22:10
Mannlegi þátturinn
Skynjun og skynörvun, heimilisbókhaldið og Valgerður biskupsfrú
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Við leitumst við að stunda líkamsrækt og hreyfingu til að halda líkamanum við, halda vöðvunum við, en skynfærin geta gleymst. Við fræddumst í dag um skynjun og skynfærin okkar. Berglind Indriðadóttir, iðjuþjálfi, stendur fyrir námskeiðinu Skynjun og skynörvun - leiðir að betri líðan notenda öldrunarþjónustu þar sem hún kennir leiðir til að halda skynfærunum við. Berglind fjallar um leiðir til þess að flétta örvun fyrir skynfærin inn í daglegar athafnir. Berglind var hjá okkur í dag og fór með okkur yfir það hvernig við getum örvað skynjun okkar og skynfærin.

Georg Lúðvíksson er sérfræðingur í heimilisfjármálum og stofnandi Meniga sem sérhæfir sig í persónulegum fjármálum. Georg hefur haldið ógrynni námskeiða um mikilvægi þess að hafa fjármálin á hreinu og fjallað um heimilisbókhald, hvernig hægt er að halda eyðslunni í skefjum, borgað niður skuldir, hvernig lán á að taka osfrv. Við heyrðum í Georgi í dag, þegar heimilisbókhaldið hefur sjaldan skipt meira máli, enda hefur allt hækkað og vextir eru háir.

Þegar Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú (1771-1856) var borin til grafar voru þau orð látin falla að hún hefði verið í „öllu tilliti merkiskona“. Hún safnaði miklum auði, stóð í viðskiptum og var ein ríkasta kona Íslands á sínum tíma. Halldóra Kristinsdóttir starfar sem sérfræðingur á handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns sagði okkur nánar frá lífshlaupi Valgerðar í þættinum.

Tónlistin í þættinum

Með þér / Ragnheiður Gröndal (Bubbi Morthens)

Í bláum skugga / Stuðmenn (Sigurður Bjóla Garðarsson)

Let’s keep dancing / Emilíana Torrini (Emillíana Torrini og Simon Byrt)

Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Atli Bollason)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,