Fram og til baka

Baráttusöngvar og ballöður í fimmu Sigrúnar Skaftadóttur.

Fram og til baka var á plötubúðanótum á Degi plötubúðanna og gestur þáttarins bauð upp á Fimmu í formi hljómplatna. Sigrún Skaftadóttir er plötusnúður og vert á veitingastaðnum Krónikunni á Gerðarsafni í Kópavogi þar sem boðið er upp á smurbrauð og kökur. Sigrún sagði hlustendum frá þeim plötum sem mótuðu hana frá æsku, allt frá baráttusöngum á borð við Ísland úr Nato - herinn burt yfir í sænsku poppdrottninguna Robyn.

Í seinni hluta þáttarins heyrðum við í Rögnvaldi Braga, tónlistarmanni og fyrrum eiganda Pinkuponsulitlu plötubúðarinnar á Akureyri en hún heyrir því miður sögunni til og Rögnvaldur hefur mestu snúið sér tónlist í streymi. Loks var tónlistin vitanlega í forgrunni og sitthvað dregið fram úr plötuskáp æskunnar hjá umsjónarmanni þáttarins auk annarra léttra og huggulegra tóna sem leiknir voru af hljómplötum í tilefni dagsins.

Hér er lagalisti þáttarins:

The Beatles - The Long And Winding Road.

Vilhjálmur Vilhjálmsson - Og co ...

Joni Mitchell - Both Sides Now.

Robyn - Dancing On My Own.

Kjarabót, Pálmi Gunnarsson - Fylgd.

Linda Ronstadt - Blue Bayou

Unun - Ást í viðlögum

Dægurlagahljómsveitin Húfan - Viltu með mér vaka í nótt

Hylur - Disaster

Demis Roussos - My Friend the Wind

Laufey - Street by Street

Pixies - Monkey gone to Heaven

Bill Withers - Lovely Day

Frumflutt

20. apríl 2024

Aðgengilegt til

20. apríl 2025
Fram og til baka

Fram og til baka

Kristján Freyr stekkur í skó Felix Bergssonar, rabbar við hlustendur í morgunsárið og spilar huggulega tóna sem hæfa laugardagsmorgnum. Hin bráðskemmtilega Fimma er á sínum stað þar sem góðir gestir segja frá fimm skemmtilegum atriðum sem hafa breytt lífi þeirra

Þættir

,