14:03
Á tónsviðinu
Hugleiðingar í tónum
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Í þættinum verða leiknar hugleiðingar í tónum, en ekki er óalgengt að tónsmiðir kalli verk sín hugleiðingar. Á erlendum málum er oftast notað orðið "meditation" og meðal þeirra tónsmíða sem fluttar verða í þættinum er "Méditation" úr óperunni "Thaïs" eftir franska tónskáldið Jules Massenet. Sú tónsmíð er sérlega vinsæl og oftast leikin á einleiksfiðlu með hljómsveit, en í þættinum verður hún leikin í sinni upprunalegu gerð, eins og hún hljómar í óperunni, og þar er kór með. Einnig verða fluttar "hugleiðingar" eftir Claude Debussy, Antonio Carlos Jobim, Jórunni Viðar, Önnu Þorvaldsdóttur og fleiri. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Björn Þór Sigbjörnsson.

Er aðgengilegt til 22. janúar 2025.
Lengd: 50 mín.
,