ok

Grindavík

Grindavík: Lífið heldur áfram - Þriðji þáttur

Í byrjun febrúar hittust margir Grindvíkingar á þorrablóti sem haldið var í Smáranum í Kópavogi. En þrátt fyrir þessa gleði voru þetta ekki einfaldir tímar fyrir Grindvíkinga. Í þættinum veltum við fyrir okkur áskorunum Grindvíkinga á þessum tímapunkti og heyrum sögur af blótinu.

Viðmælendur: Bentína Frímannsdóttir og Ingimar Waldorff.

Aðrir: Páll Valur Björnsson og leikarar í myndbandi þorrablótsnefndar Grindavíkur.

Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir

Frumflutt

30. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
GrindavíkGrindavík

Grindavík

Föstudagurinn 10. nóvember 2023 var upphafið að nýjum kafla í sögu Grindavíkur. Íbúar bæjarins neyddust til að yfirgefa heimili sín í miklum flýti og við tók gríðarleg óvissa um framtíðina. Í þessum þáttum fylgjumst við með lífi Grindvíkinga þróast í takt við sífelldar breytingar.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Þættir

,