Fram og til baka

Addi Tryggva bauð upp á Fimmu dagsins sem snerist um þakklæti.

Í Fram og til baka þennan morguninn fengum við góðan gest, nefnilega sómadrenginn Aðalbjörn Tryggvason sem er útvarpsmaðurinn á rokkstöðinni X-inu og fer fyrir rokksveitinni Sólstöfum. Hljómsveitin Sólstafir hefur verið starfandi á þriðja áratug og á sér risastóran áhangendahóp um allan heim. Aðalbjörn, eða Addi, deildi með hlustendum fimm hlutum sem eru honum afar kærir. Hlutirnir tengdust æsku hans, rokklífinu og nýju lífi sem faðir, lífi í fullum fókus án aukaefna og nýjum vettvangi í framleiðslu íslensk náttúruilmvatns fyrir öll kyn.

Í seinni hluta þáttar var boðið upp á áhættuatriði þegar þáttastjórnandi lagði af stað úr Efstaleiti í hringferð um tónlistarlandið Ísland - á 33 snúningum. Tónlist alls staðar af landinu, frá Akranesi, Stykkishólmi, Vestfjörðum, Eyjafirði og Húsavík. Hraðferð yfir Austfirðina, Suðurlandsundirlendið, Reykjanes og endað í Breiðholtinu. Allt var þetta gert á löglegum hraða.

Hér er lagalistinn:

Frá kl. 08-09:

Elton John - Daniel.

Sólstafir - Ísafold.

Hljómar - Ástarsæla.

Hringferðin frá kl. 09-10:

Dúmbó og Steini - Frækorn og flugur.

Vinir vors og blóma - Frjáls.

Jón Kr. og Gísli Ægir - Ég er frjáls.

Geirmundur Valtýsson - er ég léttur.

Árný Margrét - Verum í sambandi.

Stuðkompaníið - Þegar allt er orðið hljótt.

Ljótu hálfvitarnir - Förum hringinn.

Bloodgroup - Hips Again.

Drangar - Bál.

Júníus Meyvant - Gold laces.

Kristjana Stefánsdóttir og Sólskuggarnir - Reykjavíkurblús.

Fríða Dís - Myndaalbúm.

Hljómsveitin Ég - Tíu fingur og tær.

Frumflutt

25. maí 2024

Aðgengilegt til

25. maí 2025
Fram og til baka

Fram og til baka

Kristján Freyr stekkur í skó Felix Bergssonar, rabbar við hlustendur í morgunsárið og spilar huggulega tóna sem hæfa laugardagsmorgnum. Hin bráðskemmtilega Fimma er á sínum stað þar sem góðir gestir segja frá fimm skemmtilegum atriðum sem hafa breytt lífi þeirra

Þættir

,