Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Bogi Ágústsson var með okkur í þætti dagsins og ræddi um kosningar á árinu og lýðræði. 2024 hefur verið kallað kosningaárið mikla – aldrei hafa jafnmargir kosið á einu ári en ekki eru alls staðar kosningarnar lýðræðislegar og frjálsar.
Af sveitarfélögum landsins er best að vinna hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi og er það fyrir vikið sveitarfélag ársins. Hvað gera Skeiðamenn og Gnúpverjar svona vel? Við spurðum Harald Þór Jónsson oddvita.
Í síðasta hluta þáttarins lékum við íslenska tónlist; viið völdum lög af plötum sem voru alveg við toppinn í vali á bestu plötu Íslandssögunnar fyrir fimmtán árum.
Tónlist:
Egill Ólafsson, Stuðmenn - Dagur að rísa.
Pantoja, Isabel - Yemanya.
Trúbrot, Trúbrot - Hush-a-bye.
Spilverk þjóðanna, Megas - Saga úr sveitinn.
Þursaflokkurinn - Nútíminn.
Baldry, Long John, Stuðmenn - She broke my heart.
Steinunn Bjarnadóttir, Stuðmenn - Strax í dag.
Veðurstofa Íslands.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Við leitumst við að stunda líkamsrækt og hreyfingu til að halda líkamanum við, halda vöðvunum við, en skynfærin geta gleymst. Við fræddumst í dag um skynjun og skynfærin okkar. Berglind Indriðadóttir, iðjuþjálfi, stendur fyrir námskeiðinu Skynjun og skynörvun - leiðir að betri líðan notenda öldrunarþjónustu þar sem hún kennir leiðir til að halda skynfærunum við. Berglind fjallar um leiðir til þess að flétta örvun fyrir skynfærin inn í daglegar athafnir. Berglind var hjá okkur í dag og fór með okkur yfir það hvernig við getum örvað skynjun okkar og skynfærin.
Georg Lúðvíksson er sérfræðingur í heimilisfjármálum og stofnandi Meniga sem sérhæfir sig í persónulegum fjármálum. Georg hefur haldið ógrynni námskeiða um mikilvægi þess að hafa fjármálin á hreinu og fjallað um heimilisbókhald, hvernig hægt er að halda eyðslunni í skefjum, borgað niður skuldir, hvernig lán á að taka osfrv. Við heyrðum í Georgi í dag, þegar heimilisbókhaldið hefur sjaldan skipt meira máli, enda hefur allt hækkað og vextir eru háir.
Þegar Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú (1771-1856) var borin til grafar voru þau orð látin falla að hún hefði verið í „öllu tilliti merkiskona“. Hún safnaði miklum auði, stóð í viðskiptum og var ein ríkasta kona Íslands á sínum tíma. Halldóra Kristinsdóttir starfar sem sérfræðingur á handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns sagði okkur nánar frá lífshlaupi Valgerðar í þættinum.
Tónlistin í þættinum
Með þér / Ragnheiður Gröndal (Bubbi Morthens)
Í bláum skugga / Stuðmenn (Sigurður Bjóla Garðarsson)
Let’s keep dancing / Emilíana Torrini (Emillíana Torrini og Simon Byrt)
Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Atli Bollason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á andláti konu á sjötugsaldri í gærkvöld.
Átján börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík hafa verið til meðferðar hjá Barnaspítala Hringsins vegna E.coli sýkingar. Sjö börn liggja inni á spítalanum og tvö eru alvarlega veik.
Tæplega þúsund læknar á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum sem starfa hjá ríkinu gætu farið í verkfall 18. nóvember takist ekki samningar.
Stjórnvöld í Suður Kóreu segjast ekki ætla að láta ósvarað ef norður kóreskir hermenn verða sendir undir merkjum Rússa á vígstöðvarnar í Úkraínu. Til greina komi að senda Úkraínumönnum vopn til að verjast innrás Rússa.
Þúsundir viðskiptavina RARIK urðu fyrir rafmagnstruflunum í byrjun október. Tvö hundruð tilkynningar hafa borist vegna tjóns á rafmagnstækjum í Mývatnssveit.
Jakob Frímann Magnússon þingmaður hefur sagt sig úr Flokki fólksins en starfar áfram á Alþingi utan flokka. Þingfundur um mál sem tengjast fjárlögum er nú á Alþingi.
Baráttan harðnar milli Harris og Trump þegar tólf dagar eru í forsetakosningar í Bandaríkjunum. Hún kallar hann fasista og hann segir hana ógn við lýðræðið.
Undirbúningur er hafinn að afhendingu á tíu hektörum af landi Reykjavíkurflugvallar til Reykjavíkurborgar. Framkvæmdastjóri hjá Isavia segir mikilvægt að flugöryggi skerðist ekki þegar nýtt hverfi rís á landinu.
Fiðrildategund, sem finnst í austurhluta Norður-Ameríku, hefur verið nefnd eftir Björk Guðmundsdóttur.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Í þessum þætti er rætt um mann sem varð heimsþekktur fyrir að stela óútgefnum handritum rithöfunda. Mann sem flestir töldu að hefði verið stoppaður af, eftir að alríkislögreglan í Bandaríkjunum handtók hann fyrir nokkrum árum.
En nei. Sunna Dís Másdóttir fékk að kynnast þjófnum á dögunum, rétt fyrir útgáfu nýrrar skáldsögu hennar. Friðgeir Einarsson, kollegi hennar, hefur kafað ofan í málið. Þóra Tómasdóttir talaði við þau.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Forsvarsmenn samfélagsmiðla á borð við Facebook, Instagram og TikTok vita að það eru kosningar framundan á Íslandi og eru því sérlega vakandi fyrir því að koma í veg fyrir að misvísandi upplýsingar, matreiddar af gervigreind, komist í umferð. Við byrjum þáttinn á Vélvitinu; Eyrún Magnúsdóttir ræðir við Elfu Ýr Gylfadóttur framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar um gervigreind og upplýsingaóreiðu í tengslum við kosningar.
Og við fjöllum meira um kosningar, eða réttara sagt fjöllum við um umfjöllun um kosningar. Aðdragandinn að alþingiskosningunum 30 nóvember næstkomandi verður smá óvenjulegur, ekki síst vegna þess að kosningarnar voru boðaðar óvænt og undirbúningstíminn er naumur. Stígur Helgason, kosningaritstjóri RÚV, kíkir í heimsókn hér á eftir og segir okkur aðeins frá kosningaumfjöllun ríkisútvarpsins næstu vikur.
En á dögunum vann Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistarkennari og eigandi Stílvopnsins, til alþjóðlegra nýsköpunarverðlauna fyrir samfélagslega nýsköpun. Hún hlaut þessi verðlaun fyrir að hafa þróað skapandi, valdeflandi og inngildandi kennsluaðferðir í fullorðinsfræðslu, einkum með aðferðum ritlistar. Við heyrum í Björgu um miðbik þáttar.
Og svo er það Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, sem er á smá ráðstefnuflakki og verður með regluleg innslög í Samfélaginu næstu vikur. Í dag segir hún okkur frá dvölinni í Cali í Kólumbíu, þar sem ráðstefna um líffræðilegan fjölbreytileika er haldin.
Tónlist úr þættinum:
BONNIE RAITT - Nick Of Time.
LYLE LOVETT - Election Day.
MUGISON - Tipzy king.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum verða leiknar hugleiðingar í tónum, en ekki er óalgengt að tónsmiðir kalli verk sín hugleiðingar. Á erlendum málum er oftast notað orðið "meditation" og meðal þeirra tónsmíða sem fluttar verða í þættinum er "Méditation" úr óperunni "Thaïs" eftir franska tónskáldið Jules Massenet. Sú tónsmíð er sérlega vinsæl og oftast leikin á einleiksfiðlu með hljómsveit, en í þættinum verður hún leikin í sinni upprunalegu gerð, eins og hún hljómar í óperunni, og þar er kór með. Einnig verða fluttar "hugleiðingar" eftir Claude Debussy, Antonio Carlos Jobim, Jórunni Viðar, Önnu Þorvaldsdóttur og fleiri. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Björn Þór Sigbjörnsson.
Í þessari þáttaröð fjallar Magnús Sveinn Helgason sagnfræðingur um sögu íslenska verðbréfamarkaðarins í aðdraganda fjármálabólunnar og hrunsins, hugsjónir frumherja hlutabréfamarkaðar, hugmyndir manna um markaðinn og afdrif þeirra.
Í þessum þætti er fjallað um svokallaða "umbreytingarfjárfesta" sem voru stórtækir upp úr aldamótum og hlutverk þeirra sett hagsögulegt samhengi. Umsjón: Magnús Sveinn Helgason.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Magnús Sigurðsson rithöfundur verður gestur okkar í dag en hann var að gefa út bókina Glerþræði, etnógrafísk brot. Í Glerþráðunum fléttar Magnús atvikum og persónum úr sögu landsins listilega saman og tengir við sögur úr nútímanum á einstakan hátt. Þetta er form sem Magnús hefur áður unnið með, en í þetta sinn vinnur hann einungis úr rammíslenskum heimildum. Heimildum sem margar hverjar komu úr bókahillunni á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi þar sem hægt er að nálgast gefins bækur.
Í kvöld verður frumsýnd heimildarmyndin, Dagurinn sem Ísland stöðvaðist, en hún fjallar um aðdraganda Kvennaverkfallsins 1975. Hrafnhildur Gunnarsdóttir meðhöfundur og framleiðandi myndarinnar verður einn af gestum okkar í dag.
Arndís Björk Ásgeirsdóttir rýnir í Sinfóníutónleikana sem fram fóru 17.október síðastliðinn og tónleika Yuja Wang og Víkings Heiðars og Katla
Ársælsdóttir rýnir í Litlu hryllingsbúðina í uppsetningu Leikfélags Akureyrar.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Yung Lean er sænskur tónlistarmaður sem er fæddur árið 1996, hann sló í gegn fyrir áratug síðan, varð heimsfrægur aðeins 17 ára gamall. Miðar á tónleika hans í Eldborg í Hörpu, sem fara fram á morgun, seldust upp á þremur dögum. Egill Ástráðsson, er aðdáandi Yung Lean, og einn þeirra sem standa að því að flytja hann inn til landsins, við ræðum áhrif listamannsins og Íslandstenginguna.
Árið 2021 fór í loftið á Rás 2 útvarpsþátturinn Ólátagarður. Þátturinn var frá upphafi nátengdur reykvísku grasrótartónlistarsenunni og útgáfuhópnum Post-dreifing. Lifi grasrótin var slagorð þáttarins. Í tæp fjögur ár hafa þáttarstjórnendur grafið djúpt ofan í moldina og kastað upp á borð ýmsum spírum. Þetta er tveggja tíma prógram á sunnudagskvöldum frá átta til tíu, með viðtölum og helling af tónlist sem heyrist ekki annars staðar, demóum og prufuupptökum frá ungum og efnilegu tónlistarfólki. Nú í haust tóku nýir umsjónarmenn við þættinum, Björk Magnúsdóttir og Einar Karl Pétursson.
Kolbeinn Rastrick rýnir í tvær nýjar íslenskar bíómyndir, Missi eftir Ara Alexander Ergis Magnússon og Topp 10 möst, eftir Ólöfu B. Torfadóttur.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Ungur karlmaður var í dag færður fyrir dómara, grunaður um að hafa banað konu á sjötugsaldri. Farið er fram á gæsluvarðhald yfir honum. Átta hafa verið myrt í sjö manndrápsmálum á árinu.
Rekstrarniðurstaða flugfélagsins Play á þriðja ársfjórðungi var lakari en í fyrra, þrátt fyrir fimm hundruð milljóna króna hagnað. Heildartekjur drógust saman um átta komma átta prósent.
Donald Trump segist ætla að reka sérstakan saksóknara í málum alríkisins gegn sér, komist hann aftur í Hvíta húsið. Það getur hann reyndar ekki, lögum samkvæmt, en dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans gæti það hæglega.
Snjóflóðahætta á athafnasvæði Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á veginum þangað getur sett starfsmenn í hættu og valdið því að mikil verðmæti tapist á hávertíð. Fyrirtækið vill taka þátt í að láta varnir verða að veruleika.
Víkingur Reykjavík vann belgíska liðið Cercle Brugge 3-1 í dag. Þetta er fyrsti sigur íslensks liðs í deildarkeppni í Evrópu.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnusson
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
27 börn hafa greinst með eiturmyndandi Ecoli í hópsýkingu á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík. Verið er að rannsaka hvernig börnin veiktust en grunurinn hefur einna helst beinst að nautahakki. Þetta er alvarlegasta hópsýking af þessu tagi frá því fyrir fimm árum, og þá sem nú voru það börn sem veiktust. Freyr Gígja Gunnarsson kynnti sér málið og ræddi við Vigdísi Tryggvadóttur sérgreinadýralækni hjá Matvælastofnun.
Starf eða embætti héraðslæknis er ekki jafn eftirsótt og það eitt sinn var. Í vikunni bárust fréttir af því að sveitarfélög á Vesturlandi vilji leggja heilbrigðisstofnunum lið við að manna lítt eftirsóttar stöður og vinnuálagið er til umræðu í kjarabaráttu lækna. Gréta Sigríður Einarsdóttir ræðir við Sigurð Einar Sigurðsson framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Steinunni Þórðardóttur formann Læknafélagsins.
Ásakanir um pólitískt vændi fjúka milli stjórnarflokkanna. Forsætisráðherra skammar dómsmálaráðherrann fyrir ljótt orðbragð. Þannig er staðan við ríkisstjórnarborðið í Ósló. En dugar þetta til að stjórnin falli ári áður en kjörtímabili lýkur rétt eins og gerðist á Íslandi? Gísli Kristjánsson, fréttaritari í Ósló, er með meira um ástandið í konungsríki frænda okkar austan Atlantsála.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Djákninn á Myrká (Ísland) - Athugið að atriði í þessari sögu gæti vakið óhug hjá yngstu börnunum, mælt er með að þau hlusti með fullorðnum.
Hvernig sögur urður til (Norður- Ameríka)
Leikraddir:
Birkir Blær Ingólfsson
Helgi Már Halldórsson
Regína Rögnvaldsdóttir
Sigurður Ingi Einarsson
Vala Kristín Eiríksdóttir
Sérfræðingur í þjóðsögum: Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands
Lestur og umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Veðurstofa Íslands.
Beinar útsendingar frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Á efnisskrá:
*The Fact of the Matter eftir Hildi Guðnadóttur.
*Sellókonsert eftir Edward Elgar.
*Petrushka eftir Igor Stravinskíj.
Einleikari: Yo-Yo Ma.
Kór: Sönghópurinn Hljómeyki.
Kórstjóri: Stefan Sand.
Stjórnandi: Eva Ollikainen.
Kynnir: Guðni Tómasson.
Tónleikarnir eru einungis aðgengilegir í beinni útsendingu á Íslandi vegna réttindamála.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Við leitumst við að stunda líkamsrækt og hreyfingu til að halda líkamanum við, halda vöðvunum við, en skynfærin geta gleymst. Við fræddumst í dag um skynjun og skynfærin okkar. Berglind Indriðadóttir, iðjuþjálfi, stendur fyrir námskeiðinu Skynjun og skynörvun - leiðir að betri líðan notenda öldrunarþjónustu þar sem hún kennir leiðir til að halda skynfærunum við. Berglind fjallar um leiðir til þess að flétta örvun fyrir skynfærin inn í daglegar athafnir. Berglind var hjá okkur í dag og fór með okkur yfir það hvernig við getum örvað skynjun okkar og skynfærin.
Georg Lúðvíksson er sérfræðingur í heimilisfjármálum og stofnandi Meniga sem sérhæfir sig í persónulegum fjármálum. Georg hefur haldið ógrynni námskeiða um mikilvægi þess að hafa fjármálin á hreinu og fjallað um heimilisbókhald, hvernig hægt er að halda eyðslunni í skefjum, borgað niður skuldir, hvernig lán á að taka osfrv. Við heyrðum í Georgi í dag, þegar heimilisbókhaldið hefur sjaldan skipt meira máli, enda hefur allt hækkað og vextir eru háir.
Þegar Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú (1771-1856) var borin til grafar voru þau orð látin falla að hún hefði verið í „öllu tilliti merkiskona“. Hún safnaði miklum auði, stóð í viðskiptum og var ein ríkasta kona Íslands á sínum tíma. Halldóra Kristinsdóttir starfar sem sérfræðingur á handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns sagði okkur nánar frá lífshlaupi Valgerðar í þættinum.
Tónlistin í þættinum
Með þér / Ragnheiður Gröndal (Bubbi Morthens)
Í bláum skugga / Stuðmenn (Sigurður Bjóla Garðarsson)
Let’s keep dancing / Emilíana Torrini (Emillíana Torrini og Simon Byrt)
Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Atli Bollason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Yung Lean er sænskur tónlistarmaður sem er fæddur árið 1996, hann sló í gegn fyrir áratug síðan, varð heimsfrægur aðeins 17 ára gamall. Miðar á tónleika hans í Eldborg í Hörpu, sem fara fram á morgun, seldust upp á þremur dögum. Egill Ástráðsson, er aðdáandi Yung Lean, og einn þeirra sem standa að því að flytja hann inn til landsins, við ræðum áhrif listamannsins og Íslandstenginguna.
Árið 2021 fór í loftið á Rás 2 útvarpsþátturinn Ólátagarður. Þátturinn var frá upphafi nátengdur reykvísku grasrótartónlistarsenunni og útgáfuhópnum Post-dreifing. Lifi grasrótin var slagorð þáttarins. Í tæp fjögur ár hafa þáttarstjórnendur grafið djúpt ofan í moldina og kastað upp á borð ýmsum spírum. Þetta er tveggja tíma prógram á sunnudagskvöldum frá átta til tíu, með viðtölum og helling af tónlist sem heyrist ekki annars staðar, demóum og prufuupptökum frá ungum og efnilegu tónlistarfólki. Nú í haust tóku nýir umsjónarmenn við þættinum, Björk Magnúsdóttir og Einar Karl Pétursson.
Kolbeinn Rastrick rýnir í tvær nýjar íslenskar bíómyndir, Missi eftir Ara Alexander Ergis Magnússon og Topp 10 möst, eftir Ólöfu B. Torfadóttur.
Útvarpsfréttir.
Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia, verður gestur okkar í upphafi þáttar en félagið undirbýr núna afhendingu flugvallarlands í Skerjafirði til Reykjavíkurborgar með færslu flugvallargirðingar í samræmi við tilmæli innviðaráðherra í síðasta mánuði.
Hreinar vaxtatekjur Landsbankans á árinu nema 44,1 milljarði króna eða sem nemur tæplega fimm milljörðum á mánuði að meðaltali. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallar. Vilhjálmur Birgisson hefur skoðanir á hagnaði bankanna. Hann verður á línunni.
Við höldum síðan áfram að ræða kjaradeilu kennara og sveitarfélaga, í þetta skiptið með Ingu Rún Ólafsdóttur, formanni samninganefndar sveitarfélaga, sem segist alls ekki bjartsýn á að verkföllum verði aflýst.
Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, verður gestur okkar eftir átta fréttir. Hún heldur í dag fyrirlestur um áhrif auðmagns og stéttaskiptingar á heilsu.
Í dag er slétt ár frá því að stærsti baráttufundur Íslandssögunnar, kvennaverkfallið, var haldinn. Minna hefur farið fyrir kvennaverkfalli í ár. En hvað hefur gerst á þessu ári og hvert er stefnan tekin? Sonja Ýr Þorbergsdóttir lítur við hjá okkur.
Nokkuð hefur verið rætt um framboð Ölmu Möller og Víðis Reynissonar til Alþingis. Þau leiddu okkur í gegnum kórónuveirufaraldurinn og sumum þykir að gera þurfi upp þann tíma betur - líkt og Bretar hafa gert - og að Samfylkingin þurfi þá að hluta að svara fyrir ákvarðanir sem teknar voru á þessum tíma. Við ræðum þau mál við Henry Alexander Henryson, siðfræðing.
Tónlist:
ELÍN HALL - Vinir.
Lumineers, The, Bay, James, Kahan, Noah - Up All Night.
Bríet - Fimm.
KK BAND - Álfablokkin.
GDRN - Parísarhjól.
Mammaðín - Frekjukast.
ÞURSAFLOKKURINN - Gegnum Holt Og Hæðir.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Doddi var á sínum stað með Morgunverkin þar sem sagðar voru sögur af gleraugum Barry´s Manilow og þegar Alfreð Gíslason steig í hundaskít.
Við heyrðum einnig skemmtilega klippur um Jóa Pé og Króla úr þættinum Árið er...
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-10-24
MUGISON - Haustdansinn.
Beloved, The - Sweet harmony.
KK, Jón Jónsson Tónlistarm. - Sumarlandið.
BARRY MANILOW - Can't Smile Without You.
Sharon Jones & The Dapkings - How Long Do I Have To Wait For You.
Nouvelle Vague - Teenage kicks.
Tears for Fears - The Girl That I Call Home.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - All over the world.
GORILLAZ - Dare.
Hera Hjartardóttir - Do it.
DannyLux, Black Keys, The - Mi Tormenta.
A-HA - Manhattan Skyline (80).
Á MÓTI SÓL - Hvar Sem Ég Fer.
The Smiths - Bigmouth Strikes Again.
María Bóel - 7 ár síðan.
SEAL - Crazy.
Ágúst Elí Ásgeirsson - Hví ekki?.
ED SHEERAN - Eyes Closed.
Myrkvi - Glerbrot.
Yanya, Nilüfer - Like I Say (I Runaway).
JóiPé & Króli, JóiPé & Króli - B.O.B.A..
JóiPé & Króli - Sagan Af Okkur.
JóiPé & Króli - B.O.B.A..
Malen - Anywhere.
Lydon, John, Public Image Limited - Disappointed.
Chappell Roan - Hot To Go!.
KRASSASIG - Einn Dag Í Einu.
Djo - End of Beginning.
QUEEN - Play The Game.
Bubbi Morthens, Elín Hall - Föst milli glerja.
Albarn, Damon, Kaktus Einarsson - Gumbri.
Mars, Bruno, Lady Gaga - Die With A Smile.
Oyama hljómsveit - Cigarettes.
KYLIE MINOGUE - Slow.
Sigurður Guðmundsson - Gamalt lag.
MAZZY STAR - Fade Into You.
MØ - Blur ft. FOSTER THE PEOPLE.
BEYONCÉ - Halo.
SYCAMORE TREE - Fire.
SÍSÍ EY - Ain't Got Nobody.
Bee Gees - Too Much Heaven.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á andláti konu á sjötugsaldri í gærkvöld.
Átján börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík hafa verið til meðferðar hjá Barnaspítala Hringsins vegna E.coli sýkingar. Sjö börn liggja inni á spítalanum og tvö eru alvarlega veik.
Tæplega þúsund læknar á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum sem starfa hjá ríkinu gætu farið í verkfall 18. nóvember takist ekki samningar.
Stjórnvöld í Suður Kóreu segjast ekki ætla að láta ósvarað ef norður kóreskir hermenn verða sendir undir merkjum Rússa á vígstöðvarnar í Úkraínu. Til greina komi að senda Úkraínumönnum vopn til að verjast innrás Rússa.
Þúsundir viðskiptavina RARIK urðu fyrir rafmagnstruflunum í byrjun október. Tvö hundruð tilkynningar hafa borist vegna tjóns á rafmagnstækjum í Mývatnssveit.
Jakob Frímann Magnússon þingmaður hefur sagt sig úr Flokki fólksins en starfar áfram á Alþingi utan flokka. Þingfundur um mál sem tengjast fjárlögum er nú á Alþingi.
Baráttan harðnar milli Harris og Trump þegar tólf dagar eru í forsetakosningar í Bandaríkjunum. Hún kallar hann fasista og hann segir hana ógn við lýðræðið.
Undirbúningur er hafinn að afhendingu á tíu hektörum af landi Reykjavíkurflugvallar til Reykjavíkurborgar. Framkvæmdastjóri hjá Isavia segir mikilvægt að flugöryggi skerðist ekki þegar nýtt hverfi rís á landinu.
Fiðrildategund, sem finnst í austurhluta Norður-Ameríku, hefur verið nefnd eftir Björk Guðmundsdóttur.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi og Lovísa á sínum stað í Popplandi, fjölbreytt tónlist úr öllum áttum og plata vikunnar gerð upp eins og alltaf á fimmtudögum. Árni Matt og Júlía Ara dæmdu plötuna Þetta líf er allt í læ með Sigurði Guðmundssyni. Þessar helstu tónlistarfréttir og nýtt íslenskt efni.
Sykur - Pláneta Y.
TALK TALK - It's My Life.
NO DOUBT - It?s My Life.
TEARS FOR FEARS - Everybody Wants To Rule The World.
Tears for Fears - The Girl That I Call Home.
FLEETWOOD MAC - Little Lies.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON OG MEMFISMAFÍAN - Þitt auga.
Supersport! - Gráta smá.
Teddy Swims - Bad Dreams.
GOSI & SALÓME KATRÍN - Tilfinningar.
White, Jack - Archbishop Harold Holmes.
10 Speed - Space queen.
Kinks, The - All day and all of the night.
Sigurður Guðmundsson & Una Torfadóttir - Þetta líf er allt í læ.
Sigurður Guðmundsson, Bríet, Sigurður Guðmundsson, Bríet - Komast heim.
Sigurður Guðmundsson - Gæti verið verra.
Björgvin Halldórsson & Sigurður Guðmundsson - Eitthvað til að taka með.
Sigurður Guðmundsson - Alltaf að læra.
Sigurður Guðmundsson - Sáttur eða sár.
Sigurður Guðmundsson - Komast á blað.
Sigurður Guðmundsson - Alltaf að læra.
Sigurður Guðmundsson - Gæti verið verra.
AMY WINEHOUSE - Love Is A Loosing Game.
Snorri Helgason - Aron.
SIMPLE MINDS - Don't You (Forget About Me).
CORINNE BAILEY RAE - Put Your Records On.
Una Torfadóttir - Dropi í hafi.
Beabadoobee - Beaches.
FOO FIGHTERS - Times Like These [Acoustic Version].
Webster, Faye - After the First Kiss.
Páll Óskar Hjálmtýsson - Elskar þú mig ennþá.
MAHMOOD - Soldi (Eurovisíon 2019 - Ítalía).
TRACY CHAPMAN - Fast car.
Árný Margrét - I miss you, I do.
X AMBASSADORS - Renegades.
Hjálmar - Kindin Einar.
Beck, Peck, Orville - Death Valley High.
VALDIMAR - Yfir borgina.
Cure Hljómsveit - A fragile thing.
BJÖRK - Army Of Me.
Dina Ögon - Jag vill ha allt.
JÓN JÓNSSON & KK - Sumarlandið.
JOHN MAYER - Daughters.
JONI MITCHELL - Help Me.
ELTON JOHN - I’m Still Standing.
CHAPPELL ROAN - Pink Pony Club.
ARTEMAS - I Like The Way You Kiss Me.
BRÍET & ÁSGEIR - Venus.
BOGOMIL FONT & GREININGADEILDIN - Skítaveður.
Í dag birtist á Vísi grein eftir alþingismanninn Sigmar Guðmundsson með yfirskriftinni Jón Kjartan og Sindri Geir. En þar fjallar hann um þegar að Ásgeir Gíslason faðir tveggja ungra manna hringdi í hann fyrir nokkrum vikum síðan og sagði honum sögu af sonum sínum, sögu sem er sorglegri en orð fá lýst. Ásgeir sagði Sigmari að synir hans hefðu látist úr ofskömmtun lyfja með tólf klukkustunda millibili í ágúst síðastliðnum. Þeir bjuggu saman í íbúð í Kópavogi og höfðu báðir verið að leita sér hjálpar. Fjölskylda mannanna hefur ekki treyst sér að ræða þessi mál í fjölmiðlum en báðu Sigmar að koma þessu á framfæri. Sigmar kom í þáttinn til okkar.
Hjónin Björk Jakobs og Gunni Helga koma til okkar strax að loknum fimm fréttum en þau hafa í nægu að snúast. Gunni er að senda frá sér nýja bók, Stella segir bless og Björk frumsýnir Tóma hamingju í Borgarleikhúsinu annað kvöld. Þau fengu sér kaffi með okkur, hress og kát að vanda.
Við ræddum hvernig draga megi úr brotthvarfi nemenda úr framhaldsskóla í þættinum við hana Heiði Hrund Jónsdóttur. Heiður sem er félagsfræðingur með kennsluréttindi á framhaldsskólastigi hefur unnið að doktorsrannsókn þar sem hún vinnur með gögn frá nemendum við lok grunnskólagöngu og svo aftur fjórum árum seinna. Heiður kom til okkar og sagði okkur betur frá.
Við fengum lifandi tóna í þættinum frá Kyrju en Kyrja er nýr sönghópur úr Reykjavík sem samanstendur af söngvurum sem hafa sungið mikið saman í ólíkum hópum. Kyrja verður með tónleika í Fríkirkjuninni á laugardaginn en gáfu okkur fyrst smá tóndæmi.
Eins og allir vita er verið að taka upp kvikmynd í Höfða um leiðtogafundinn í Höfða. Það er framleiðslufyrirtækið Pegasus sem hefur leigt Höfða og við heyrðum örstutt í Ella Cassata eiganda Pegasus og tókum stöðuna á verkefninu.
Í gær rákum við augun í stöðufærslu frá Karli Ágústi Úlfssyni, þar sem hann leitaði til máttar facebook. Í færslunni kemur meðal annars þetta fram: Fyrir þremur árum, í september 2021, gaf ég upprunalega handritið af Með öðrum morðum, fyrstu Harrýs og Heimis seríunni, á uppboð Child Health Communication Centre til fjáröflunar fyrir bágstödd börn í Uganda. Til þess að ég ætti sjálfur handrit til varðveislu lét ég ljósrita það upprunalega áður en ég lét það af hendi. Nú er ég að skanna mörg af verkunum mínum svo þau glatist ekki endanlega, en uppgötva þá sjálfum mér til skelfingar að umrætt ljósrit er meingallað og í það vantar þónokkrar blaðsíður. Við heyrðum í Karli Ágústi.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Ungur karlmaður var í dag færður fyrir dómara, grunaður um að hafa banað konu á sjötugsaldri. Farið er fram á gæsluvarðhald yfir honum. Átta hafa verið myrt í sjö manndrápsmálum á árinu.
Rekstrarniðurstaða flugfélagsins Play á þriðja ársfjórðungi var lakari en í fyrra, þrátt fyrir fimm hundruð milljóna króna hagnað. Heildartekjur drógust saman um átta komma átta prósent.
Donald Trump segist ætla að reka sérstakan saksóknara í málum alríkisins gegn sér, komist hann aftur í Hvíta húsið. Það getur hann reyndar ekki, lögum samkvæmt, en dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans gæti það hæglega.
Snjóflóðahætta á athafnasvæði Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á veginum þangað getur sett starfsmenn í hættu og valdið því að mikil verðmæti tapist á hávertíð. Fyrirtækið vill taka þátt í að láta varnir verða að veruleika.
Víkingur Reykjavík vann belgíska liðið Cercle Brugge 3-1 í dag. Þetta er fyrsti sigur íslensks liðs í deildarkeppni í Evrópu.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnusson
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
27 börn hafa greinst með eiturmyndandi Ecoli í hópsýkingu á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík. Verið er að rannsaka hvernig börnin veiktust en grunurinn hefur einna helst beinst að nautahakki. Þetta er alvarlegasta hópsýking af þessu tagi frá því fyrir fimm árum, og þá sem nú voru það börn sem veiktust. Freyr Gígja Gunnarsson kynnti sér málið og ræddi við Vigdísi Tryggvadóttur sérgreinadýralækni hjá Matvælastofnun.
Starf eða embætti héraðslæknis er ekki jafn eftirsótt og það eitt sinn var. Í vikunni bárust fréttir af því að sveitarfélög á Vesturlandi vilji leggja heilbrigðisstofnunum lið við að manna lítt eftirsóttar stöður og vinnuálagið er til umræðu í kjarabaráttu lækna. Gréta Sigríður Einarsdóttir ræðir við Sigurð Einar Sigurðsson framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Steinunni Þórðardóttur formann Læknafélagsins.
Ásakanir um pólitískt vændi fjúka milli stjórnarflokkanna. Forsætisráðherra skammar dómsmálaráðherrann fyrir ljótt orðbragð. Þannig er staðan við ríkisstjórnarborðið í Ósló. En dugar þetta til að stjórnin falli ári áður en kjörtímabili lýkur rétt eins og gerðist á Íslandi? Gísli Kristjánsson, fréttaritari í Ósló, er með meira um ástandið í konungsríki frænda okkar austan Atlantsála.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
HubbaBubba, Þórunn Antonía - Aldrei of seint
Háski - Valdi þig.
Mr. Clean Bass Crew - Funkytown
Bjarki - The Lover That You Are
Pitenz - Kaupinhafn brennur
Gusgus - Within You (Kölsch Remix)
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Malen - Anywhere
88JETZ - Ocean Floors
Neil Frances - Teardrops
C.Tappin - Reprise
Khruangbin & Leon Bridges - Mariella
Oyama - Cigarettes
Mick Jenkins Jazz
Nilüfer Yanya - Like I say ( I runaway)
Katla Yamagata - Ránfugl
Supersport! - Gráta smá
Born at midnite - YOY
Anaiis - Toda Cor
Gigi Williams - Big Picture
Michael Kiwanuka - Floating parade
Quantic - Born Again
Maribou State - Otherside
Hipsumhaps - Hjarta
Leisure got it bad
Turnstile - Alien Love Call
Fatoumata Diawara - Sowa
Take Van - In my head
Róshildur - Kría (v6,8)
Kokoroko - Three piece suit
Souleance - Tout Doux
Yelle - Ce Jeu
FM Belfast - Par Avion
Till Von Sein - Quintilis
Jitwam - I´m a Rock
Biig Piig - 4AM
Arc De Soleil - Loop Drive
Obongjayar - Tomorrow Man
Grimes - Oblivion
Crystal Castles - Vanished
Sylvan Esso - Kick Jump twist
Sangeeta - Calling ( Turbotito remix)
Die Antwoord - Ugly boy
Seba & Lo Tek
Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.
Airwaves hefst fimmtudaginn 7. nóvember og stendur í þrjá daga til 9. nóvember. Dagskráin er flott, heilmikið af flottri músík bæði héðan frá Íslandi og frá mörgum öðrum löndum.
Í Konsert vikunnar ætlum við að rifja upp nokkur góð og mögnuð tóndæmi frá liðnum hátíðum úr stóru upptökusafni Rásar 2, en Airwaves er 25 ára í ár. Við heyrum tóndæmi með fólki og sveitum eins og Suede, Dead Sea Apple, Benna Hemm Hemm, The Zutons, Mínus, Heacy Trash, Dr. Spock, Vampire Weekend, Eivor, Hafdísi Huld, Láru Rúnars, Mammút, Ensími, John Grant, Sinéad O´Connor, Ásgeir, Hjaltalín ofl.