22:05
Konsert
Gullin Iceland Airwaves tóndæmi frá liðnum árum
Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.

Airwaves hefst fimmtudaginn 7. nóvember og stendur í þrjá daga til 9. nóvember. Dagskráin er flott, heilmikið af flottri músík bæði héðan frá Íslandi og frá mörgum öðrum löndum.

Í Konsert vikunnar ætlum við að rifja upp nokkur góð og mögnuð tóndæmi frá liðnum hátíðum úr stóru upptökusafni Rásar 2, en Airwaves er 25 ára í ár. Við heyrum tóndæmi með fólki og sveitum eins og Suede, Dead Sea Apple, Benna Hemm Hemm, The Zutons, Mínus, Heacy Trash, Dr. Spock, Vampire Weekend, Eivor, Hafdísi Huld, Láru Rúnars, Mammút, Ensími, John Grant, Sinéad O´Connor, Ásgeir, Hjaltalín ofl.

Er aðgengilegt til 24. október 2025.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,