Þáttur um íslensku og önnur mál. Umsjón: Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Kristján Friðbjörn Sigurðsson.
Orðið maður er óákveðið fornafn í setningum á borð við “ég veit ekki hvað maður á að gera“ og vísar að vissu marki almennt til fólks en þó mikið til til þess sem talar. Það er eðlilegt þegar orðið hefur sem nafnorð almennu merkinguna manneskja eða fólk.
En þegar orðið hefur ekki þá almennu merkingu heldur bara merkinguna karlmaður, er þá kannski ekki skrítið að sumt fólk, líklega frekar það fólk sem ekki er karlkyns, staldri við og noti ef til vill eitthvað annað í þessari fornafnsmerkingu.
Að minnsta kosti tvö orð hafa nú bæst í þennan flokk, ef svo mætti kalla, af nafnorðum um fólk sem gegna hlutverki óákveðins fornafns. Það eru kona, og man. Orðið kona þekkja flestir en orðið man er líklega minna þekkt. Það hefur merkinguna 'ófrjáls maður, karl eða kona' en líka merkinguna kona í skáldamáli, og sú merking er líklega þekktari, og í sérmerkingunni kona eru sumar konur farnar að nota það í stað orðsins maður, þegar það er notað sem óákveðið fornafn.
Læsi og lesskilningi barna á Íslandi hefur hrakað hratt á undanförnum árum þrátt fyrir ýmsar aðgerðir til þess að sporna við þessari þróun. PISA-rannsókninn 2022 leiddi í ljós að tæplega helmingur 15 ára drengja býr ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi, sama gildir um tæplega þriðjung stúlkna. Niðurstaðan er áhyggjuefni fyrir þjóðina alla. Í þáttaröðinni Læsi er rætt við fjölbreyttan hóp fólks sem kemur að skóla- og fræðslumálum á Íslandi. Fólk sem leggur sitt af mörkum til að styðja við fjölbreytta flóru nemenda í skólum landsins.
Þáttaröðin Læsi er framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Læsi og lesskilningur er ekki það sama. Það er hversu hratt þú lest og hvernig þér gengur að vinna úr því sem þú lest. Það er hinsvegar mikilvægt að mæla og fylgjast með þannig að hægt sé að grípa börn sem þurfa aðstoð. Snemmtæk íhlutun skiptir svo sannarlega máli hér eins og víðar. Viðmælendur í þætti fjögur eru Freyja Birgisdóttir, Guðmundur Engilbertsson, Helgi Arnarson, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir og Steinunn Gestsdóttir.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Í dag verða fyrstu miðaldahandritin flutt úr Árnagarði í Eddu. Það er gert með viðhöfn og viðbúnaði, ítrasta öryggis er gætt og handritin flutt í lögreglufylgd. Á laugardaginn hefst sýning á Eddu á nokkrum handritanna, sumum sem varðveitt eru hér en einnig nokkrum sem fengin eru að láni frá Kaupmannahöfn. Guðvarður Már Gunnlaugsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, sagði frá.
Í spjalli um stjórnmál í Evrópu sagði Björn Malmquist meðal annars frá leiðtogafundi Evrópusambandsins í Búdapest í síðustu viku. Þar var helsta mál á dagskrá kjör Trumps í embætti Bandaríkjaforseta og hugsanleg áhrif þess á ESB og aðildarríkin. Björn sagði raunar líka frá dvöl sinni í Bandaríkjunum í kringum kosningarnar. Einnig var farið stuttlega yfir stöðu stjórnmálanna í Þýskalandi og rifjað upp að fyrir 35 árum fékk fólk í Austur-Berlín að fara til vesturhluta borgarinnar. Í kjölfarið var Berlínarmúrinn rifinn.
Leikinn var sjötti þáttur Sóleyjar Kaldal um þjóðaröryggismál.
Í tímans rás - Villi Valli,
Þegar fuglarnir eru sofnaðir - Villi Valli,
Stóðum tvö í túni - Umbra,
Be my guest - Lennie Niehaus.
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Meðlimir Spilverks þjóðanna, einn eða fleiri, tóku þátt í gerð fimm hljómplatna árið 1978. Leikin eru lög af þessum plötum. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur Einskonar ást og Alein með Brunaliðinu, Sigurður Bjóla syngur í laginu Ísland og Valgeir Guðjónsson syngur í laginu Græna byltingin með Spilverki þjóðanna. Egill Ólafsson syngur með Hinum íslenska Þursaflokki lögin Nútiminn og Einsetumaður einu sinni. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur með Ljósunum í bænum lagið Eplajazz og Egill Ólafsson syngur með sömu hljómsveit lagið Mamma og pabbi taka ekki eftir. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur lagið Lambeth Walk og Egill Ólafsson syngur lagið Maðurinn hennar Jónínu hans Jóns, en bæði lögin komu út á revíuplötunni Þegar mamma var ung. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Grindvíkingar og aðrir landsmenn minntust þess um helgina að ár er liðið frá rýmingunni í Grindavík og þann 16.nóvember 2023 tókum við viðtal við Huldu Jóhannsdóttur leikskólastjóra í Grindavík sem lýsti þessu áfalli en hún var í sömu stöðu og aðrir í Grindavík, þurfti að yfirgefa heimilið sitt með hraði og óvissan mikil. Hulda skrifaði á þessum tíma færslu á facebook sem vakti athygli en þar talaði hún um að það þyrfti að huga að börnunum og einnig að starfsfólki grunn- og leikskóla. En hvernig hefur þetta ár liðið hjá Huldu og hvernig líður henni í dag? Við töluðum við Huldu í þættinum í dag.
Svo var það lesandi vikunnar, en í þetta sinn var það Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur og verkefnastjóri hjá Menntavísindasviði HÍ. Sólveig sagði okkur frá sýningum um Frú Guðríði og séra Hallgrím Petursson sem hún er að vinna að fyrir nýopnaða menningarmiðstöð á Hvalsnesi og svo kom hún að handritsgerð að sjónvarpsþáttaröðinni Hvað var í matinn. En fyrst og fremst sagði hún okkur auðvitað frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða höfundar og bækur hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Solveig talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Barrokkmeistarinn e. Margréti Eggertsdóttur
Ljóðmæli - Veraldlegur kveðskapur Hallgríms Péturssonar
Dótarímur e. Þórarinn Eldjárn
Jarðljós e. Gerði Kristnýju
Innanríkið e. Braga Ólafsson
Helga í öskustónni, Bangsímon, Kapítula, safn Halldórs Laxness, Jane Austen, Virginía Woolf, George Elliott, Karen Blixen, Simone de Bevoir, Charlotte Bronte og Gertrude Stein
Tónlist í þættinum
Reykingar / Stuðmenn (Lag og texti Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla)
Constant Craving / K.D. Lang (K.D. Lang & Ben Mink)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Jón Gunnarsson alþingismaður telur eðlilegt að lögreglan hefji að eigin frumkvæði rannsókn á hlerunum og njósnum sem sonur hans hafi orðið fyrir. Ritstjóri Heimildarinnar þvertekur fyrir að hún hafi staðið að upptökunum.
Óvíst er hvað verður um viðræður um vopnahlé á Gaza þar sem Katar hefur ekki lengur milligöngu um þær. Katar, sem er eini hlutlausi vettvangurinn í Miðausturlöndum, telur að hvorki Hamas né Ísrael leggi nógu hart að sér í leit að friði.
Stóra kosningamálið er ekki enn komið fram, segir stjórnmálafræðingur. Þó sé líklegt að húsnæðismál og efnahagsmál stýri umræðunni fram að kosningum.
Heimsþing kvenleiðtoga hófst í Hörpu í morgun. Friðarverðlaunahafi Nóbels og fyrrum forseti Írlands eru á meðal fyrirlesara.
Kjör Donalds Trumps gæti veikt fiskútflutning til Bandaríkjanna segir fiskútflytjandi. Hann sefur þó rólegur þar til skýrist hvað nýr forseti gerir.
Um 200 þjóðarleiðtogar eru væntanlegir til olíuríkisins Aserbaísjan á COP29, loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hófst í dag. Þetta ár verður það heitasta frá upphafi mælinga, segja vísindamenn.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Tveir starfsmenn Háskóla Íslands segja laga- og regluverk sem gildir um túlkaþjónustu hér á landi vera í miklum ólestri. Kaup opinberra aðila á túlkaþjónustu hafa stóruakist með auknum fjölda innflytjenda hér á landi en regluverkið hefur ekki haldið í við þessar breytingar.
Ingi Freyr Vilhjálmsson ræðir við þau Gauta Kristmannsson og Birnu Imsland um málið. Gauti segir umhverfi þessara fyrirtækja vera eins og ,,villta vestrið" og Birna kallar eftir ,,pólitískum vilja" til breytinga.
Í þættinum er sagt frá rekstri eins túlkafyrirtækis, Alþjóðaseturs ehf., sem hefur skilað hagnaði upp á 340 milljónir króna á liðnum árum og greitt út sambærilega upphæð í arð til hluthafa.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Í dag kíkjum við á sýningu á handverki og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Við þræðum sýninguna í fylgd Gunnhildar Eddu Guðmudsdóttur, framkvæmdarstjóra Handverks og hönnunar og spjalla aðeins við handverksfólkið og hönnuðina sem eru á sýningunni.
Við heimsækjum síðan Þjóðskjalasafn Íslands, eins og alltaf annan hvern mánudag. Þar tekur Unnar Ingvarsson á móti okkur og sýnir okkur skjöl frá fyrri hluta tuttugustu aldar, sem tengjast starfsemi RÚV. Meðal annars kynnum við okkur gögn um lýðræðislegar og hápólitískar kosningar í útvarpsráð og fréttir sem tengjast hernámi Íslands.
Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdarstjóri Neytendasamtakanna, kemur síðan til okkar og ræðir sýndarverslanir, eða dropshipping, sem hefur leikið marga grátt.
Tónlist úr þættinum.
O.N.E. - I See You.
O.N.E. - Awa 1.
O.N.E. - Ksiezyc.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Sónata í F-dúr, ópus 99 fyrir selló og píanó eftir Johannes Brahms. Verkið er í fjórum þáttum: 1. Allegro vivace, 2. Adagio affettuoso, 3. Allegro passionato og 4. Allegro molto. Flytjendur: Erling Blöndal Bengtsson, selló og Árni Kristjánsson, píanó. Hljóðritun frá 1964.
Praesentia eftir Huga Guðmundsson. Flytjandi: Sif Margrét Tulinius, fiðla. Hljóðritun frá 2024 (leikið af hljómplötunni De Lumine).
Trompet konstert í Es dúr eftir Franz Josef Haydn. Verkið er í þremur þáttum: 1. Allegro, 2. Andante og 3. Allegro. Flytjandi: St. Martin in the fields hljómsveitin. Einleikari: Alan Stringer. Stjórnandi: Neville Marriner. Hljóðritun frá 1967.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Í sinni fyrstu skáldsögu, Kul, fjallar Sunna Dís Másdóttir um Unu sem er á barmi kulnunar. Una er send vestur á firði í svartasta skammdeginu í nýstofnað meðferðarúrræði sem nefnist Kul. Þar dvelur hópur fólks í þorpi við sjávarsíðuna í leit að bata og jafnvægi í lífinu. Fyrir vestan fer fortíðin að sækja á Unu, minningar frá æskuárunum með mömmu og Magga bróður. Við heimsækjum Sunnu Dís Másdóttur á skrifstofuna og fáum að heyra um hugmyndir bókarinnar.
Við þysjum svo inn í smæstu agnir sem vitað er um og finnum svör við eðli alheims sem eru svo stór að okkur fallast hendur og við hættum hreinlega að skilja. Þegar við hættum að skilja heiminn eftir Benjamin Labatut var að koma út í íslenskri þýðingu Sigrúnar Ástríðar Eiríksdóttur sem segir okkur frá.
Valur Gunnarsson segir okkur frá Berlín, borg sem hefur séð tímana tvenna. Framtíðin tilheyrir Berlín, sem er í sífelldri endurnýjun og sífelldu niðurrifi. En við erum líklega of sein fyrir Berlín, eins og allir aðrir. Valur var að gefa út bókina Berlínarbjarmar, langan doðrant um þessa margslungnu og klofnu borg.
Viðmælendur: Sigrún Á. Eiríksdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Valur Gunnarsson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
„Ég stend svona eins og strá fyrir straum og segi með Gretti, ber er hvur að baki nema bróður eigi" - Þetta skrifar Sigríður Pálsdóttir bróður sínum, Páli Pálssyni, skrifara á Stapa, árið 1865. Í bréfasafni Páls hafa varðveist um 250 bréf frá Sigríði á yfir 50 ára tímabili og bréfin eru grunnurinn að nýrri ævisögu Sigríðar, Strá fyrir straumi, sem kemur út á morgun. Bókina skrifar sagnfræðingurinn Erla Hulda Halldórsdóttir og um er að ræða tímamótaverk, þar sem ævisagan veitir heildstæða mynd af hinni söguríku 19. öld, en frá sjónarhorni konu. Þar er staldrað við aðra hluti en í ævisögum karla og fjallað um hið stóra og smáa: Ást, börn og bónorð, líf og dauða, bækur og sjúkdóma, hunda og hordauðar kindur, svo fátt eitt sé nefnt. Erla Hulda segir okkur nánar af bókinni í þætti dagsins.
Við höldum okkur á tengdum miðum, en þó af allt öðrum meiði, í síðari hluta þáttar, þegar við kynnum okkur íslenska hönnunarverkefnið Flothettu. Vöruhönnuðurinn Unnur Valdís Kristjánsdóttir er hugmyndasmiðurinn á bak við Flothettu en flotmeðferðin var tilnefnd til hönnunarverðlauna Íslands árið 2020. Kolbrún Vaka Helgadóttir mælti sér mót við Unni Valdísi í Vesturbæjarlauginni til að fá að vita meira um Flothettu og uppruna hugmyndarinnar.
Sölvi Halldórsson rýnir í nýútkomna bók Steinunnar Sigurðardóttur, Skálds sögu, þar sem höfundurinn veitir innsýn í eigin hugarheim, ytri og innri aðstæður og aðferðir við skriftir með 74 köflum úr höfundarlífinu.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Kvikmyndin The Apprentice sem fjallar um mótunarár verðandi bandaríkjaforseta Donalds Trump er sýnd í bíóhúsum þessa dagana. Trump sjálfur hefur fordæmt myndina og segir hana vera pólitíska árás á sig. Kolbeinn Rastrick rýnir í Lærlinginn.
Í september hélt vöruhönnuðurinn Jón Helgi Hólmgeirsson til Kyoto til að fara á námskeið í hefðbundinni japanskri húsgagna og innréttingasmíði. Þetta er forn aðferð til að smíða úr tré án þess að nota nagla, lím eða aðra aukahluti til að halda viðnum saman. Kristján fékk Jón Helga í heimsókn til að ræða japanska trésmíði, viskuna í náttúrunni og listina að brýna sporjárn.
Við heimsækjum pólska pop-up matarmarkaðinn Polka Bistro.
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Í þætti dagsins höldum við upp á dag íslenskrar tungu! Við fáum til okkar Önnu Sigríði sem segir okkur frá Jónasi Hallgrímssyni og nýyrðum hans og svo kíkja þeir Hjalti og Oddur líka til okkar og tala um Íslendingasögur. Í lok þáttarins heyrum við hvað bókaormar í Reykjanesbæ eru að lesa.
Veðurstofa Íslands.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Tónlistin í þættinum (Einfaldar reglur, hratt-hægt, æst-rólegt, 0-1 :)
Avanti kammersveitin leikur lokamars úr Danses concertantes eftir Igor Stravinskij
Yo-Yo Ma leikur Saraböndu úr þriðju sellósvítu Johanns Sebastians Bach
Adam Fischer stjórnaði austurrísk-ungversku Haydn sveitinni í fjórða kafla Undrunar-sinfóníu Josephs Haydn, þeirrar nr. 94.
Tallis Scholars syngja If ye love me eftir Thomas Tallis.
Mari Samuelssen og Scoring Berling leika The Orangery úr Plan and elevation eftir Caroline Shaw.
Reginald Kell og Wilhelm Lansky-Otto leika 2. kafla úr sónötu nr. 1 eftir Johannes Brahms fyrir klarinett og píanó.
Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur Regard de l'étoile úr Vingt Regards sur l'Enfant-Jésus eftir Olivier Messiaen.
Cecilia Bartoli og György Fishcher flytja lag Tomassos Giordani Caro mio ben.
Marriss Jansons stjórnar Sinfóníuhljómsveit bæverska útvarpsins í Marche au supplice úr Symphonie fantastique, op.14 eftir Hector Berlioz.
Kór King's College Cambridge syngur undir stjórn Daniels Hyde Ubi caritas et amor eftir Maurice Duruflé.
Leila Josefowicz leikur þriðja kafla (Pulse II) eftir Esa-Pekka Salonen ásamt finnsku útvarpshljómsveitinni undir stjórn tónskáldsins
Víkingur Heiðar Ólafsson leikur Sónötu nr. 42 eftir Domenico Cimarosa.
Réne Jacobs stjórnar Collegium Vocale í Tókkötu úr upphafi L'Orfeo eftir Claudio Monteverdi.
Montserat Figueras og dóttir hennar Arienne og Hesperion XX undir stjórn Jordi Savall flytja eistneska barnagælu, Kuus Kuus Kallike eftir Arvo Pärt.
Steve Reich: Clapping music. Russell Harenberger.
Leon Fleisher leikur Í sumarsælum dölum eftir Bach.
Bjarte Eike og Barokksolistene leika Niel Gow's Lament for the Death of his Second Wife.
Einar Kristjánsson syngur Í dag skein sól eftir Pál Ísólfsson við ljóð Davíðs Stefánssonar.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Í dag kíkjum við á sýningu á handverki og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Við þræðum sýninguna í fylgd Gunnhildar Eddu Guðmudsdóttur, framkvæmdarstjóra Handverks og hönnunar og spjalla aðeins við handverksfólkið og hönnuðina sem eru á sýningunni.
Við heimsækjum síðan Þjóðskjalasafn Íslands, eins og alltaf annan hvern mánudag. Þar tekur Unnar Ingvarsson á móti okkur og sýnir okkur skjöl frá fyrri hluta tuttugustu aldar, sem tengjast starfsemi RÚV. Meðal annars kynnum við okkur gögn um lýðræðislegar og hápólitískar kosningar í útvarpsráð og fréttir sem tengjast hernámi Íslands.
Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdarstjóri Neytendasamtakanna, kemur síðan til okkar og ræðir sýndarverslanir, eða dropshipping, sem hefur leikið marga grátt.
Tónlist úr þættinum.
O.N.E. - I See You.
O.N.E. - Awa 1.
O.N.E. - Ksiezyc.
eftir Thor Vilhjálmsson, höfundur les.
Bókin inniheldur þrjár sögur eða „skýrslur“ eins og höfundurinn kallar þær. Allt eru það íronískar ferðasögur, hver með sínu móti. Fyrsta skýrslan nefnist „Hrakningar“ og er skopstæling á íslenskum frásöguþáttum um hrakninga og mannraunir. Þar segir frá nokkrum bændum sem taka sig upp um hávetur í leit að konu sem á að vera grafin í fönn í óbyggðum. Það er einmitt Folda sú sem bókin dregur nafn af. Næsta skýrsla, „Sendiför,“ segir frá kynnisferð íslenskrar sendinefndar til Kína og óspart gert gys að heimóttarskap landans í fjarlægum löndum. Loks er svo „Skemmtiferð“, sem fjallar um för borgaralegra hjóna til sólarlanda. Þau búa á fínu hóteli en hafa ekki ráð á borga fyrir matinn þar og nærast ekki á öðru en ólívum.
Folda kom út árið 1972, naut strax vinsælda lesenda og þótti með aðgengilegustu verkum höfundarins á þeim tíma. (Áður á dagskrá 2009)
Thor las söguna fyrir útvarpið árið 1985
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Grindvíkingar og aðrir landsmenn minntust þess um helgina að ár er liðið frá rýmingunni í Grindavík og þann 16.nóvember 2023 tókum við viðtal við Huldu Jóhannsdóttur leikskólastjóra í Grindavík sem lýsti þessu áfalli en hún var í sömu stöðu og aðrir í Grindavík, þurfti að yfirgefa heimilið sitt með hraði og óvissan mikil. Hulda skrifaði á þessum tíma færslu á facebook sem vakti athygli en þar talaði hún um að það þyrfti að huga að börnunum og einnig að starfsfólki grunn- og leikskóla. En hvernig hefur þetta ár liðið hjá Huldu og hvernig líður henni í dag? Við töluðum við Huldu í þættinum í dag.
Svo var það lesandi vikunnar, en í þetta sinn var það Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur og verkefnastjóri hjá Menntavísindasviði HÍ. Sólveig sagði okkur frá sýningum um Frú Guðríði og séra Hallgrím Petursson sem hún er að vinna að fyrir nýopnaða menningarmiðstöð á Hvalsnesi og svo kom hún að handritsgerð að sjónvarpsþáttaröðinni Hvað var í matinn. En fyrst og fremst sagði hún okkur auðvitað frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða höfundar og bækur hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Solveig talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Barrokkmeistarinn e. Margréti Eggertsdóttur
Ljóðmæli - Veraldlegur kveðskapur Hallgríms Péturssonar
Dótarímur e. Þórarinn Eldjárn
Jarðljós e. Gerði Kristnýju
Innanríkið e. Braga Ólafsson
Helga í öskustónni, Bangsímon, Kapítula, safn Halldórs Laxness, Jane Austen, Virginía Woolf, George Elliott, Karen Blixen, Simone de Bevoir, Charlotte Bronte og Gertrude Stein
Tónlist í þættinum
Reykingar / Stuðmenn (Lag og texti Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla)
Constant Craving / K.D. Lang (K.D. Lang & Ben Mink)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Kvikmyndin The Apprentice sem fjallar um mótunarár verðandi bandaríkjaforseta Donalds Trump er sýnd í bíóhúsum þessa dagana. Trump sjálfur hefur fordæmt myndina og segir hana vera pólitíska árás á sig. Kolbeinn Rastrick rýnir í Lærlinginn.
Í september hélt vöruhönnuðurinn Jón Helgi Hólmgeirsson til Kyoto til að fara á námskeið í hefðbundinni japanskri húsgagna og innréttingasmíði. Þetta er forn aðferð til að smíða úr tré án þess að nota nagla, lím eða aðra aukahluti til að halda viðnum saman. Kristján fékk Jón Helga í heimsókn til að ræða japanska trésmíði, viskuna í náttúrunni og listina að brýna sporjárn.
Við heimsækjum pólska pop-up matarmarkaðinn Polka Bistro.
Útvarpsfréttir.
Í gær var ár liðið frá því að Grindavíkurbær var rýmdur vegna mestu náttúruhamfara síðari tíma á Íslandi. Hvað hefur lærst jarðfræðilega á þessu ári og hvað er vitað um framhaldið? Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur kemur til okkar.
Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt og tónlistarsérfræðingur, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við ræðum tilnefningar til Grammy-verðlaunanna.
Fyrrum ráðgjafi Donalds Trumps segir að næsta ríkisstjórn Bandaríkjanna ætli að stuðla að því að koma á friði í Úkraínu, frekar en að endurheimta hernumin landsvæði. Krímskagi sé runninn Úkraínumönnum úr greipum. Þetta kom fram í hádegisfréttum í gær. Við ræðum málið við Jón Ólafsson prófessor í menningarfræði og rússlandsfræðum.
Við förum yfir íþróttir helgarinnar með Almarri Ormarssyni, íþróttafréttamanni.
Við höldum síðan áfram að ræða við frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða sig fram til Alþingis, í þetta skiptið Ölmu Möller, oddvita Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og Bergþór Ólason, oddvita Miðflokksins í sama kjördæmi.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Rándýrir og mis-flottir jakkar á uppboði, góðu gæjarnir í hljómsveitinni Coldplay, Frægðarhöll breska rokksins lifði í 2 ár og MTV verðlaunin.
Mál málanna var svínslega erfið tónlistargetraun dagsins, sem Doddi taldi svo létta.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-11-11
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Skýið.
Á móti sól - Okkur líður samt vel.
Hjálmar - Vor.
QUEEN - Radio Ga Ga.
Bubbi Morthens, Elín Hall - Föst milli glerja.
LAUFEY - California and Me.
DannyLux, Black Keys, The - Mi Tormenta.
Waterhouse, Suki - Model, Actress, Whatever.
MADONNA - Into the groove.
Rebekka Blöndal - Kveðja.
Sycamore tree - I feel tonight.
Bob Marley - Buffalo soldier.
TRÚBROT - Ég Sé Það.
Anna Katrín Richter - Got Me Feeling Like.
Irglová, Markéta - Vegurinn heim.
ROBBIE WILLIAMS - Millenium.
Una Torfadóttir - Það sýnir sig (Studio RUV).
Flowers - Slappaðu af.
COLDPLAY - Viva la Vida (Live London 2011).
GDRN - Áður en dagur rís (ft. Birnir).
Inhaler - Your House.
Árný Margrét - I miss you, I do.
Tears for Fears - The Girl That I Call Home.
Snorri Helgason - Aron.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Færðu mér frið.
Emiliana Torrini - Vertu Úlfur - Titillag.
Van Halen - Jump.
Sigurður Halldór Guðmundsson Tónlistarm., Bríet - Komast heim.
WOLFMOTHER - Joker And The Thief.
Thee Sacred Souls - Live for You.
MUGISON - Stóra stóra ást.
BRITNEY SPEARS - Baby One More Time.
STEPHEN SANCHEZ - Until I Found You.
LISA STANSFIELD - All Around The World.
Lúpína - Hættað væla.
Blossoms - I Like Your Look.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
Mayer, John, Zedd - Automatic Yes.
RAVEN & RÚN - Handan við hafið.
JAGÚAR - Sumargyðjan [Edit].
MONO TOWN - Peacemaker.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Jón Gunnarsson alþingismaður telur eðlilegt að lögreglan hefji að eigin frumkvæði rannsókn á hlerunum og njósnum sem sonur hans hafi orðið fyrir. Ritstjóri Heimildarinnar þvertekur fyrir að hún hafi staðið að upptökunum.
Óvíst er hvað verður um viðræður um vopnahlé á Gaza þar sem Katar hefur ekki lengur milligöngu um þær. Katar, sem er eini hlutlausi vettvangurinn í Miðausturlöndum, telur að hvorki Hamas né Ísrael leggi nógu hart að sér í leit að friði.
Stóra kosningamálið er ekki enn komið fram, segir stjórnmálafræðingur. Þó sé líklegt að húsnæðismál og efnahagsmál stýri umræðunni fram að kosningum.
Heimsþing kvenleiðtoga hófst í Hörpu í morgun. Friðarverðlaunahafi Nóbels og fyrrum forseti Írlands eru á meðal fyrirlesara.
Kjör Donalds Trumps gæti veikt fiskútflutning til Bandaríkjanna segir fiskútflytjandi. Hann sefur þó rólegur þar til skýrist hvað nýr forseti gerir.
Um 200 þjóðarleiðtogar eru væntanlegir til olíuríkisins Aserbaísjan á COP29, loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hófst í dag. Þetta ár verður það heitasta frá upphafi mælinga, segja vísindamenn.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi og Lovísa á sínum stað í Popplandi þennan mánudaginn sem er dagur einhleypra, Lovísa skoðaði aðeins sögu fyrirbærisins annars allskonar nýtt íslenskt efni í bland við gamlar perlur, póstkassinn opnaður og plata vikunnar kynnt til leiks, Marglytta með tónlistarkonunni Lúpínu.
Emmsjé Gauti - Bensínljós.
Bubbi Morthens - Jesús Pétur Kiljan og hin heilaga jómfrú og aumingja ég.
PAUL WELLER - Wild Wood.
James - Laid.
Spacestation - Í draumalandinu.
Fender, Sam - Spit Of You (bonus track mp3).
STEALERS WHEEL - Stuck In The Middle With You.
Fontaines D.C. - In The Modern World.
NO DOUBT - Underneath it all.
DEPECHE MODE - Enjoy The Silence.
Björk Guðmundsdóttir Tónlistarm. - It's oh so quiet.
Chappell Roan - Hot To Go!.
Lúpína, Daði Freyr Pétursson - Ein í nótt.
VANCE JOY - Riptide.
Sykur - Pláneta Y.
Bríet - Fimm.
Bon Iver - S P E Y S I DE.
Júlí Heiðar - Fræ.
Leon Bridges - Peaceful Place.
Teddy Swims - Bad Dreams.
The Smiths - Panic.
LF SYSTEM - Afraid To Feel.
Jungle - Let's Go Back.
ARIANA GRANDE - Thank You, Next.
DESTINY'S CHILD - Independent women - Part I.
Britney Spears - Stronger.
GDRN - Háspenna.
Charli XCX & Ariana Grande - Sympathy is a knife.
The Cure - A fragile thing.
HILDUR - I'll Walk With You.
Myrkvi - Glerbrot.
THE KOOKS - She Moves In Her Own Way.
ELÍN HALL - Hafið er svart.
ÁRNÝ MARGRÉT - I Miss You, I Do.
MITSKI - My Love Mine All Mine.
BILL WITHERS - Lovely Day.
THE XX - You’ve Got The Love.
LÚPÍNA - Ein á báti.
BILLIE EILISH - Wish You Were Gay.
FRUMBURÐUR & DANIIL - Bráðna.
JÓN JÓNSSON & KK - Sumarlandið.
Á morgun verður efnt til málþings um skjáfíkn á vegum fræðslunefndar NLFÍ á Reykjavik Natura Berjaya Iceland Hotels. Þar verður velt upp spurningum eins og: Er skjáfíkn raunveruleg fíkn? Á að banna snjallsíma í skólum? Hver eru úrræðin við skjáfíkn? Hver eru hættumerki of mikillar skjánotkunar? Og eru forvarnir í ólestri. Skúli Bragi Geirdal fjölmiðlafræðingur er einn þeirra sem heldur erindi á málþinginu og við fengum hann til okkar og ræddum við hann um skjáfíkn í breiðu samhengi.
Nú þegar ár er liðið frá rýmingu Grindavíkur og við fengum til okkar Pál Val Björnsson Grindvíking sem var tíður gestur í Síðdegisútvarpinu á sínum tíma. Okkur lék forvitni á að vita hvernig honum, hans fólki og öðrum Grindvíkingum hefur reitt af síðastliðið ár.
Bragi Páll rithöfundur fékk sér kaffibolla með okkur og við forvitnuðumst um nýju bókina hans: Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen. Bragi Páll mætti til okkar strax að loknum fimm fréttum. Og við hringdum til Þýskalands í Sveindísi Jane Jónsdóttur fótboltakonu og rithöfund sem var að senda frá sér bókina Sveindís Jane, saga af stelpu í landsliði.
Ein þeirra frétta sem fór á flug um helgina var þess eðlis að í ræktinni væru fleiri bakteríur en á klósettsetu. Þetta er vissulega skellur þrátt fyrir að þjóðinn hafi marg oft heyrt Þórólf Guðnason sóttvarnarlæknir segja þjóðinni á sínum tíma að í ræktinni væri allt vaðandi í bakteríum og hann var á línunni.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Ný vika og ný tónlist á Kvöldvaktinni sem er í styttra lagi í kvöld vegna Kjördæmafundar en á meðal þeirra sem heyrast eru Árný Margrét, Gracie Abrams, Mk.Gee, The Wombats, Greentea Peng, The Black Keys, Father John Misty og fleiri og fleiri.
Lagalistinn
Árný Margrét - I miss you, I do.
Gracie Abrams - I Love You, I'm Sorry.
Mk.gee - ROCKMAN.
EGÓ - Mescalin.
Wombats, The - Sorry I'm Late, I Didn't Want To Come
Divorce - All My Freaks.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
Peng, Greentea - TARDIS (hardest)
Little Simz - Introvert (Shorter Clean Version).
Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Bensínljós.
Bon Iver - S P E Y S I DE.
Shins - New slang.
Charley Crockett- Solitary Road.
Beck, Black Keys - I'm With The Band
ART BRUT - Good Weekend.
Father John Misty - She Cleans Up
KK, Jón Jónsson - Sumarlandið.
Faye Webster - After the First Kiss.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
Soccer Mommy - Driver.
FRANK BLACK - Headache.
Royel Otis - If Our Love Is Dead.
Jack White - Archbishop Harold Holmes.
Stereolab - French Disko.
Kraftwerk - Computer World.
Sykur - Pláneta Y
LP Giobbi - Is This Love
The Weeknd, Anitta - Sao Paulo
Winx - Hypnotizin
LCD Soundsystem - X-Ray Eyes
Swedish House Mafia - Finally
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Lúpína, eða Nína Solveig Andersen, hóf sólóferil sinn haustið 2022 og hefur síðan þá heillað áheyrendur með einstökum tónum sínum. Fyrsta platan hennar, ringluð, kom út snemma árs 2023 og nú í haust gaf hún út aðra plötu sína, marglytta. Hún settist niður með Atla Má og þau ræddu ferilinn hingað til og auðvitað nýju plötuna.