17:03
Lestin
Yung Lean í Eldborg, rýni í Missi og Topp 10 möst, nýjir umsjónarmenn Ólátagarðs
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Yung Lean er sænskur tónlistarmaður sem er fæddur árið 1996, hann sló í gegn fyrir áratug síðan, varð heimsfrægur aðeins 17 ára gamall. Miðar á tónleika hans í Eldborg í Hörpu, sem fara fram á morgun, seldust upp á þremur dögum. Egill Ástráðsson, er aðdáandi Yung Lean, og einn þeirra sem standa að því að flytja hann inn til landsins, við ræðum áhrif listamannsins og Íslandstenginguna.

Árið 2021 fór í loftið á Rás 2 útvarpsþátturinn Ólátagarður. Þátturinn var frá upphafi nátengdur reykvísku grasrótartónlistarsenunni og útgáfuhópnum Post-dreifing. Lifi grasrótin var slagorð þáttarins. Í tæp fjögur ár hafa þáttarstjórnendur grafið djúpt ofan í moldina og kastað upp á borð ýmsum spírum. Þetta er tveggja tíma prógram á sunnudagskvöldum frá átta til tíu, með viðtölum og helling af tónlist sem heyrist ekki annars staðar, demóum og prufuupptökum frá ungum og efnilegu tónlistarfólki. Nú í haust tóku nýir umsjónarmenn við þættinum, Björk Magnúsdóttir og Einar Karl Pétursson.

Kolbeinn Rastrick rýnir í tvær nýjar íslenskar bíómyndir, Missi eftir Ara Alexander Ergis Magnússon og Topp 10 möst, eftir Ólöfu B. Torfadóttur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,