
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Skúli Ólafsson flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Bogi Ágústsson var með okkur í þætti dagsins og ræddi um kosningar á árinu og lýðræði. 2024 hefur verið kallað kosningaárið mikla – aldrei hafa jafnmargir kosið á einu ári en ekki eru alls staðar kosningarnar lýðræðislegar og frjálsar.
Af sveitarfélögum landsins er best að vinna hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi og er það fyrir vikið sveitarfélag ársins. Hvað gera Skeiðamenn og Gnúpverjar svona vel? Við spurðum Harald Þór Jónsson oddvita.
Í síðasta hluta þáttarins lékum við íslenska tónlist; viið völdum lög af plötum sem voru alveg við toppinn í vali á bestu plötu Íslandssögunnar fyrir fimmtán árum.
Tónlist:
Egill Ólafsson, Stuðmenn - Dagur að rísa.
Pantoja, Isabel - Yemanya.
Trúbrot, Trúbrot - Hush-a-bye.
Spilverk þjóðanna, Megas - Saga úr sveitinn.
Þursaflokkurinn - Nútíminn.
Baldry, Long John, Stuðmenn - She broke my heart.
Steinunn Bjarnadóttir, Stuðmenn - Strax í dag.



Veðurstofa Íslands.

Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við leitumst við að stunda líkamsrækt og hreyfingu til að halda líkamanum við, halda vöðvunum við, en skynfærin geta gleymst. Við fræddumst í dag um skynjun og skynfærin okkar. Berglind Indriðadóttir, iðjuþjálfi, stendur fyrir námskeiðinu Skynjun og skynörvun - leiðir að betri líðan notenda öldrunarþjónustu þar sem hún kennir leiðir til að halda skynfærunum við. Berglind fjallar um leiðir til þess að flétta örvun fyrir skynfærin inn í daglegar athafnir. Berglind var hjá okkur í dag og fór með okkur yfir það hvernig við getum örvað skynjun okkar og skynfærin.
Georg Lúðvíksson er sérfræðingur í heimilisfjármálum og stofnandi Meniga sem sérhæfir sig í persónulegum fjármálum. Georg hefur haldið ógrynni námskeiða um mikilvægi þess að hafa fjármálin á hreinu og fjallað um heimilisbókhald, hvernig hægt er að halda eyðslunni í skefjum, borgað niður skuldir, hvernig lán á að taka osfrv. Við heyrðum í Georgi í dag, þegar heimilisbókhaldið hefur sjaldan skipt meira máli, enda hefur allt hækkað og vextir eru háir.
Þegar Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú (1771-1856) var borin til grafar voru þau orð látin falla að hún hefði verið í „öllu tilliti merkiskona“. Hún safnaði miklum auði, stóð í viðskiptum og var ein ríkasta kona Íslands á sínum tíma. Halldóra Kristinsdóttir starfar sem sérfræðingur á handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns sagði okkur nánar frá lífshlaupi Valgerðar í þættinum.
Tónlistin í þættinum
Með þér / Ragnheiður Gröndal (Bubbi Morthens)
Í bláum skugga / Stuðmenn (Sigurður Bjóla Garðarsson)
Let’s keep dancing / Emilíana Torrini (Emillíana Torrini og Simon Byrt)
Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Atli Bollason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á andláti konu á sjötugsaldri í gærkvöld.
Átján börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík hafa verið til meðferðar hjá Barnaspítala Hringsins vegna E.coli sýkingar. Sjö börn liggja inni á spítalanum og tvö eru alvarlega veik.
Tæplega þúsund læknar á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum sem starfa hjá ríkinu gætu farið í verkfall 18. nóvember takist ekki samningar.
Stjórnvöld í Suður Kóreu segjast ekki ætla að láta ósvarað ef norður kóreskir hermenn verða sendir undir merkjum Rússa á vígstöðvarnar í Úkraínu. Til greina komi að senda Úkraínumönnum vopn til að verjast innrás Rússa.
Þúsundir viðskiptavina RARIK urðu fyrir rafmagnstruflunum í byrjun október. Tvö hundruð tilkynningar hafa borist vegna tjóns á rafmagnstækjum í Mývatnssveit.
Jakob Frímann Magnússon þingmaður hefur sagt sig úr Flokki fólksins en starfar áfram á Alþingi utan flokka. Þingfundur um mál sem tengjast fjárlögum er nú á Alþingi.
Baráttan harðnar milli Harris og Trump þegar tólf dagar eru í forsetakosningar í Bandaríkjunum. Hún kallar hann fasista og hann segir hana ógn við lýðræðið.
Undirbúningur er hafinn að afhendingu á tíu hektörum af landi Reykjavíkurflugvallar til Reykjavíkurborgar. Framkvæmdastjóri hjá Isavia segir mikilvægt að flugöryggi skerðist ekki þegar nýtt hverfi rís á landinu.
Fiðrildategund, sem finnst í austurhluta Norður-Ameríku, hefur verið nefnd eftir Björk Guðmundsdóttur.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Í þessum þætti er rætt um mann sem varð heimsþekktur fyrir að stela óútgefnum handritum rithöfunda. Mann sem flestir töldu að hefði verið stoppaður af, eftir að alríkislögreglan í Bandaríkjunum handtók hann fyrir nokkrum árum.
En nei. Sunna Dís Másdóttir fékk að kynnast þjófnum á dögunum, rétt fyrir útgáfu nýrrar skáldsögu hennar. Friðgeir Einarsson, kollegi hennar, hefur kafað ofan í málið. Þóra Tómasdóttir talaði við þau.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Forsvarsmenn samfélagsmiðla á borð við Facebook, Instagram og TikTok vita að það eru kosningar framundan á Íslandi og eru því sérlega vakandi fyrir því að koma í veg fyrir að misvísandi upplýsingar, matreiddar af gervigreind, komist í umferð. Við byrjum þáttinn á Vélvitinu; Eyrún Magnúsdóttir ræðir við Elfu Ýr Gylfadóttur framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar um gervigreind og upplýsingaóreiðu í tengslum við kosningar.
Og við fjöllum meira um kosningar, eða réttara sagt fjöllum við um umfjöllun um kosningar. Aðdragandinn að alþingiskosningunum 30 nóvember næstkomandi verður smá óvenjulegur, ekki síst vegna þess að kosningarnar voru boðaðar óvænt og undirbúningstíminn er naumur. Stígur Helgason, kosningaritstjóri RÚV, kíkir í heimsókn hér á eftir og segir okkur aðeins frá kosningaumfjöllun ríkisútvarpsins næstu vikur.
En á dögunum vann Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistarkennari og eigandi Stílvopnsins, til alþjóðlegra nýsköpunarverðlauna fyrir samfélagslega nýsköpun. Hún hlaut þessi verðlaun fyrir að hafa þróað skapandi, valdeflandi og inngildandi kennsluaðferðir í fullorðinsfræðslu, einkum með aðferðum ritlistar. Við heyrum í Björgu um miðbik þáttar.
Og svo er það Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, sem er á smá ráðstefnuflakki og verður með regluleg innslög í Samfélaginu næstu vikur. Í dag segir hún okkur frá dvölinni í Cali í Kólumbíu, þar sem ráðstefna um líffræðilegan fjölbreytileika er haldin.
Tónlist úr þættinum:
BONNIE RAITT - Nick Of Time.
LYLE LOVETT - Election Day.
MUGISON - Tipzy king.

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum verða leiknar hugleiðingar í tónum, en ekki er óalgengt að tónsmiðir kalli verk sín hugleiðingar. Á erlendum málum er oftast notað orðið "meditation" og meðal þeirra tónsmíða sem fluttar verða í þættinum er "Méditation" úr óperunni "Thaïs" eftir franska tónskáldið Jules Massenet. Sú tónsmíð er sérlega vinsæl og oftast leikin á einleiksfiðlu með hljómsveit, en í þættinum verður hún leikin í sinni upprunalegu gerð, eins og hún hljómar í óperunni, og þar er kór með. Einnig verða fluttar "hugleiðingar" eftir Claude Debussy, Antonio Carlos Jobim, Jórunni Viðar, Önnu Þorvaldsdóttur og fleiri. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Björn Þór Sigbjörnsson.
Í þessari þáttaröð fjallar Magnús Sveinn Helgason sagnfræðingur um sögu íslenska verðbréfamarkaðarins í aðdraganda fjármálabólunnar og hrunsins, hugsjónir frumherja hlutabréfamarkaðar, hugmyndir manna um markaðinn og afdrif þeirra.
Í þessum þætti er fjallað um svokallaða "umbreytingarfjárfesta" sem voru stórtækir upp úr aldamótum og hlutverk þeirra sett hagsögulegt samhengi. Umsjón: Magnús Sveinn Helgason.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Magnús Sigurðsson rithöfundur verður gestur okkar í dag en hann var að gefa út bókina Glerþræði, etnógrafísk brot. Í Glerþráðunum fléttar Magnús atvikum og persónum úr sögu landsins listilega saman og tengir við sögur úr nútímanum á einstakan hátt. Þetta er form sem Magnús hefur áður unnið með, en í þetta sinn vinnur hann einungis úr rammíslenskum heimildum. Heimildum sem margar hverjar komu úr bókahillunni á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi þar sem hægt er að nálgast gefins bækur.
Í kvöld verður frumsýnd heimildarmyndin, Dagurinn sem Ísland stöðvaðist, en hún fjallar um aðdraganda Kvennaverkfallsins 1975. Hrafnhildur Gunnarsdóttir meðhöfundur og framleiðandi myndarinnar verður einn af gestum okkar í dag.
Arndís Björk Ásgeirsdóttir rýnir í Sinfóníutónleikana sem fram fóru 17.október síðastliðinn og tónleika Yuja Wang og Víkings Heiðars og Katla
Ársælsdóttir rýnir í Litlu hryllingsbúðina í uppsetningu Leikfélags Akureyrar.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Yung Lean er sænskur tónlistarmaður sem er fæddur árið 1996, hann sló í gegn fyrir áratug síðan, varð heimsfrægur aðeins 17 ára gamall. Miðar á tónleika hans í Eldborg í Hörpu, sem fara fram á morgun, seldust upp á þremur dögum. Egill Ástráðsson, er aðdáandi Yung Lean, og einn þeirra sem standa að því að flytja hann inn til landsins, við ræðum áhrif listamannsins og Íslandstenginguna.
Árið 2021 fór í loftið á Rás 2 útvarpsþátturinn Ólátagarður. Þátturinn var frá upphafi nátengdur reykvísku grasrótartónlistarsenunni og útgáfuhópnum Post-dreifing. Lifi grasrótin var slagorð þáttarins. Í tæp fjögur ár hafa þáttarstjórnendur grafið djúpt ofan í moldina og kastað upp á borð ýmsum spírum. Þetta er tveggja tíma prógram á sunnudagskvöldum frá átta til tíu, með viðtölum og helling af tónlist sem heyrist ekki annars staðar, demóum og prufuupptökum frá ungum og efnilegu tónlistarfólki. Nú í haust tóku nýir umsjónarmenn við þættinum, Björk Magnúsdóttir og Einar Karl Pétursson.
Kolbeinn Rastrick rýnir í tvær nýjar íslenskar bíómyndir, Missi eftir Ara Alexander Ergis Magnússon og Topp 10 möst, eftir Ólöfu B. Torfadóttur.
Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Ungur karlmaður var í dag færður fyrir dómara, grunaður um að hafa banað konu á sjötugsaldri. Farið er fram á gæsluvarðhald yfir honum. Átta hafa verið myrt í sjö manndrápsmálum á árinu.
Rekstrarniðurstaða flugfélagsins Play á þriðja ársfjórðungi var lakari en í fyrra, þrátt fyrir fimm hundruð milljóna króna hagnað. Heildartekjur drógust saman um átta komma átta prósent.
Donald Trump segist ætla að reka sérstakan saksóknara í málum alríkisins gegn sér, komist hann aftur í Hvíta húsið. Það getur hann reyndar ekki, lögum samkvæmt, en dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans gæti það hæglega.
Snjóflóðahætta á athafnasvæði Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á veginum þangað getur sett starfsmenn í hættu og valdið því að mikil verðmæti tapist á hávertíð. Fyrirtækið vill taka þátt í að láta varnir verða að veruleika.
Víkingur Reykjavík vann belgíska liðið Cercle Brugge 3-1 í dag. Þetta er fyrsti sigur íslensks liðs í deildarkeppni í Evrópu.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnusson
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
27 börn hafa greinst með eiturmyndandi Ecoli í hópsýkingu á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík. Verið er að rannsaka hvernig börnin veiktust en grunurinn hefur einna helst beinst að nautahakki. Þetta er alvarlegasta hópsýking af þessu tagi frá því fyrir fimm árum, og þá sem nú voru það börn sem veiktust. Freyr Gígja Gunnarsson kynnti sér málið og ræddi við Vigdísi Tryggvadóttur sérgreinadýralækni hjá Matvælastofnun.
Starf eða embætti héraðslæknis er ekki jafn eftirsótt og það eitt sinn var. Í vikunni bárust fréttir af því að sveitarfélög á Vesturlandi vilji leggja heilbrigðisstofnunum lið við að manna lítt eftirsóttar stöður og vinnuálagið er til umræðu í kjarabaráttu lækna. Gréta Sigríður Einarsdóttir ræðir við Sigurð Einar Sigurðsson framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Steinunni Þórðardóttur formann Læknafélagsins.
Ásakanir um pólitískt vændi fjúka milli stjórnarflokkanna. Forsætisráðherra skammar dómsmálaráðherrann fyrir ljótt orðbragð. Þannig er staðan við ríkisstjórnarborðið í Ósló. En dugar þetta til að stjórnin falli ári áður en kjörtímabili lýkur rétt eins og gerðist á Íslandi? Gísli Kristjánsson, fréttaritari í Ósló, er með meira um ástandið í konungsríki frænda okkar austan Atlantsála.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Djákninn á Myrká (Ísland) - Athugið að atriði í þessari sögu gæti vakið óhug hjá yngstu börnunum, mælt er með að þau hlusti með fullorðnum.
Hvernig sögur urður til (Norður- Ameríka)
Leikraddir:
Birkir Blær Ingólfsson
Helgi Már Halldórsson
Regína Rögnvaldsdóttir
Sigurður Ingi Einarsson
Vala Kristín Eiríksdóttir
Sérfræðingur í þjóðsögum: Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands
Lestur og umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurstofa Íslands.

Hlustendum veitt innsýn í efnisskrá tónleika kvöldsins.

Beinar útsendingar frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Á efnisskrá:
*The Fact of the Matter eftir Hildi Guðnadóttur.
*Sellókonsert eftir Edward Elgar.
*Petrushka eftir Igor Stravinskíj.
Einleikari: Yo-Yo Ma.
Kór: Sönghópurinn Hljómeyki.
Kórstjóri: Stefan Sand.
Stjórnandi: Eva Ollikainen.
Kynnir: Guðni Tómasson.
Tónleikarnir eru einungis aðgengilegir í beinni útsendingu á Íslandi vegna réttindamála.

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við leitumst við að stunda líkamsrækt og hreyfingu til að halda líkamanum við, halda vöðvunum við, en skynfærin geta gleymst. Við fræddumst í dag um skynjun og skynfærin okkar. Berglind Indriðadóttir, iðjuþjálfi, stendur fyrir námskeiðinu Skynjun og skynörvun - leiðir að betri líðan notenda öldrunarþjónustu þar sem hún kennir leiðir til að halda skynfærunum við. Berglind fjallar um leiðir til þess að flétta örvun fyrir skynfærin inn í daglegar athafnir. Berglind var hjá okkur í dag og fór með okkur yfir það hvernig við getum örvað skynjun okkar og skynfærin.
Georg Lúðvíksson er sérfræðingur í heimilisfjármálum og stofnandi Meniga sem sérhæfir sig í persónulegum fjármálum. Georg hefur haldið ógrynni námskeiða um mikilvægi þess að hafa fjármálin á hreinu og fjallað um heimilisbókhald, hvernig hægt er að halda eyðslunni í skefjum, borgað niður skuldir, hvernig lán á að taka osfrv. Við heyrðum í Georgi í dag, þegar heimilisbókhaldið hefur sjaldan skipt meira máli, enda hefur allt hækkað og vextir eru háir.
Þegar Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú (1771-1856) var borin til grafar voru þau orð látin falla að hún hefði verið í „öllu tilliti merkiskona“. Hún safnaði miklum auði, stóð í viðskiptum og var ein ríkasta kona Íslands á sínum tíma. Halldóra Kristinsdóttir starfar sem sérfræðingur á handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns sagði okkur nánar frá lífshlaupi Valgerðar í þættinum.
Tónlistin í þættinum
Með þér / Ragnheiður Gröndal (Bubbi Morthens)
Í bláum skugga / Stuðmenn (Sigurður Bjóla Garðarsson)
Let’s keep dancing / Emilíana Torrini (Emillíana Torrini og Simon Byrt)
Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Atli Bollason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Yung Lean er sænskur tónlistarmaður sem er fæddur árið 1996, hann sló í gegn fyrir áratug síðan, varð heimsfrægur aðeins 17 ára gamall. Miðar á tónleika hans í Eldborg í Hörpu, sem fara fram á morgun, seldust upp á þremur dögum. Egill Ástráðsson, er aðdáandi Yung Lean, og einn þeirra sem standa að því að flytja hann inn til landsins, við ræðum áhrif listamannsins og Íslandstenginguna.
Árið 2021 fór í loftið á Rás 2 útvarpsþátturinn Ólátagarður. Þátturinn var frá upphafi nátengdur reykvísku grasrótartónlistarsenunni og útgáfuhópnum Post-dreifing. Lifi grasrótin var slagorð þáttarins. Í tæp fjögur ár hafa þáttarstjórnendur grafið djúpt ofan í moldina og kastað upp á borð ýmsum spírum. Þetta er tveggja tíma prógram á sunnudagskvöldum frá átta til tíu, með viðtölum og helling af tónlist sem heyrist ekki annars staðar, demóum og prufuupptökum frá ungum og efnilegu tónlistarfólki. Nú í haust tóku nýir umsjónarmenn við þættinum, Björk Magnúsdóttir og Einar Karl Pétursson.
Kolbeinn Rastrick rýnir í tvær nýjar íslenskar bíómyndir, Missi eftir Ara Alexander Ergis Magnússon og Topp 10 möst, eftir Ólöfu B. Torfadóttur.