sínu nefi.

Þættir

,