ok

Grindavík

Grindavík: fyrstu dagarnir eftir rýmingu - Fyrsti þáttur

Grindavíkurbær var rýmdur föstudagskvöldið 10. nóvember. En hvernig hafði dagurinn verið fram að rýmingu? Við heyrum frásagnir nokkurra bæjarbúa af þessum degi, sem byrjaði ósköp venjulega en endaði þannig að allir Grindvíkingar neyddust til að yfirgefa heimili sín í miklum flýti.

Viðmælendur: Emilía Ósk Jóhannesdóttir, Elínborg Gísladóttir, Halla Kristín Sveinsdóttir, Gunnar Tómasson og Ólafur Þór Þorgeirsson.

Viðtölin í þessari þáttaröð voru tekin yfir vikutímabil, frá þriðjudeginum 14. nóvember til þriðjudagsins 21. nóvember, og standa sem vitnisburður um þann tíma sem Grindavík var á neyðarstigi. Þegar íbúar fengu afmarkaðan tíma í fylgd björgunarsveita til að bjarga verðmætum af heimilum sínum en voru á sama tíma að reyna ná áttum á nýjum stöðum, samfélagið dreift um allt land.

Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Frumflutt

30. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Grindavík

Grindavík

Föstudagurinn 10. nóvember 2023 var upphafið að nýjum kafla í sögu Grindavíkur. Íbúar bæjarins neyddust til að yfirgefa heimili sín í miklum flýti og við tók gríðarleg óvissa um framtíðina. Í þessum þáttum fylgjumst við með lífi Grindvíkinga þróast í takt við sífelldar breytingar.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Þættir

,