ok

Grindavík

Grindavík: Lífið heldur áfram - Annar þáttur

Það var von í brjóstum margra Grindvíkinga þegar árið 2024 var boðið velkomið og útlit fyrir að íbúar gætu bráðlega snúið aftur heim. En svo kom í ljós að sprungurnar í Grindavík voru mun hættulegri en áður var talið.

Í þessum þætti heimsækjum við þau Bentínu Frímannsdóttur, Marteinn Guðbjartsson og strákana þeirra tvo í leiguíbúð í Kópavoginum. Þá var vika liðin frá því að fjölmennur íbúafundur var haldinn fyrir Grindvíkinga. Ríkistjórnin hafði degi áður tilkynnt að yfirvöld hefðu til skoðunar að kaupa allt húsnæði Grindvíkinga. Þau segja frá líðan fjölskyldunnar á þessum tímapunkti.

Svo ferðumst við með einni skólarútunni af fjórum sem flytja grindvíska nemendur í safnskólana á höfuðborgarsvæðinu. Þar er rætt við Bryndísi Hauksdóttur sérkennara um upplifun hennar af skólastarfinu. Við hverfum líka aftur til þess dags þegar verðmætabjörgun fór fram í Grunnskóla Grindavíkur.

Viðmælendur: Bentína Frímannsdóttir, Marteinn Guðbjartsson, Eiður Aron Marteinsson og Bryndís Hauksdóttir.

Viðmælendur frá verðmætabjörgun grunnskólans: Eysteinn Þór Kristinsson, Andrea Ævarsdóttir og Kristjana Jónsdóttir.

Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir

Frumflutt

29. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Grindavík

Grindavík

Föstudagurinn 10. nóvember 2023 var upphafið að nýjum kafla í sögu Grindavíkur. Íbúar bæjarins neyddust til að yfirgefa heimili sín í miklum flýti og við tók gríðarleg óvissa um framtíðina. Í þessum þáttum fylgjumst við með lífi Grindvíkinga þróast í takt við sífelldar breytingar.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Þættir

,