Grindavík

Grindavík: fyrstu dagarnir eftir rýmingu - Annar þáttur

Fimm dagar voru liðnir frá rýmingu og Grindvíkingar reyndu fóta sig í nýjum veruleika. Allir biðu eftir mögulegu eldgosi en lítið gerðist. Íbúar höfðu fengið leyfi til fara inn á hættusvæðið í takmarkaðan tíma í fylgd björgunarsveita til sækja verðmætar eigur af heimilum sínum. Og þá tók við enn ein biðin. Bið í bílaröð í von um geta komist inn þann daginn.

Ólafur Þór Þorgeirsson, eldri borgari og fyrrverandi verkamaður, er einn þeirra sem flúðu bæinn sinn þetta föstudagskvöld. Í þessum þætti heyrum við frásögn hans af þessum fimm dögum sem hann og stórfjölskyldan höfðu þurft vera fjarri heimilum sínu.

Viðtölin í þessari þáttaröð voru tekin yfir vikutímabil, frá þriðjudeginum 14. nóvember til þriðjudagsins 21. nóvember, og standa sem vitnisburður um þann tíma sem Grindavík var á neyðarstigi. Þegar íbúar fengu afmarkaðan tíma í fylgd björgunarsveita til bjarga verðmætum af heimilum sínum en voru á sama tíma reyna áttum á nýjum stöðum, samfélagið dreift um allt land.

Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Frumflutt

30. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Grindavík

Grindavík

Föstudagurinn 10. nóvember 2023 var upphafið nýjum kafla í sögu Grindavíkur. Íbúar bæjarins neyddust til yfirgefa heimili sín í miklum flýti og við tók gríðarleg óvissa um framtíðina. Í þessum þáttum fylgjumst við með lífi Grindvíkinga þróast í takt við sífelldar breytingar.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Þættir

,