Fram og til baka

Margrét Rán og ártölin

Gestur Felix í Fram og til baka um Verslunarmannahelgi voru þau Margrét Rán Magnúsdóttir tónlistarkona í Vök og Gus Gus og Elfar Logi Hannesson leikhúsmaður á Ísafirði.

Margrét Rán kom í fimmuna og sagði af fimm ártölum sem hafa haft djúp áhrif á líf hennar. Hún hóf leik á árinu 2008 en það var árið sem hún mætti á Hinsegin daga í fyrsta sinn, 15 ára gömul, og kom út úr skápnum fyrir vinum og fjölskyldu. Síðasta ártalið var svo 2023 en þá fæddist henni dóttir sem hefur breytt lífinu til frambúðar.

Elfar Logi talaði um einleikjahátíðina Act Alone sem fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir og verður haldin dagana 7-10. ágúst.

Frumflutt

3. ágúst 2024

Aðgengilegt til

3. ágúst 2025
Fram og til baka

Fram og til baka

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Þættir

,