16:05
Síðdegisútvarpið
Ár frá rýmingju Grindavíkur,skjáfíkn,Sveindís Jane og Bragi Páll með bók um saur
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Á morgun verður efnt til málþings um skjáfíkn á vegum fræðslunefndar NLFÍ á Reykjavik Natura Berjaya Iceland Hotels. Þar verður velt upp spurningum eins og: Er skjáfíkn raunveruleg fíkn? Á að banna snjallsíma í skólum? Hver eru úrræðin við skjáfíkn? Hver eru hættumerki of mikillar skjánotkunar? Og eru forvarnir í ólestri. Skúli Bragi Geirdal fjölmiðlafræðingur er einn þeirra sem heldur erindi á málþinginu og við fengum hann til okkar og ræddum við hann um skjáfíkn í breiðu samhengi.

Nú þegar ár er liðið frá rýmingu Grindavíkur og við fengum til okkar Pál Val Björnsson Grindvíking sem var tíður gestur í Síðdegisútvarpinu á sínum tíma. Okkur lék forvitni á að vita hvernig honum, hans fólki og öðrum Grindvíkingum hefur reitt af síðastliðið ár.

Bragi Páll rithöfundur fékk sér kaffibolla með okkur og við forvitnuðumst um nýju bókina hans: Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen. Bragi Páll mætti til okkar strax að loknum fimm fréttum. Og við hringdum til Þýskalands í Sveindísi Jane Jónsdóttur fótboltakonu og rithöfund sem var að senda frá sér bókina Sveindís Jane, saga af stelpu í landsliði.

Ein þeirra frétta sem fór á flug um helgina var þess eðlis að í ræktinni væru fleiri bakteríur en á klósettsetu. Þetta er vissulega skellur þrátt fyrir að þjóðinn hafi marg oft heyrt Þórólf Guðnason sóttvarnarlæknir segja þjóðinni á sínum tíma að í ræktinni væri allt vaðandi í bakteríum og hann var á línunni.

Var aðgengilegt til 11. nóvember 2025.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,