ok

Grindavík

Grindavík: fyrstu dagarnir eftir rýmingu - Fjórði þáttur

Níu dagar voru liðnir frá rýmingu Grindavíkurbæjar og samfélagið í Grindavík tekst á við áfallið. Lögð hefur verið áhersla á að skapa stundir þar sem bæjarbúar geti komið saman. Þar sem hægt væri að hittast aftur, faðmast, hlæja og gráta, fá fréttir og spyrja spurninga.

Elínborg Gísladóttir sóknarprestur í Grindavík er ein þeirra sem hefur komið að skipulagningu slíkra samverustunda og hefur veitt sínu fólki sálgæslu á erfiðum tímum. Í þessum þætti segir hún frá upplifun sinni af þessum níu dögum sem liðnir voru frá rýmingu.

Viðtölin í þessari þáttaröð voru tekin yfir vikutímabil, frá þriðjudeginum 14. nóvember til þriðjudagsins 21. nóvember, og standa sem vitnisburður um þann tíma sem Grindavík var á neyðarstigi. Þegar íbúar fengu afmarkaðan tíma í fylgd björgunarsveita til að bjarga verðmætum af heimilum sínum en voru á sama tíma að reyna ná áttum á nýjum stöðum, samfélagið dreift um allt land.

Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Frumflutt

30. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Grindavík

Grindavík

Föstudagurinn 10. nóvember 2023 var upphafið að nýjum kafla í sögu Grindavíkur. Íbúar bæjarins neyddust til að yfirgefa heimili sín í miklum flýti og við tók gríðarleg óvissa um framtíðina. Í þessum þáttum fylgjumst við með lífi Grindvíkinga þróast í takt við sífelldar breytingar.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Þættir

,