ok

Grindavík

Grindavík: fyrstu dagarnir eftir rýmingu - Fimmti þáttur

Ellefu dagar voru liðnir frá rýmingu Grindavíkurbæjar. Fyrst beið fólk með öndina í hálsinum eftir að eitthvað myndi gerast. En svo líða dagarnir og allt í einu er komin meira en vika síðan íbúar þurftu að yfirgefa bæinn sinn. Grindvíkingar halda áfram að takast á við þetta mikla áfall og við bætast áhyggjur af framtíðinni og peningamálum.

Í þessum fimmta og síðasta þætti heyrum við raddir tveggja Grindvíkinga. Í lok þáttar heyrum við Eið Aron, 10 ára, segja frá draumi sem hann dreymdi daginn áður en hann byrjaði í nýjum skóla. En fyrst fáum við frásögn Höllu Kristínar Sveinsdóttur, textílkennara við Grunnskóla Grindavíkur, en hún ætlaði aldrei aftur að fara aftur til Grindavíkur. Það átti þó eftir að breytast.

Viðtölin í þessari þáttaröð voru tekin yfir vikutímabil, frá þriðjudeginum 14. nóvember til þriðjudagsins 21. nóvember, og standa sem vitnisburður um þann tíma sem Grindavík var á neyðarstigi. Þegar íbúar fengu afmarkaðan tíma í fylgd björgunarsveita til að bjarga verðmætum af heimilum sínum en voru á sama tíma að reyna ná áttum á nýjum stöðum, samfélagið dreift um allt land.

Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Frumflutt

30. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Grindavík

Grindavík

Föstudagurinn 10. nóvember 2023 var upphafið að nýjum kafla í sögu Grindavíkur. Íbúar bæjarins neyddust til að yfirgefa heimili sín í miklum flýti og við tók gríðarleg óvissa um framtíðina. Í þessum þáttum fylgjumst við með lífi Grindvíkinga þróast í takt við sífelldar breytingar.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Þættir

,