07:03
Morgunvaktin
Kosningaárið mikla, besta sveitarfélagið og næstbestu plötur Íslandssögunnar
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Bogi Ágústsson var með okkur í þætti dagsins og ræddi um kosningar á árinu og lýðræði. 2024 hefur verið kallað kosningaárið mikla – aldrei hafa jafnmargir kosið á einu ári en ekki eru alls staðar kosningarnar lýðræðislegar og frjálsar.

Af sveitarfélögum landsins er best að vinna hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi og er það fyrir vikið sveitarfélag ársins. Hvað gera Skeiðamenn og Gnúpverjar svona vel? Við spurðum Harald Þór Jónsson oddvita.

Í síðasta hluta þáttarins lékum við íslenska tónlist; viið völdum lög af plötum sem voru alveg við toppinn í vali á bestu plötu Íslandssögunnar fyrir fimmtán árum.

Tónlist:

Egill Ólafsson, Stuðmenn - Dagur að rísa.

Pantoja, Isabel - Yemanya.

Trúbrot, Trúbrot - Hush-a-bye.

Spilverk þjóðanna, Megas - Saga úr sveitinn.

Þursaflokkurinn - Nútíminn.

Baldry, Long John, Stuðmenn - She broke my heart.

Steinunn Bjarnadóttir, Stuðmenn - Strax í dag.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,