15:03
Bara bækur
Þegar við hættum að skilja heiminn, Berlínarbjarmar og Kul
Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Í sinni fyrstu skáldsögu, Kul, fjallar Sunna Dís Másdóttir um Unu sem er á barmi kulnunar. Una er send vestur á firði í svartasta skammdeginu í nýstofnað meðferðarúrræði sem nefnist Kul. Þar dvelur hópur fólks í þorpi við sjávarsíðuna í leit að bata og jafnvægi í lífinu. Fyrir vestan fer fortíðin að sækja á Unu, minningar frá æskuárunum með mömmu og Magga bróður. Við heimsækjum Sunnu Dís Másdóttur á skrifstofuna og fáum að heyra um hugmyndir bókarinnar.

Við þysjum svo inn í smæstu agnir sem vitað er um og finnum svör við eðli alheims sem eru svo stór að okkur fallast hendur og við hættum hreinlega að skilja. Þegar við hættum að skilja heiminn eftir Benjamin Labatut var að koma út í íslenskri þýðingu Sigrúnar Ástríðar Eiríksdóttur sem segir okkur frá.

Valur Gunnarsson segir okkur frá Berlín, borg sem hefur séð tímana tvenna. Framtíðin tilheyrir Berlín, sem er í sífelldri endurnýjun og sífelldu niðurrifi. En við erum líklega of sein fyrir Berlín, eins og allir aðrir. Valur var að gefa út bókina Berlínarbjarmar, langan doðrant um þessa margslungnu og klofnu borg.

Viðmælendur: Sigrún Á. Eiríksdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Valur Gunnarsson.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,